Rútan á eðlilegum hraða og bílstjórinn allsgáður Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 4. júlí 2019 11:08 Rútan lenti á hliðinni utan vegar. Tveir um borð festust undir henni en voru losaðir með aðstoð heimamanna á næstu bæjum. Vísir/Jóhann K. Rannsókn lögreglunnar á Suðurlandi á rútuslysi sem varð á Suðurlandsvegi við Hofgarð í Öræfum þann 16. maí s.l. er nú á lokametrunum og sérfræðigögn að skila sér inn eftir því sem vikurnar líða. Enn er þó beðið eftir einhverjum vottorðum um meiðsl einstakra farþega og má búast við að það taki einhvern tíma. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu. 32 kínverskir farþegar voru í rútunni auk ökumanns. Hún fór á hliðina og slösuðust nokkrir alvarlega í slysinu. Tveir þeirra sem voru um borð í rútunni lentu undir henni. Dráttarvél af nærliggjandi bæ var notuð til að losa þá. Lögregla segir ljóst að áverkar af slysinu hefðu verið mun minni í mörgum tilfellum hefðu farþegar verið í bílbeltum. „Rannsókn á rútunni sjálfri gefur ekki tilefni til athugasemda og liggur fyrir að skv. ökurita hennar var henni ekki ekið umfram leyfðan hámarkshraða á veginum. Þá liggur fyrir að ökumaður hennar var ekki undir áhrifum áfengis eða vímuefna við aksturinn,“ segir í tilkynningu frá lögreglu. Þar segir jafnframt að slysið hafi reynt um margt á ýmsa þætti fjölmargra viðbragðsaðila vegna hópslysa. „Þannig voru sjúklingar fluttir með flugvél LHG frá Höfn til Akureyrar, með þyrlu LHG og annarri slíkri af dönsku varðskipi til Reykjavíkur og að auki fór flugvél frá Norlandair tvær ferðir með sjúklinga frá Fagurhólsmýri á Selfoss. Þannig tókst með skjótum hætti að koma öllum aðilum úr slysinu á sjúkrastofnun án þess að viðkomandi þyrftu að fara langar leiðir í bílum af vettvangi. Það reyndist mikilvægt því enda þótt flestir farþeganna hafi við bráðaflokkun fengið matið „Grænn“ sem með ákveðinni einföldun þýðir „með meðvitund og getur gengið sjálfur af vettvangi“ þá voru áverkar þeirra alvarlegir og dæmi um að þeir hafi þurft umtalsverða læknisaðstoð þegar á leið. Þá þurfti heilbrigðisstarfsfólk og hjálparliðar Rkí að finna leiðir til að tengja fjölskyldur sem á stundum lentu á sitt hvorum landshlutanum þar sem hlúð var að meiðslum þeirra.“ Rýnifundir viðbragðsaðila hafi verið haldnir og sé það mat manna að í heild hafi aðgerðin tekist vel. Vill lögreglan á Suðurlandi þakka öllum sem að málinu komu sérstaklega fyrir góð og vel unnin störf. „Ljóst er að öryggisbeltanotkun farþega rútunnar var lítil og jafnframt er ljóst að áverkar sem af slysinu hlutust hefðu orðið mun minni í mörgum tilfellum ef þau hefðu verið notuð. Að rannsókn lokinni verður málið sent ákæruvaldi til ákvörðunar um framhald. Þá verða gögnin afhent Rannsóknarnefnd samgönguslysa til þóknanlegrar meðferðar.“ Hornafjörður Rútuslys við Hof Samgönguslys Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Fleiri fréttir „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Sjá meira
Rannsókn lögreglunnar á Suðurlandi á rútuslysi sem varð á Suðurlandsvegi við Hofgarð í Öræfum þann 16. maí s.l. er nú á lokametrunum og sérfræðigögn að skila sér inn eftir því sem vikurnar líða. Enn er þó beðið eftir einhverjum vottorðum um meiðsl einstakra farþega og má búast við að það taki einhvern tíma. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu. 32 kínverskir farþegar voru í rútunni auk ökumanns. Hún fór á hliðina og slösuðust nokkrir alvarlega í slysinu. Tveir þeirra sem voru um borð í rútunni lentu undir henni. Dráttarvél af nærliggjandi bæ var notuð til að losa þá. Lögregla segir ljóst að áverkar af slysinu hefðu verið mun minni í mörgum tilfellum hefðu farþegar verið í bílbeltum. „Rannsókn á rútunni sjálfri gefur ekki tilefni til athugasemda og liggur fyrir að skv. ökurita hennar var henni ekki ekið umfram leyfðan hámarkshraða á veginum. Þá liggur fyrir að ökumaður hennar var ekki undir áhrifum áfengis eða vímuefna við aksturinn,“ segir í tilkynningu frá lögreglu. Þar segir jafnframt að slysið hafi reynt um margt á ýmsa þætti fjölmargra viðbragðsaðila vegna hópslysa. „Þannig voru sjúklingar fluttir með flugvél LHG frá Höfn til Akureyrar, með þyrlu LHG og annarri slíkri af dönsku varðskipi til Reykjavíkur og að auki fór flugvél frá Norlandair tvær ferðir með sjúklinga frá Fagurhólsmýri á Selfoss. Þannig tókst með skjótum hætti að koma öllum aðilum úr slysinu á sjúkrastofnun án þess að viðkomandi þyrftu að fara langar leiðir í bílum af vettvangi. Það reyndist mikilvægt því enda þótt flestir farþeganna hafi við bráðaflokkun fengið matið „Grænn“ sem með ákveðinni einföldun þýðir „með meðvitund og getur gengið sjálfur af vettvangi“ þá voru áverkar þeirra alvarlegir og dæmi um að þeir hafi þurft umtalsverða læknisaðstoð þegar á leið. Þá þurfti heilbrigðisstarfsfólk og hjálparliðar Rkí að finna leiðir til að tengja fjölskyldur sem á stundum lentu á sitt hvorum landshlutanum þar sem hlúð var að meiðslum þeirra.“ Rýnifundir viðbragðsaðila hafi verið haldnir og sé það mat manna að í heild hafi aðgerðin tekist vel. Vill lögreglan á Suðurlandi þakka öllum sem að málinu komu sérstaklega fyrir góð og vel unnin störf. „Ljóst er að öryggisbeltanotkun farþega rútunnar var lítil og jafnframt er ljóst að áverkar sem af slysinu hlutust hefðu orðið mun minni í mörgum tilfellum ef þau hefðu verið notuð. Að rannsókn lokinni verður málið sent ákæruvaldi til ákvörðunar um framhald. Þá verða gögnin afhent Rannsóknarnefnd samgönguslysa til þóknanlegrar meðferðar.“
Hornafjörður Rútuslys við Hof Samgönguslys Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Fleiri fréttir „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Sjá meira