Segja Eldum rétt bregðast við með útúrsnúningi og rangfærslum Kjartan Kjartansson skrifar 3. júlí 2019 16:16 Eldum rétt er sagt vera eitt af nokkrum fyrirtækjum sem keypt hafa vinnuafl af starfsmannaleigunni. Vísir/Ernir Undanþágur frá keðjuábyrgð fyrirtækja vegna lágmarksvinnutímabils áttu ekki við í tilfelli rúmenskra starfsmanna sem unnu fyrir fyrirtækið Eldum rétt. Í yfirlýsingu verkalýðsfélagsins Eflingar sem hefur höfðað mál fyrir hönd starfsmannanna er framkvæmdastjóri Eldum rétt sakaður um að bregðast við málinu með útúrsnúningi og rangfærslum. Efling hefur höfðað mál gegn Eldum rétt vegna fjögurra Rúmena sem unnu fyrir fyrirtækið á vegum starfsmannaleigunnar MIV sem hét áður Menn í vinnu. Starfsmannaleigunni var einnig stefnt. Mennirnir eru taldir hafa sætt ólöglegum launafrádrætti og nauðungarvinnu. Eldum rétt er stefnt á grundvelli svonefndrar keðjuábyrgðar sem gerir fyrirtæki ábyrg fyrir því að kjör verkamanna og aðstæður séu sómasamlegar. Kristófer Júlíus Leifsson, framkvæmdastjóri Eldum rétt, sagði Vísi í dag að mennirnir hefðu aðeins unnið í fjóra daga fyrir fyrirtækið og að krafa Eflingar geri ráð fyrir mun hærri upphæð en því nemi. Ábyrgð Eldum rétt nái ekki til þess að greiða þeim fyrirframgreidd laun og útlagðan kostnað. Í yfirlýsingu frá Eflingu vegna ummæla Kristófers Júlíusar er fullyrt að það komi málinu ekki við hversu lengi mennirnir fjórir unnu fyrir Eldum rétt. „Í lögum um keðjuábyrgð eru tilgreindar undanþágur ef starfið sem um ræðir á sér stað innan ákveðins lágmarkstímabils, en þær undanþágur eiga ekki við í tilfelli Eldum rétt,“ segir í yfirlýsingunni. Kröfur verkamannanna hafi verið settar fram á hendur fjögurra fyrirtækja í apríl. Þrjú fyrirtækjanna hafi strax gengið til viðræðna við Eflingu og gengist við lögbundinni ábyrgð. Eldum rétt hafi aftur á móti kosið af svara af bið með harðorðu bréfi þar sem fyrirtækið hafi vísað allri ábyrgð á bug, bent á ábyrgðarsjóð launa og mögulegt yfirvofandi gjaldþrot Manna í vinnu. „Allt var gert til þess að túlka skyldur Eldum rétt á sem þrengstan hátt. Kristófer reynir nú að drepa málinu á dreif með að tala um að vandamálið hafi verið upphæðirnar, en þær voru ekki gerðar að umræðuefni í fyrrnefndu bréfi, og virðist einfaldlega vera viðleitni til að grugga vatnið nú þegar lögsóknin er til umtals í fjölmiðlum,“ segir í yfirlýsingu Eflingar. Kjaramál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Eldum rétt taldi sig breyta rétt Framkvæmdastjóri fyrirtækisins Eldum rétt segir að fyrirtækið vilja axla ábyrgð og harmar það ef starfsfólk á vegum starfsmannaleigunnar MIV, sem áður hét Menn í vinnu, hafi verið beitt nauðung. 3. júlí 2019 12:15 Efling stefnir Eldum rétt og Mönnum í vinnu vegna nauðungarvinnu Samkvæmt Eflingu snýr dómsmálið að ólöglegum launafrádrætti. 2. júlí 2019 21:26 Mest lesið Vilja fresta því að slökkva á 2G og 3G sendum Neytendur Sýn fær flýtimeðferð Viðskipti innlent Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Viðskipti innlent Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Viðskipti innlent Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Viðskipti innlent Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Viðskipti erlent Ístak byggir Fossvogsbrú Viðskipti innlent Craft Burger Kitchen hafa lokað dyrunum í síðasta skipti Neytendur Fleiri fréttir Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Sjá meira
Undanþágur frá keðjuábyrgð fyrirtækja vegna lágmarksvinnutímabils áttu ekki við í tilfelli rúmenskra starfsmanna sem unnu fyrir fyrirtækið Eldum rétt. Í yfirlýsingu verkalýðsfélagsins Eflingar sem hefur höfðað mál fyrir hönd starfsmannanna er framkvæmdastjóri Eldum rétt sakaður um að bregðast við málinu með útúrsnúningi og rangfærslum. Efling hefur höfðað mál gegn Eldum rétt vegna fjögurra Rúmena sem unnu fyrir fyrirtækið á vegum starfsmannaleigunnar MIV sem hét áður Menn í vinnu. Starfsmannaleigunni var einnig stefnt. Mennirnir eru taldir hafa sætt ólöglegum launafrádrætti og nauðungarvinnu. Eldum rétt er stefnt á grundvelli svonefndrar keðjuábyrgðar sem gerir fyrirtæki ábyrg fyrir því að kjör verkamanna og aðstæður séu sómasamlegar. Kristófer Júlíus Leifsson, framkvæmdastjóri Eldum rétt, sagði Vísi í dag að mennirnir hefðu aðeins unnið í fjóra daga fyrir fyrirtækið og að krafa Eflingar geri ráð fyrir mun hærri upphæð en því nemi. Ábyrgð Eldum rétt nái ekki til þess að greiða þeim fyrirframgreidd laun og útlagðan kostnað. Í yfirlýsingu frá Eflingu vegna ummæla Kristófers Júlíusar er fullyrt að það komi málinu ekki við hversu lengi mennirnir fjórir unnu fyrir Eldum rétt. „Í lögum um keðjuábyrgð eru tilgreindar undanþágur ef starfið sem um ræðir á sér stað innan ákveðins lágmarkstímabils, en þær undanþágur eiga ekki við í tilfelli Eldum rétt,“ segir í yfirlýsingunni. Kröfur verkamannanna hafi verið settar fram á hendur fjögurra fyrirtækja í apríl. Þrjú fyrirtækjanna hafi strax gengið til viðræðna við Eflingu og gengist við lögbundinni ábyrgð. Eldum rétt hafi aftur á móti kosið af svara af bið með harðorðu bréfi þar sem fyrirtækið hafi vísað allri ábyrgð á bug, bent á ábyrgðarsjóð launa og mögulegt yfirvofandi gjaldþrot Manna í vinnu. „Allt var gert til þess að túlka skyldur Eldum rétt á sem þrengstan hátt. Kristófer reynir nú að drepa málinu á dreif með að tala um að vandamálið hafi verið upphæðirnar, en þær voru ekki gerðar að umræðuefni í fyrrnefndu bréfi, og virðist einfaldlega vera viðleitni til að grugga vatnið nú þegar lögsóknin er til umtals í fjölmiðlum,“ segir í yfirlýsingu Eflingar.
Kjaramál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Eldum rétt taldi sig breyta rétt Framkvæmdastjóri fyrirtækisins Eldum rétt segir að fyrirtækið vilja axla ábyrgð og harmar það ef starfsfólk á vegum starfsmannaleigunnar MIV, sem áður hét Menn í vinnu, hafi verið beitt nauðung. 3. júlí 2019 12:15 Efling stefnir Eldum rétt og Mönnum í vinnu vegna nauðungarvinnu Samkvæmt Eflingu snýr dómsmálið að ólöglegum launafrádrætti. 2. júlí 2019 21:26 Mest lesið Vilja fresta því að slökkva á 2G og 3G sendum Neytendur Sýn fær flýtimeðferð Viðskipti innlent Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Viðskipti innlent Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Viðskipti innlent Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Viðskipti innlent Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Viðskipti erlent Ístak byggir Fossvogsbrú Viðskipti innlent Craft Burger Kitchen hafa lokað dyrunum í síðasta skipti Neytendur Fleiri fréttir Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Sjá meira
Eldum rétt taldi sig breyta rétt Framkvæmdastjóri fyrirtækisins Eldum rétt segir að fyrirtækið vilja axla ábyrgð og harmar það ef starfsfólk á vegum starfsmannaleigunnar MIV, sem áður hét Menn í vinnu, hafi verið beitt nauðung. 3. júlí 2019 12:15
Efling stefnir Eldum rétt og Mönnum í vinnu vegna nauðungarvinnu Samkvæmt Eflingu snýr dómsmálið að ólöglegum launafrádrætti. 2. júlí 2019 21:26