Málfrelsi þolenda Anna Lotta Michaelsdóttir, Elísabet Ýr Atladóttir og Helga Þórey Jónsdóttir og Sóley Tómasdóttir skrifa 3. júlí 2019 10:15 Í kjölfar meiðyrðadóms í Hlíðamálinu, þar sem tvær konur voru dæmdar til að greiða hundruð þúsunda í miskabætur til kærðra manna og annað eins í málskostnað, settu undirritaðar af stað söfnun í Málfrelsisjóð á Karolinafund. Sjóðnum er ætlað að draga úr ótta kvenna og jaðarsetts fólks við að tjá sig um reynslu sína og upplifanir án þess að fjárhagsáhyggjur bætist við það andlega álag sem fylgir því að tala um kynbundið ofbeldi.Sláandi viðbrögð Viðbrögðin hafa farið fram úr okkar björtustu vonum, en í þessum rituðu orðum hefur 90% af markmiði söfnunarinnar verið náð. Fólki misbýður að réttarkerfinu sem ítrekað bregst þolendum skuli vera beitt gegn þeim gegnum skaðabótarétt í þokkabót. Okkur þykir vænt um þetta skref vitundarvakningar um kynbundið ofbeldi sem lýtur að kerfisbundinni þöggun þolenda. Undanfarna daga hafa svo fjölmargar konur leitað til okkar vegna mögulegs stuðnings. Konur sem hafa kært ofbeldi en málin verið látin niður falla. Konur sem hafa ekki þorað að segja frá af ótta við kerfið sem varði þær ekki. Konur sem vilja svo gjarnan að samfélagið heyri um veruleika kvenna og jaðarsetts fólks, um allar nauðganirnar sem eru þaggaðar á ólíkum stöðum í kerfinu. Konur sem finna þegar til valdeflingar við það eitt að vita af mögulegum sjóði sem gæti komið í veg fyrir gjaldþrot ef þær einhverntímann ákveða að tala.Veruleiki kvenna Kynbundið ofbeldi litar veruleika kvenna og jaðarsetts fólks alla daga á Íslandi og nauðganir eru daglegt brauð. Og þótt einhver héraðsdómari haldi því fram að réttarríkið standi undir nafni og að lögin nái jafnt til allra er langt frá því að sú sé raunin. Þrátt fyrir aðgerðir velviljaðra kvenna innan lögreglu og réttarkerfis ríkir þar karllæg menning og viðmiðin eru karllæg. Trúverðugleiki er afstæður, þar sem einstaklingur sem kærir hjólastuld er tekinn alvarlegar en einstaklingur sem kærir nauðgun. Sama gildir um sönnunarbyrði, skýr og vel þekkt sálfræðileg einkenni þolenda ofbeldis eru ekki tekin trúanleg á meðan sálrænar afleiðingar ærumeiðinga teljast grafalvarlegar.Saklaus uns sekt er sönnuð Þöggun réttarkerfisins á reynsluheimi og veruleika kvenna og jaðarsetts fólks verður að linna. Það verður að skapa svigrúm fyrir þetta fólk til að greina frá reynslu sinni og upplifunum og þeim kærum sem þær hafa lagt fram hvernig sem lyktir mála urðu. Tími samstöðu er runninn upp þar sem við leyfum nógu mörgum sögum að hljóma til að samfélagið átti sig á alvarleika nauðgunarmenningarinnar sem við búum við. Til að svo megi verða þurfum við á öflugum málfrelsissjóði að halda sem getur dekkað aðför meintra stjörnulögfræðinga og umbjóðenda þeirra að frelsi kvenna og jaðarsetts fólks. Við hvetjum ykkur öll til að heita á Málfrelsissjóðinn á Karolinafund og sýna samstöðu með þolendum.Höfundar eru stofnendur söfnunar í Málfrelsissjóð á Karolinafund. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sóley Tómasdóttir Mest lesið Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen Skoðun Venjuleg kona úr Hveragerði Árni Grétar Finnsson,Björg Ásta Þórðardóttir Skoðun Sérfræðingarnir Sölvi Tryggvason Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Af góða fólkinu og vonda fólkinu í VR og stóra biðlaunamálinu Arnþór Sigurðsson Skoðun Ég styð Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem formann – en hvers vegna? Karl Guðmundsson Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna Skoðun Hljóð og mynd fara ekki saman Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Smíðar eru nauðsyn Einar Sverrisson Skoðun Guðrún Hafsteins er leiðtogi Eiður Welding Skoðun Skoðun Skoðun Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf Sverrir Fannberg Júliusson skrifar Skoðun Ísland á tímamótum – Við skulum leiða gervigreindaröldina! Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hvað eru Innri þróunarmarkmið? Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hagur okkar allra Steinþór Logi Arnarsson skrifar Skoðun Áskoranir næstu áratuga kalla á fjármögnun rannsókna Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Ég styð Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem formann – en hvers vegna? Karl Guðmundsson skrifar Skoðun Smíðar eru nauðsyn Einar Sverrisson skrifar Skoðun Nýsköpunarlandið Elías Larsen skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móse og boðorðin 10 Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sérfræðingarnir Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Af góða fólkinu og vonda fólkinu í VR og stóra biðlaunamálinu Arnþór Sigurðsson skrifar Skoðun Venjuleg kona úr Hveragerði Árni Grétar Finnsson,Björg Ásta Þórðardóttir skrifar Skoðun Hljóð og mynd fara ekki saman Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Guðrún Hafsteins er leiðtogi Eiður Welding skrifar Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar Skoðun Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen skrifar Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir skrifar Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir skrifar Skoðun Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun Helga Gísladóttir skrifar Skoðun Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, fyrri grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Wybory/Election/Kosningar Mateusz Gabríel K. Róbertsson skrifar Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason skrifar Sjá meira
Í kjölfar meiðyrðadóms í Hlíðamálinu, þar sem tvær konur voru dæmdar til að greiða hundruð þúsunda í miskabætur til kærðra manna og annað eins í málskostnað, settu undirritaðar af stað söfnun í Málfrelsisjóð á Karolinafund. Sjóðnum er ætlað að draga úr ótta kvenna og jaðarsetts fólks við að tjá sig um reynslu sína og upplifanir án þess að fjárhagsáhyggjur bætist við það andlega álag sem fylgir því að tala um kynbundið ofbeldi.Sláandi viðbrögð Viðbrögðin hafa farið fram úr okkar björtustu vonum, en í þessum rituðu orðum hefur 90% af markmiði söfnunarinnar verið náð. Fólki misbýður að réttarkerfinu sem ítrekað bregst þolendum skuli vera beitt gegn þeim gegnum skaðabótarétt í þokkabót. Okkur þykir vænt um þetta skref vitundarvakningar um kynbundið ofbeldi sem lýtur að kerfisbundinni þöggun þolenda. Undanfarna daga hafa svo fjölmargar konur leitað til okkar vegna mögulegs stuðnings. Konur sem hafa kært ofbeldi en málin verið látin niður falla. Konur sem hafa ekki þorað að segja frá af ótta við kerfið sem varði þær ekki. Konur sem vilja svo gjarnan að samfélagið heyri um veruleika kvenna og jaðarsetts fólks, um allar nauðganirnar sem eru þaggaðar á ólíkum stöðum í kerfinu. Konur sem finna þegar til valdeflingar við það eitt að vita af mögulegum sjóði sem gæti komið í veg fyrir gjaldþrot ef þær einhverntímann ákveða að tala.Veruleiki kvenna Kynbundið ofbeldi litar veruleika kvenna og jaðarsetts fólks alla daga á Íslandi og nauðganir eru daglegt brauð. Og þótt einhver héraðsdómari haldi því fram að réttarríkið standi undir nafni og að lögin nái jafnt til allra er langt frá því að sú sé raunin. Þrátt fyrir aðgerðir velviljaðra kvenna innan lögreglu og réttarkerfis ríkir þar karllæg menning og viðmiðin eru karllæg. Trúverðugleiki er afstæður, þar sem einstaklingur sem kærir hjólastuld er tekinn alvarlegar en einstaklingur sem kærir nauðgun. Sama gildir um sönnunarbyrði, skýr og vel þekkt sálfræðileg einkenni þolenda ofbeldis eru ekki tekin trúanleg á meðan sálrænar afleiðingar ærumeiðinga teljast grafalvarlegar.Saklaus uns sekt er sönnuð Þöggun réttarkerfisins á reynsluheimi og veruleika kvenna og jaðarsetts fólks verður að linna. Það verður að skapa svigrúm fyrir þetta fólk til að greina frá reynslu sinni og upplifunum og þeim kærum sem þær hafa lagt fram hvernig sem lyktir mála urðu. Tími samstöðu er runninn upp þar sem við leyfum nógu mörgum sögum að hljóma til að samfélagið átti sig á alvarleika nauðgunarmenningarinnar sem við búum við. Til að svo megi verða þurfum við á öflugum málfrelsissjóði að halda sem getur dekkað aðför meintra stjörnulögfræðinga og umbjóðenda þeirra að frelsi kvenna og jaðarsetts fólks. Við hvetjum ykkur öll til að heita á Málfrelsissjóðinn á Karolinafund og sýna samstöðu með þolendum.Höfundar eru stofnendur söfnunar í Málfrelsissjóð á Karolinafund.
Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna Skoðun
Skoðun Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf Sverrir Fannberg Júliusson skrifar
Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar
Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar
Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna Skoðun