Stofna móttökumiðstöð fyrir aðstandendur fanga Nadine Guðrún Yaghi og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 2. júlí 2019 20:57 Fangar og fyrrverandi fangar stefna að því að opna svokallaða móttökumiðstöð fyrir aðstandendur fanga síðar í mánuðinum. Þar munu aðstandendur fanga geta leitað sér ráðgjafar. Formaður félags fanga segir slíkt úrræði lengi hafa skort. Þeir hafi verið orðnir þreyttir á að bíða eftir því að stjórnvöld gerðu eitthvað í málinu og því tekið það í sínar hendur. Flestir fangar eiga einhverja aðstandendur og sumir börn og má ætla að hópur aðstandenda hlaupi á hundruðum hverju sinni. „Aðstandendur fanga hafa ekki haft neinn stað til þess að leita til þegar fjölskyldumeðlimur fer í fangelsi, þannig að við teljum að þetta sé mjög mikilvægt,“ segir Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu – félags fanga á Íslandi. Hann segist lengi hafa reynt að vekja athygli stjórnvalda á litlum stuðningi til handa aðstandenda fanga. „Við erum búin að bíða í raun og veru eftir stjórnvöldum, að‘ þau aðstoði okkur við að koma þessu í gang. Það stóða til, og er búið að standa til í nokkur ár, en það hefur ekki gengið og við teljum bara að það sé ekki hægt að bíða lengur.“ Guðmundur, ásamt þremur öðrum fyrrverandi föngum, gekk í málið og stendur til að opna móttökumiðstöð fyrir aðstandendur síðar í mánuðinum. Þeir eru komnir með húsnæði á Ártúnshöfða í Reykjavík. „Aðstandendur eru oft mun smeykari eða hræddari við fangelsi heldur en fanginn sjálfur og vita oft ekki í hvað stefnir og þurfa því oft á ráðleggingum að halda til að fá ró,“ segir Guðmundur. Nú þegar fái félagið fjölda símtala frá áhyggjufullum aðstandendum. Loksins sé komin aðstaða til að taka á móti þeim. Tveir starfsmenn, fyrrverandi fangar, munu sinna aðstoðinni. Unnið er að samstarfi við ríkisstofnun um að greiða starfsmanni laun. Þá ætli nokkur fyrirtæki að styrkja verkefnið. Guðmundur segir að einnig standi til að opna lítið áfangaheimili í komandi framtíð á sama stað fyrir sjö fyrrverandi fanga eða þá sem afpláni á rafrænu ökklabandi. Sumir fangar fái ekki að fara á ökklaband þar sem þeim hafi ekki tekist að finna húsnæði. Það séu fordómar sem valdi því. „Fyrrverandi fangar hafa kannski gert svolítið af því að skemma fyrir sér orðsporið. Við teljum að þetta sé eitt mikilvægasta atriðið í því að komast á beinu brautina. Það er að hafa þak yfir höfuðið.“ Fangelsismál Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent „Ísland á betra skilið“ Innlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Innlent Fleiri fréttir Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Sjá meira
Fangar og fyrrverandi fangar stefna að því að opna svokallaða móttökumiðstöð fyrir aðstandendur fanga síðar í mánuðinum. Þar munu aðstandendur fanga geta leitað sér ráðgjafar. Formaður félags fanga segir slíkt úrræði lengi hafa skort. Þeir hafi verið orðnir þreyttir á að bíða eftir því að stjórnvöld gerðu eitthvað í málinu og því tekið það í sínar hendur. Flestir fangar eiga einhverja aðstandendur og sumir börn og má ætla að hópur aðstandenda hlaupi á hundruðum hverju sinni. „Aðstandendur fanga hafa ekki haft neinn stað til þess að leita til þegar fjölskyldumeðlimur fer í fangelsi, þannig að við teljum að þetta sé mjög mikilvægt,“ segir Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu – félags fanga á Íslandi. Hann segist lengi hafa reynt að vekja athygli stjórnvalda á litlum stuðningi til handa aðstandenda fanga. „Við erum búin að bíða í raun og veru eftir stjórnvöldum, að‘ þau aðstoði okkur við að koma þessu í gang. Það stóða til, og er búið að standa til í nokkur ár, en það hefur ekki gengið og við teljum bara að það sé ekki hægt að bíða lengur.“ Guðmundur, ásamt þremur öðrum fyrrverandi föngum, gekk í málið og stendur til að opna móttökumiðstöð fyrir aðstandendur síðar í mánuðinum. Þeir eru komnir með húsnæði á Ártúnshöfða í Reykjavík. „Aðstandendur eru oft mun smeykari eða hræddari við fangelsi heldur en fanginn sjálfur og vita oft ekki í hvað stefnir og þurfa því oft á ráðleggingum að halda til að fá ró,“ segir Guðmundur. Nú þegar fái félagið fjölda símtala frá áhyggjufullum aðstandendum. Loksins sé komin aðstaða til að taka á móti þeim. Tveir starfsmenn, fyrrverandi fangar, munu sinna aðstoðinni. Unnið er að samstarfi við ríkisstofnun um að greiða starfsmanni laun. Þá ætli nokkur fyrirtæki að styrkja verkefnið. Guðmundur segir að einnig standi til að opna lítið áfangaheimili í komandi framtíð á sama stað fyrir sjö fyrrverandi fanga eða þá sem afpláni á rafrænu ökklabandi. Sumir fangar fái ekki að fara á ökklaband þar sem þeim hafi ekki tekist að finna húsnæði. Það séu fordómar sem valdi því. „Fyrrverandi fangar hafa kannski gert svolítið af því að skemma fyrir sér orðsporið. Við teljum að þetta sé eitt mikilvægasta atriðið í því að komast á beinu brautina. Það er að hafa þak yfir höfuðið.“
Fangelsismál Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent „Ísland á betra skilið“ Innlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Innlent Fleiri fréttir Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Sjá meira