Spennandi verkefni sem mun ekki bjóðast á hverju tímabili Hjörvar Ólafsson skrifar 1. júlí 2019 11:00 Stefán Gíslason. vísir/andri marinó Stefán Gíslason hefur tengingar í belgíska knattspyrnu þar sem hann lék með belgíska liðinu OH Leuven á árunum 2012 til 2014 en hjá því liði lauk hann farsælum atvinnumannaferli sínum. Eftir það flutti hann heim og hóf að leika með Breiðablik. Eftir að hafa leikið með Kópavogsliðinu lagði hann skóna á hilluna og settist í þjálfarateymi Breiðabliks. Hann var svo ráðinn þjálfari Hauka og stýrði liðinu í tvö keppnistímabil. Síðan lá leiðin í Breiðholtið þar sem hann var á sinni fyrstu leiktíð við stjórnvölinn hjá liðinu þegar hann fékk símtal frá Belgíu. „Þetta er ekkert sem ég hef verið að stefna að. Ég var með hugann alfarið við Leikni og ætlaði bara að klára tímabilið þar. Þá fékk ég símtal frá gamla þjálfaranum mínum hjá Leuven sem var að taka við sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Lommel. Svona tækifæri koma ekki oft upp og þar sem þetta var sömuleiðis spennandi verkefni ákvað ég að slá til þrátt fyrir að hafa fílað mig vel hjá Leikni. Viðræðurnar gengu hratt fyrir sig og ég var bara kominn út nokkrum dögum eftir að viðræður hófust. Það þurfti líka eitthvað mikið til þess að toga mig frá Íslandi þar sem ég er með fjölskyldu og rek fyrirtæki,“ segir Stefán um aðdraganda þess að hann var ráðinn í starfið.Var nálægt því að spila fyrir Lommel „Það fyndna við að ég sé kominn til starfa hjá Lommel er að ég spilaði næstum því með liðinu á sama tíma og Kristján Finnbogason var í markinu hjá þeim. Ég var þá leikmaður norska liðsins Lyn og var á reynslu hjá hollenska liðinu Roda. Planið var að ég myndi spila sem lánsmaður frá Roda hjá Lommel en það gekk hins vegar ekki eftir. Nú er ég hins vegar búinn að ráða mig til félagsins sem ég átti að spila með,“ rifjar hann upp. „Ég er bara nýkominn út og er að kynna mér leikmannahópinn. Mér sýnist þetta vera góð blanda af ungum og reynslumiklum leikmönnum. Það er verið að bæta alla umgjörð í félaginu og fjölga starfsgildum. Flestallir í starfsteyminu eru að koma nýir inn í félagið á þessum tímapunkti og það eru spennandi tímar fram undan. Það er engin pressa á mér að fara upp en stefnan er að gera betur en undanfarin ár. Þetta er meðalstór klúbbur á belgískan mælikvarða sem hefur verið í lægð síðustu ár og markmiðið er að gera hlutina á faglegri hátt en gert hefur verið,“ segir Stefán um það umhverfi sem hann er að fara inni í. „Það er ísraelskur eigandi sem keypti félagið fyrir rúmu ári síðan. Hann hefur gefið það út að hann sé reiðubúinn að setja mikinn pening í félagið þegar hann sér að góður strúktúr er til staðar og efni til þess að færa félagið í fremstu röð. Nú hefur verið ráðinn yfirmaður knattspyrnumála, framkvæmdastjóri sem sér bara um karlalið félagsins í knattspyrnu og einnig í fleiri stöður sem eiga að sjá til þess að hlutirnir séu gerðir almennilega næstu árin,“ segir þessi fyrrverandi landsliðsmaður um framhaldið hjá félaginu. Birtist í Fréttablaðinu Fótbolti Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Körfubolti „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Körfubolti Fleiri fréttir Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í „Vinsamlegast látið hann í friði“ Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Sjá meira
Stefán Gíslason hefur tengingar í belgíska knattspyrnu þar sem hann lék með belgíska liðinu OH Leuven á árunum 2012 til 2014 en hjá því liði lauk hann farsælum atvinnumannaferli sínum. Eftir það flutti hann heim og hóf að leika með Breiðablik. Eftir að hafa leikið með Kópavogsliðinu lagði hann skóna á hilluna og settist í þjálfarateymi Breiðabliks. Hann var svo ráðinn þjálfari Hauka og stýrði liðinu í tvö keppnistímabil. Síðan lá leiðin í Breiðholtið þar sem hann var á sinni fyrstu leiktíð við stjórnvölinn hjá liðinu þegar hann fékk símtal frá Belgíu. „Þetta er ekkert sem ég hef verið að stefna að. Ég var með hugann alfarið við Leikni og ætlaði bara að klára tímabilið þar. Þá fékk ég símtal frá gamla þjálfaranum mínum hjá Leuven sem var að taka við sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Lommel. Svona tækifæri koma ekki oft upp og þar sem þetta var sömuleiðis spennandi verkefni ákvað ég að slá til þrátt fyrir að hafa fílað mig vel hjá Leikni. Viðræðurnar gengu hratt fyrir sig og ég var bara kominn út nokkrum dögum eftir að viðræður hófust. Það þurfti líka eitthvað mikið til þess að toga mig frá Íslandi þar sem ég er með fjölskyldu og rek fyrirtæki,“ segir Stefán um aðdraganda þess að hann var ráðinn í starfið.Var nálægt því að spila fyrir Lommel „Það fyndna við að ég sé kominn til starfa hjá Lommel er að ég spilaði næstum því með liðinu á sama tíma og Kristján Finnbogason var í markinu hjá þeim. Ég var þá leikmaður norska liðsins Lyn og var á reynslu hjá hollenska liðinu Roda. Planið var að ég myndi spila sem lánsmaður frá Roda hjá Lommel en það gekk hins vegar ekki eftir. Nú er ég hins vegar búinn að ráða mig til félagsins sem ég átti að spila með,“ rifjar hann upp. „Ég er bara nýkominn út og er að kynna mér leikmannahópinn. Mér sýnist þetta vera góð blanda af ungum og reynslumiklum leikmönnum. Það er verið að bæta alla umgjörð í félaginu og fjölga starfsgildum. Flestallir í starfsteyminu eru að koma nýir inn í félagið á þessum tímapunkti og það eru spennandi tímar fram undan. Það er engin pressa á mér að fara upp en stefnan er að gera betur en undanfarin ár. Þetta er meðalstór klúbbur á belgískan mælikvarða sem hefur verið í lægð síðustu ár og markmiðið er að gera hlutina á faglegri hátt en gert hefur verið,“ segir Stefán um það umhverfi sem hann er að fara inni í. „Það er ísraelskur eigandi sem keypti félagið fyrir rúmu ári síðan. Hann hefur gefið það út að hann sé reiðubúinn að setja mikinn pening í félagið þegar hann sér að góður strúktúr er til staðar og efni til þess að færa félagið í fremstu röð. Nú hefur verið ráðinn yfirmaður knattspyrnumála, framkvæmdastjóri sem sér bara um karlalið félagsins í knattspyrnu og einnig í fleiri stöður sem eiga að sjá til þess að hlutirnir séu gerðir almennilega næstu árin,“ segir þessi fyrrverandi landsliðsmaður um framhaldið hjá félaginu.
Birtist í Fréttablaðinu Fótbolti Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Körfubolti „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Körfubolti Fleiri fréttir Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í „Vinsamlegast látið hann í friði“ Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Sjá meira