Minnast fyrsta jökulsins sem hvarf Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 18. júlí 2019 19:01 Minnismerkið sem verður sett upp við Ok í ágúst. Andri Snær skrifaði textann á plagginu. skjáskot Minnst verður fyrsta íslenska jökulsins sem hvarf vegna loftslagsbreytinga í næsta mánuði þegar minnismerki verður afhjúpað við jökulinn fyrrverandi. Frá þessu er greint á vef fréttastofu Mirage. Vísindamenn frá Rice háskólanum í Houston í Bandaríkjunum munu ásamt Andra Snæ Magnasyni, rithöfundi, og Oddi Sigurðssyni, jöklafræðingi, fara ásamt meðlimum svokallaðs „Icelandic Hiking Society“ að rótum Oks og koma þar fyrir minnismerki, til að minnast Okjökuls. Almenningi er velkomið að slást í för með hópnum. Ekki tókst að staðfesta við vinnslu fréttarinnar hvaða íslenska félag hið „Icelandic Hiking Society“ er. Í samtali við fréttastofu Vísis sagði Andri Snær að uppsetning minnismerkisins væri samstarf vísindafólks og listamanna til að vekja athygli á loftslagsmálum. Í desember árið 2014 var fjallað um það að Okjökull teldist ekki lengur jökull að mati Odds Sigurðssonar. Þar með var Okið fyrsti nafnkunni jökullinn hér á landi sem missti þessa nafnbót. Fjallað var um hvarf jökulsins í heimildamyndinni „Not Ok“ sem kom út í fyrra og var hún framleidd af mannfræðingunum Cymene Howe og Dominic Boyer frá Rice háskóla. Sögumaður myndarinnar var Jón Gnarr og var saga Oksins rakin. Boyer og Howe segja vísindamenn hræðast það að allir jöklar Íslands verði horfnir árið 2200 en þeir eru meira en 400 talsins. „Þetta mun vera fyrsta minnismerkið í heiminum sem reist er til minningar um jökul sem hvarf vegna loftslagsbreytinga,“ sagði Howe. „Með því að auðkenna hvarf Oksins vonumst við til að vekja athygli á því hvað við missum með hvarfi jöklanna í heiminum. Þessar stóru ísþekjur eru stærstu ferskvatnslindir á plánetunni og frosin í þeim er saga loftslagsins. Jöklarnir eru líka oft mikilvægir í menningunni á hverjum stað.“ „Í sama anda og kvikmyndin, vildum við búa til minnismerki um Okið sem mun endast, þetta er lítill jökull sem hefur mikla sögu að segja,“ sagði Boyer. „ Ok var fyrsti íslenski jökullinn sem bráðnar vegna þess hvernig mannfólkið hefur umbreytt loftslagi jarðarinnar. Allir íslenskir jöklar munu deila örlögum hans nema við bregðumst núna við á róttækan hátt til að koma í veg fyrir útblástur gróðurhúsalofttegunda.“ Bandaríkin Borgarbyggð Loftslagsmál Vísindi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Minnst verður fyrsta íslenska jökulsins sem hvarf vegna loftslagsbreytinga í næsta mánuði þegar minnismerki verður afhjúpað við jökulinn fyrrverandi. Frá þessu er greint á vef fréttastofu Mirage. Vísindamenn frá Rice háskólanum í Houston í Bandaríkjunum munu ásamt Andra Snæ Magnasyni, rithöfundi, og Oddi Sigurðssyni, jöklafræðingi, fara ásamt meðlimum svokallaðs „Icelandic Hiking Society“ að rótum Oks og koma þar fyrir minnismerki, til að minnast Okjökuls. Almenningi er velkomið að slást í för með hópnum. Ekki tókst að staðfesta við vinnslu fréttarinnar hvaða íslenska félag hið „Icelandic Hiking Society“ er. Í samtali við fréttastofu Vísis sagði Andri Snær að uppsetning minnismerkisins væri samstarf vísindafólks og listamanna til að vekja athygli á loftslagsmálum. Í desember árið 2014 var fjallað um það að Okjökull teldist ekki lengur jökull að mati Odds Sigurðssonar. Þar með var Okið fyrsti nafnkunni jökullinn hér á landi sem missti þessa nafnbót. Fjallað var um hvarf jökulsins í heimildamyndinni „Not Ok“ sem kom út í fyrra og var hún framleidd af mannfræðingunum Cymene Howe og Dominic Boyer frá Rice háskóla. Sögumaður myndarinnar var Jón Gnarr og var saga Oksins rakin. Boyer og Howe segja vísindamenn hræðast það að allir jöklar Íslands verði horfnir árið 2200 en þeir eru meira en 400 talsins. „Þetta mun vera fyrsta minnismerkið í heiminum sem reist er til minningar um jökul sem hvarf vegna loftslagsbreytinga,“ sagði Howe. „Með því að auðkenna hvarf Oksins vonumst við til að vekja athygli á því hvað við missum með hvarfi jöklanna í heiminum. Þessar stóru ísþekjur eru stærstu ferskvatnslindir á plánetunni og frosin í þeim er saga loftslagsins. Jöklarnir eru líka oft mikilvægir í menningunni á hverjum stað.“ „Í sama anda og kvikmyndin, vildum við búa til minnismerki um Okið sem mun endast, þetta er lítill jökull sem hefur mikla sögu að segja,“ sagði Boyer. „ Ok var fyrsti íslenski jökullinn sem bráðnar vegna þess hvernig mannfólkið hefur umbreytt loftslagi jarðarinnar. Allir íslenskir jöklar munu deila örlögum hans nema við bregðumst núna við á róttækan hátt til að koma í veg fyrir útblástur gróðurhúsalofttegunda.“
Bandaríkin Borgarbyggð Loftslagsmál Vísindi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira