Guðni Ágústsson segir meðhöndlun bújarða í eigu ríkisins verri eftir að þær voru færðar úr landbúnaðarráðuneyti yfir í fjármálaráðuneytið árið 2007.
„Það hefur tekið mörg ár að greina eignastefnu,“ segir Guðni.
Eins og Fréttablaðið greindi frá í gær vita Ríkiseignir ekki enn hvers virði jarðirnar eru eða hversu margar hafa gengið kaupum og sölum undanfarin ár.
„Þetta var þannig að bóndi sagði upp leigu á jörð í eigu ríkisins um áramót og kom næsti leigjandi inn á vordögum. Þetta var skylda landbúnaðarráðuneytisins og gekk hratt fyrir sig,“ segir Guðni sem var landbúnaðarráðherra 1999 til 2007. „En þetta breyttist og hafa jarðir verið í eyði, að minnsta kosti um tíma.“
Ábúendur á ríkisjörðum, sem eru rúmlega 100 , hafa rétt til að kaupa eftir sjö ára leigu. Auk þess á ríkið um 200 jarðir í nytjum eða í eyði.
„Ríkið þarf sumar jarðir að eiga af mörgum ástæðum, þær eru þess eðlis. En aðrar er sjálfsagður hlutur að selja,“ segir Guðni.
Að sögn Guðna þarf ríkið einnig að vera á varðbergi gagnvart ásælni fjársterkra útlendinga í jarðir. Hingað til hafi það ekki snúist um ríkisjarðir en gæti gert það í framtíðinni.
Segir meðhöndlun ríkisjarða verri eftir flutning á milli ráðuneyta
![Guðni Ágústsson fv. landbúnaðarráðherra.](https://www.visir.is/i/2C90A77C0E8F8458AD11AAACF22189B7E0E9E584E34CD06EAF25168ADCF6BD49_713x0.jpg)
Tengdar fréttir
![](https://www.visir.is/i/C2A4CE91AC8B3AA3CC0A5981B9C0B529A4A93F863A4BC7E1D5D99D0730FCFF48_308x200.jpg)
Segir búskap á ríkisjörðum staðna vegna óvissu um sölu
Haraldur Benediktsson, þingmaður, segir búskap á ríkisjörðum víða í stöðnun vegna óvissu um framtíðina. Hann vill sjá skipulagt átak í sölu bújarða ríkisins, sem eru um
![](https://www.visir.is/i/7DC3B0A23EFB619A6120A4BC46F9F0245F734762FDD5D70AB9BF8E8F2A418EBF_308x200.jpg)
Tölur um verðmæti jarða liggja ekki fyrir hjá Ríkiseignum
Heildarverðmæti jarða í eigu ríkisins er ekki skráð hjá Ríkiseignum segir Snævar Guðmundsson framkvæmdastjóri