Anda léttar við bröttustu götu heims Stefán Ó. Jónsson skrifar 16. júlí 2019 08:45 Íbúar við götuna eru að vonum brattir eftir að hafa loks fengið viðurkenningu frá heimsmetabókinni. GWR Íbúar við götu eina í bænum Harlech í Wales telja sig loks hafa fengið uppreist æru í baráttu sinni fyrir viðurkenningu Heimsmetabókar Guinness. Þeir hafa talið bókina halla réttu máli um árabil enda hafa íbúarnir verið sannfærðir um að gatan þeirra, Ffordd Pen Llech, sé sú brattasta í heimi. Fram til þessa hafði Baldwin-gata í bænum Dunedin á Nýja-Sjálandi verið talin sú brattasta. Fulltrúar Guinness mættu loks til Wales á dögunum og mældu götuna bröttu sem reyndist vera með halla upp á 37,45 prósent þar sem hún var bröttust. Nýsjálenska gatan er hálfgerð flatneskja í samanburði, enda aðeins með halla upp á 35 prósent. Hallatitilinn færist því hinum megin á hnöttinn. Íbúar við Ffordd Pen Llech-götu eru að vonum brattir eftir viðurkenninguna, enda þykir þeim lengi hafa hallað á þá. „Ég finn fyrir fullkomnum létti - og gleði. Ég finn einnig til með Nýsjálendingum, en það sem er brattara er brattara,“ segir Gwyn Headley í samtali við breska ríkisútvarpið en hann er einn þeirra sem hefur barist hatrammlega fyrir viðurkenningunni.Horft niður hina bröttu Ffordd Pen Llech-götuGWRHann er eðli máls samkvæmt ánægður enda hefur verið á brattann að sækja í baráttunni. Íbúar götunnar þurftu að leggja út fyrir margvíslegum kostnaði við mælingar, auk þess sem fulltrúar heimsmetabókarinnar settu fram 10 skilyrði sem gatan þurfti að uppfylla til að teljast gjaldgeng. Til að mynda þurftu Walesverjarnir að leggja fram teikningar sem gátu sýnt fram á að gatan hafi verið lögð fyrir árið 1842. Talsmaður nýsjálensku götunnar segist efast um að hann muni nokkurn tímann jafna sig á því að hún hafi verið svipt titlinum. Ekki bæti úr skák að aðeins nokkrir dagar eru síðan enska krikketlandsliðið sigraði það nýsjálenska í úrslitaleik heimsmeistaramótsins - „þannig að ég er ennþá mjög reiður. Þetta er búin að vera glötuð vika, í alvöru talað,“ segir Nýsjálendingurinn Hamish McNeilly sem gerir ráð fyrir að nú muni halla undan fæti í ferðmennsku við Baldwin-götu, nú þegar hún er ekki nema næst brattasta gata heims. Hann hafi þó heyrt að íbúar við götu í San Fransisco ætli sér að hrifsa titilinn af Ffordd Pen Llech við fyrsta tækifæri. Því ættu Walesverjar ekki að fara fram úr sér í fagnaðarlátunum sem blásið verður til um helgina vegna titilsins. Þar fyrir utan sé ótæpileg áfengisdrykkja óráðleg fyrir íbúa við Ffordd Pen Llech, það kunni ekki góðri lukku að stýra að verða rúllandi fullur við jafn bratta götu. Hér að neðan má sjá myndband sem breska ríkisútvarpið tók saman um viðurkenninguna. Bretland Wales Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku? Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Sjá meira
Íbúar við götu eina í bænum Harlech í Wales telja sig loks hafa fengið uppreist æru í baráttu sinni fyrir viðurkenningu Heimsmetabókar Guinness. Þeir hafa talið bókina halla réttu máli um árabil enda hafa íbúarnir verið sannfærðir um að gatan þeirra, Ffordd Pen Llech, sé sú brattasta í heimi. Fram til þessa hafði Baldwin-gata í bænum Dunedin á Nýja-Sjálandi verið talin sú brattasta. Fulltrúar Guinness mættu loks til Wales á dögunum og mældu götuna bröttu sem reyndist vera með halla upp á 37,45 prósent þar sem hún var bröttust. Nýsjálenska gatan er hálfgerð flatneskja í samanburði, enda aðeins með halla upp á 35 prósent. Hallatitilinn færist því hinum megin á hnöttinn. Íbúar við Ffordd Pen Llech-götu eru að vonum brattir eftir viðurkenninguna, enda þykir þeim lengi hafa hallað á þá. „Ég finn fyrir fullkomnum létti - og gleði. Ég finn einnig til með Nýsjálendingum, en það sem er brattara er brattara,“ segir Gwyn Headley í samtali við breska ríkisútvarpið en hann er einn þeirra sem hefur barist hatrammlega fyrir viðurkenningunni.Horft niður hina bröttu Ffordd Pen Llech-götuGWRHann er eðli máls samkvæmt ánægður enda hefur verið á brattann að sækja í baráttunni. Íbúar götunnar þurftu að leggja út fyrir margvíslegum kostnaði við mælingar, auk þess sem fulltrúar heimsmetabókarinnar settu fram 10 skilyrði sem gatan þurfti að uppfylla til að teljast gjaldgeng. Til að mynda þurftu Walesverjarnir að leggja fram teikningar sem gátu sýnt fram á að gatan hafi verið lögð fyrir árið 1842. Talsmaður nýsjálensku götunnar segist efast um að hann muni nokkurn tímann jafna sig á því að hún hafi verið svipt titlinum. Ekki bæti úr skák að aðeins nokkrir dagar eru síðan enska krikketlandsliðið sigraði það nýsjálenska í úrslitaleik heimsmeistaramótsins - „þannig að ég er ennþá mjög reiður. Þetta er búin að vera glötuð vika, í alvöru talað,“ segir Nýsjálendingurinn Hamish McNeilly sem gerir ráð fyrir að nú muni halla undan fæti í ferðmennsku við Baldwin-götu, nú þegar hún er ekki nema næst brattasta gata heims. Hann hafi þó heyrt að íbúar við götu í San Fransisco ætli sér að hrifsa titilinn af Ffordd Pen Llech við fyrsta tækifæri. Því ættu Walesverjar ekki að fara fram úr sér í fagnaðarlátunum sem blásið verður til um helgina vegna titilsins. Þar fyrir utan sé ótæpileg áfengisdrykkja óráðleg fyrir íbúa við Ffordd Pen Llech, það kunni ekki góðri lukku að stýra að verða rúllandi fullur við jafn bratta götu. Hér að neðan má sjá myndband sem breska ríkisútvarpið tók saman um viðurkenninguna.
Bretland Wales Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku? Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Sjá meira