Vaðlaheiðargöng og gjaldtakan Karl Ingimarsson skrifar 16. júlí 2019 07:00 Frá því að Vaðlaheiðargöng voru opnuð hefur umferðin um Vaðlaheiði aukist um 7,6% m.v. 2018 sem er heldur meira en reiknað var með. 80% allrar umferðar hafa farið um Vaðlaheiðargöng. Fjöldi þeirra sem nýtir göngin er hlutfallslega mestur yfir veturinn eins og sést á meðfylgjandi grafi en í júní fóru allt að 2.700 bílar um göngin á sólarhring. Í upphafi voru tveir verðflokkar og miðað við eigin þyngd ökutækja. Léttur flokkur var fyrir bíla að 3,5 tonnum og þungur flokkur fyrir bíla yfir 3,5 tonnum. Eftir ábendingu frá Samgöngustofu þess efnis að ekki mætti miða við eigin þyngd og að hámarksafsláttur ökutækja yfir 3,5 tonnum væri 13% var verðflokkum fjölgað og búinn til milliflokkur fyrir bíla frá 3,5 tonnum til 7,5 tonna. Í þann flokk falla stórir jeppar, húsbílar, litlar rútur og fleiri ökutæki. Frá upphafi hefur verið frítt fyrir mótorhjól og aftanívagna um Vaðlaheiðargöng. Raftákn verkfræðistofa og Stefna hugbúnaðarhús ásamt stjórnendum Vaðlaheiðarganga hönnuðu gjaldtökukerfið Veggjald.is fyrir Vaðlaheiðargöng. Nokkur erlend kerfi voru skoðuð en að lokum ákveðið að hanna nýtt kerfi þar sem sjálfvirkni var höfð að leiðarljósi. Ekki þarf að stoppa við göngin til að greiða heldur er hægt að ganga frá greiðslu á netinu hvar sem er og hvenær sem er áður en ekið er í gegn. Samskipti við ökutækjaskrá, kortafyrirtæki og banka eru sjálfvirk. Einnig er mögulegt að tengja kerfið við önnur kerfi t.d. hjá bílaleigum. Öll sala og umsjón fer fram á netinu í gegnum heimasíðu og snjallsímaforrit. Veggjald.is er kerfi sem hægt er að nota við innheimtu gjalda fyrir margs konar þjónustu þar sem umráðamaður bíls er greiðandi þjónustunnar. T.d. fyrir afnot af vegum, brúm, göngum, bílastæðum, tjaldstæðum, hleðslustöðvum, þvottaplönum eða hverju sem er þar sem hægt er að lesa bílnúmer. Einnig hentar kerfið vel til að greina umferð. Þannig má t.d. sjá hve margir bílaleigubílar eða þungir bílar fara um göngin og hve hratt er ekið. Þegar viðskiptavinur skráir sig á Veggjald.is, sér að kostnaðarlausu, gefur hann upp netfang og kortanúmer. Í hvert sinn sem hann nýtir þjónustu þar sem hans bílnúmer er lesið er greiðsla tekin af uppgefnu korti og tölvupóstur sendur á uppgefið netfang varðandi þjónustuna sem var keypt. Hægt er að velja við skráningu á Veggjald.is hvort aðgangurinn á að renna út eftir ákveðinn tíma og þá hvenær. Þetta hentar sérstaklega þeim sem eru á bílaleigubílum. Þeir setja þá inn við stofnun aðgangs lokadagsetningu þannig að samningurinn rennur út sama dag og þeir skila bílnum. Ef eitthvað breytist getur samningshafi breytt samningstímanum eins og honum hentar. Vaðlaheiðargöng hafa gert samninga við flestar bílaleigur sem einfaldar innheimtu gjalda af erlendum ferðamönnum. Einnig hefur verið gerður samningur við skrifstofu í London sem sér um að innheimta gjöld af umráðamönnum bíla á erlendum númerum sem ekki greiða í göngin. Sama skrifstofa sér um þessi mál fyrir t.d. Norðmenn og Færeyinga. Sjálfvirkni í innheimtu gjalda og einföld heimasíða þar sem viðskiptavinir afgreiða sig sjálfir heldur rekstrarkostnaði niðri og stuðlar þannig að því að göngin verði greidd upp hraðar en ella. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Samgöngur Vaðlaheiðargöng Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Be Kind - ekki kind Aðalheiður Mjöll Þórarinsdóttir ,Perla Magnúsdóttir Skoðun Viðreisn afhjúpar sig endanlega Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Illa verndaðir Íslendingar Sighvatur Björgvinsson Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer Skoðun PCOS: Er ódýrara að halda heilsu eða meðhöndla veikindi? Elísa Ósk Línadóttir Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun Skoðun Skoðun PCOS: Er ódýrara að halda heilsu eða meðhöndla veikindi? Elísa Ósk Línadóttir skrifar Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar Skoðun Be Kind - ekki kind Aðalheiður Mjöll Þórarinsdóttir ,Perla Magnúsdóttir skrifar Skoðun Illa verndaðir Íslendingar Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Viðreisn afhjúpar sig endanlega Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson skrifar Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Sjá meira
Frá því að Vaðlaheiðargöng voru opnuð hefur umferðin um Vaðlaheiði aukist um 7,6% m.v. 2018 sem er heldur meira en reiknað var með. 80% allrar umferðar hafa farið um Vaðlaheiðargöng. Fjöldi þeirra sem nýtir göngin er hlutfallslega mestur yfir veturinn eins og sést á meðfylgjandi grafi en í júní fóru allt að 2.700 bílar um göngin á sólarhring. Í upphafi voru tveir verðflokkar og miðað við eigin þyngd ökutækja. Léttur flokkur var fyrir bíla að 3,5 tonnum og þungur flokkur fyrir bíla yfir 3,5 tonnum. Eftir ábendingu frá Samgöngustofu þess efnis að ekki mætti miða við eigin þyngd og að hámarksafsláttur ökutækja yfir 3,5 tonnum væri 13% var verðflokkum fjölgað og búinn til milliflokkur fyrir bíla frá 3,5 tonnum til 7,5 tonna. Í þann flokk falla stórir jeppar, húsbílar, litlar rútur og fleiri ökutæki. Frá upphafi hefur verið frítt fyrir mótorhjól og aftanívagna um Vaðlaheiðargöng. Raftákn verkfræðistofa og Stefna hugbúnaðarhús ásamt stjórnendum Vaðlaheiðarganga hönnuðu gjaldtökukerfið Veggjald.is fyrir Vaðlaheiðargöng. Nokkur erlend kerfi voru skoðuð en að lokum ákveðið að hanna nýtt kerfi þar sem sjálfvirkni var höfð að leiðarljósi. Ekki þarf að stoppa við göngin til að greiða heldur er hægt að ganga frá greiðslu á netinu hvar sem er og hvenær sem er áður en ekið er í gegn. Samskipti við ökutækjaskrá, kortafyrirtæki og banka eru sjálfvirk. Einnig er mögulegt að tengja kerfið við önnur kerfi t.d. hjá bílaleigum. Öll sala og umsjón fer fram á netinu í gegnum heimasíðu og snjallsímaforrit. Veggjald.is er kerfi sem hægt er að nota við innheimtu gjalda fyrir margs konar þjónustu þar sem umráðamaður bíls er greiðandi þjónustunnar. T.d. fyrir afnot af vegum, brúm, göngum, bílastæðum, tjaldstæðum, hleðslustöðvum, þvottaplönum eða hverju sem er þar sem hægt er að lesa bílnúmer. Einnig hentar kerfið vel til að greina umferð. Þannig má t.d. sjá hve margir bílaleigubílar eða þungir bílar fara um göngin og hve hratt er ekið. Þegar viðskiptavinur skráir sig á Veggjald.is, sér að kostnaðarlausu, gefur hann upp netfang og kortanúmer. Í hvert sinn sem hann nýtir þjónustu þar sem hans bílnúmer er lesið er greiðsla tekin af uppgefnu korti og tölvupóstur sendur á uppgefið netfang varðandi þjónustuna sem var keypt. Hægt er að velja við skráningu á Veggjald.is hvort aðgangurinn á að renna út eftir ákveðinn tíma og þá hvenær. Þetta hentar sérstaklega þeim sem eru á bílaleigubílum. Þeir setja þá inn við stofnun aðgangs lokadagsetningu þannig að samningurinn rennur út sama dag og þeir skila bílnum. Ef eitthvað breytist getur samningshafi breytt samningstímanum eins og honum hentar. Vaðlaheiðargöng hafa gert samninga við flestar bílaleigur sem einfaldar innheimtu gjalda af erlendum ferðamönnum. Einnig hefur verið gerður samningur við skrifstofu í London sem sér um að innheimta gjöld af umráðamönnum bíla á erlendum númerum sem ekki greiða í göngin. Sama skrifstofa sér um þessi mál fyrir t.d. Norðmenn og Færeyinga. Sjálfvirkni í innheimtu gjalda og einföld heimasíða þar sem viðskiptavinir afgreiða sig sjálfir heldur rekstrarkostnaði niðri og stuðlar þannig að því að göngin verði greidd upp hraðar en ella.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar
Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar
Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun