Filippseyingar á Íslandi óttast afleiðingar ályktunar Íslendinga Kristinn Haukur Guðnason skrifar 16. júlí 2019 06:15 Stjórnvöld á Filippseyjum gangast við því að 6600 hafi verið tekin af lífi í fíkniefnastríðinu á undanförnum þremur árum. Mannréttindasamtök segja töluna þrefalt hærri. Myndin er úr erlendum myndabanka og sýnir aðstandendur einstsaklings sem myrtur var í stríðinu, Getty/Ezra Acayan „Ef þú þekkir engan skaltu ekki fara til Filippseyja, það er ekki óhætt. Ég á þrettán ára frænda sem langar mikið til að fara til Filippseyja en ég sagði honum að gera það ekki fyrr en þessi hætta væri liðin hjá,“ segir Lilja Védís Hólmsdóttir. Hún er frá Filippseyjum en hefur búið á Íslandi í 20 ár. Hún er fulltrúi í Evrópusamtökum Filippseyinga og er ein þeirra sem fagnar ályktun Íslands í Mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna. „Stjórnmál í Filippseyjum eru mjög svæðisbundin og það endurspeglast meðal Filippseyinga á Íslandi,“ segir Lilja.Sjá einnig: Duterte íhugar alvarlega að slíta stjórnmálasambandi við Ísland „Marcos var frá Ilocos, eiginkona hans Imelda frá Leyte, og Duterte frá Davao. Þeir Íslendingar sem koma frá þessum stöðum styðja Duterte nær undantekningarlaust. Filippseyingar halda mikið upp á þá sem gera eitthvað fyrir sitt heimahérað. Eins og um kvikmynda- eða poppstjörnur væri að ræða.“ Donna Cruz segir Duterte njóta mests stuðnings í sveitum landsins.Aðsent Samkvæmt nýjustu tölum Hagstofunnar búa tæplega 1.900 Filippseyingar á Íslandi. Sumir þeirra eru mjög uggandi vegna ályktunarinnar. Margir af þeim sem Fréttablaðið ræddi við vildu hvorki koma fram undir nafni né á mynd af ótta við afleiðingar í ættlandinu. „Þetta er mjög viðkvæmt og maður verður að passa sig. Fólk hefur verið drepið út af þessu. Fólk í Filippseyjum getur alveg tjáð sig en það eru alltaf vandræði sem fylgja þessu,“ segir einn viðmælandi blaðsins. „Ég fer bráðum til Filippseyja og vil ekki vera stoppaður á flugvellinum fyrir það sem ég segi.“ Donna Cruz er einn þekktasti Filippseyingurinn á Íslandi en hún var áður í Áttunni. Donna er nýkomin frá Filippseyjum. „Ég var í Manila og fór svo í sveitina upp í fjöllin,“ segir Donna. „Í borginni finnst fólki hann vera spilltur. Það segir að hann sé að eyðileggja ímynd Filippseyja og eru harðir á móti honum. Svo í sveitinni nýtur hann stuðnings. Þau segja að hann standi sig vel og að það sé honum að þakka að það sé ekki jafn mikill eiturlyfjavandi. Það virðist vera þannig að því minna upplýsingaflæði, þeim mun vinsælli er hann.“ Birtist í Fréttablaðinu Filippseyjar Innflytjendamál Ísland í mannréttindaráði SÞ Mannréttindi Sameinuðu þjóðirnar Utanríkismál Tengdar fréttir Þingmaður segir Íslendinga „drepa“ fleiri með þungunarrofi en fíkniefnastríðið Filippseyskum stjórnvöldum er enn ekki runnin reiðin eftir að mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti tillögu Íslands um að fíkniefnastríðið þar skyldi rannsakað. 15. júlí 2019 07:30 Duterte íhugar alvarlega að slíta stjórnmálasambandi við Ísland Rodrigo Duterte, Filippseyjaforseti, segist nú íhuga það af alvöru að slíta stjórnmálasambandi Filippseyja við Ísland. 16. júlí 2019 06:07 Ýjar að því að Filippseyingar ættu að draga sig úr Mannréttindaráðinu vegna Íslands Teodoro Locsin utanríkisráðherra Filippseyja segir að stjórnvöld þar muni ekki leyfa Mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna að rannsaka stríðið gegn fíkniefnum. 14. júlí 2019 13:00 Mest lesið Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Fleiri fréttir Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Sjá meira
„Ef þú þekkir engan skaltu ekki fara til Filippseyja, það er ekki óhætt. Ég á þrettán ára frænda sem langar mikið til að fara til Filippseyja en ég sagði honum að gera það ekki fyrr en þessi hætta væri liðin hjá,“ segir Lilja Védís Hólmsdóttir. Hún er frá Filippseyjum en hefur búið á Íslandi í 20 ár. Hún er fulltrúi í Evrópusamtökum Filippseyinga og er ein þeirra sem fagnar ályktun Íslands í Mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna. „Stjórnmál í Filippseyjum eru mjög svæðisbundin og það endurspeglast meðal Filippseyinga á Íslandi,“ segir Lilja.Sjá einnig: Duterte íhugar alvarlega að slíta stjórnmálasambandi við Ísland „Marcos var frá Ilocos, eiginkona hans Imelda frá Leyte, og Duterte frá Davao. Þeir Íslendingar sem koma frá þessum stöðum styðja Duterte nær undantekningarlaust. Filippseyingar halda mikið upp á þá sem gera eitthvað fyrir sitt heimahérað. Eins og um kvikmynda- eða poppstjörnur væri að ræða.“ Donna Cruz segir Duterte njóta mests stuðnings í sveitum landsins.Aðsent Samkvæmt nýjustu tölum Hagstofunnar búa tæplega 1.900 Filippseyingar á Íslandi. Sumir þeirra eru mjög uggandi vegna ályktunarinnar. Margir af þeim sem Fréttablaðið ræddi við vildu hvorki koma fram undir nafni né á mynd af ótta við afleiðingar í ættlandinu. „Þetta er mjög viðkvæmt og maður verður að passa sig. Fólk hefur verið drepið út af þessu. Fólk í Filippseyjum getur alveg tjáð sig en það eru alltaf vandræði sem fylgja þessu,“ segir einn viðmælandi blaðsins. „Ég fer bráðum til Filippseyja og vil ekki vera stoppaður á flugvellinum fyrir það sem ég segi.“ Donna Cruz er einn þekktasti Filippseyingurinn á Íslandi en hún var áður í Áttunni. Donna er nýkomin frá Filippseyjum. „Ég var í Manila og fór svo í sveitina upp í fjöllin,“ segir Donna. „Í borginni finnst fólki hann vera spilltur. Það segir að hann sé að eyðileggja ímynd Filippseyja og eru harðir á móti honum. Svo í sveitinni nýtur hann stuðnings. Þau segja að hann standi sig vel og að það sé honum að þakka að það sé ekki jafn mikill eiturlyfjavandi. Það virðist vera þannig að því minna upplýsingaflæði, þeim mun vinsælli er hann.“
Birtist í Fréttablaðinu Filippseyjar Innflytjendamál Ísland í mannréttindaráði SÞ Mannréttindi Sameinuðu þjóðirnar Utanríkismál Tengdar fréttir Þingmaður segir Íslendinga „drepa“ fleiri með þungunarrofi en fíkniefnastríðið Filippseyskum stjórnvöldum er enn ekki runnin reiðin eftir að mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti tillögu Íslands um að fíkniefnastríðið þar skyldi rannsakað. 15. júlí 2019 07:30 Duterte íhugar alvarlega að slíta stjórnmálasambandi við Ísland Rodrigo Duterte, Filippseyjaforseti, segist nú íhuga það af alvöru að slíta stjórnmálasambandi Filippseyja við Ísland. 16. júlí 2019 06:07 Ýjar að því að Filippseyingar ættu að draga sig úr Mannréttindaráðinu vegna Íslands Teodoro Locsin utanríkisráðherra Filippseyja segir að stjórnvöld þar muni ekki leyfa Mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna að rannsaka stríðið gegn fíkniefnum. 14. júlí 2019 13:00 Mest lesið Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Fleiri fréttir Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Sjá meira
Þingmaður segir Íslendinga „drepa“ fleiri með þungunarrofi en fíkniefnastríðið Filippseyskum stjórnvöldum er enn ekki runnin reiðin eftir að mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti tillögu Íslands um að fíkniefnastríðið þar skyldi rannsakað. 15. júlí 2019 07:30
Duterte íhugar alvarlega að slíta stjórnmálasambandi við Ísland Rodrigo Duterte, Filippseyjaforseti, segist nú íhuga það af alvöru að slíta stjórnmálasambandi Filippseyja við Ísland. 16. júlí 2019 06:07
Ýjar að því að Filippseyingar ættu að draga sig úr Mannréttindaráðinu vegna Íslands Teodoro Locsin utanríkisráðherra Filippseyja segir að stjórnvöld þar muni ekki leyfa Mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna að rannsaka stríðið gegn fíkniefnum. 14. júlí 2019 13:00