Filippseyingar á Íslandi óttast afleiðingar ályktunar Íslendinga Kristinn Haukur Guðnason skrifar 16. júlí 2019 06:15 Stjórnvöld á Filippseyjum gangast við því að 6600 hafi verið tekin af lífi í fíkniefnastríðinu á undanförnum þremur árum. Mannréttindasamtök segja töluna þrefalt hærri. Myndin er úr erlendum myndabanka og sýnir aðstandendur einstsaklings sem myrtur var í stríðinu, Getty/Ezra Acayan „Ef þú þekkir engan skaltu ekki fara til Filippseyja, það er ekki óhætt. Ég á þrettán ára frænda sem langar mikið til að fara til Filippseyja en ég sagði honum að gera það ekki fyrr en þessi hætta væri liðin hjá,“ segir Lilja Védís Hólmsdóttir. Hún er frá Filippseyjum en hefur búið á Íslandi í 20 ár. Hún er fulltrúi í Evrópusamtökum Filippseyinga og er ein þeirra sem fagnar ályktun Íslands í Mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna. „Stjórnmál í Filippseyjum eru mjög svæðisbundin og það endurspeglast meðal Filippseyinga á Íslandi,“ segir Lilja.Sjá einnig: Duterte íhugar alvarlega að slíta stjórnmálasambandi við Ísland „Marcos var frá Ilocos, eiginkona hans Imelda frá Leyte, og Duterte frá Davao. Þeir Íslendingar sem koma frá þessum stöðum styðja Duterte nær undantekningarlaust. Filippseyingar halda mikið upp á þá sem gera eitthvað fyrir sitt heimahérað. Eins og um kvikmynda- eða poppstjörnur væri að ræða.“ Donna Cruz segir Duterte njóta mests stuðnings í sveitum landsins.Aðsent Samkvæmt nýjustu tölum Hagstofunnar búa tæplega 1.900 Filippseyingar á Íslandi. Sumir þeirra eru mjög uggandi vegna ályktunarinnar. Margir af þeim sem Fréttablaðið ræddi við vildu hvorki koma fram undir nafni né á mynd af ótta við afleiðingar í ættlandinu. „Þetta er mjög viðkvæmt og maður verður að passa sig. Fólk hefur verið drepið út af þessu. Fólk í Filippseyjum getur alveg tjáð sig en það eru alltaf vandræði sem fylgja þessu,“ segir einn viðmælandi blaðsins. „Ég fer bráðum til Filippseyja og vil ekki vera stoppaður á flugvellinum fyrir það sem ég segi.“ Donna Cruz er einn þekktasti Filippseyingurinn á Íslandi en hún var áður í Áttunni. Donna er nýkomin frá Filippseyjum. „Ég var í Manila og fór svo í sveitina upp í fjöllin,“ segir Donna. „Í borginni finnst fólki hann vera spilltur. Það segir að hann sé að eyðileggja ímynd Filippseyja og eru harðir á móti honum. Svo í sveitinni nýtur hann stuðnings. Þau segja að hann standi sig vel og að það sé honum að þakka að það sé ekki jafn mikill eiturlyfjavandi. Það virðist vera þannig að því minna upplýsingaflæði, þeim mun vinsælli er hann.“ Birtist í Fréttablaðinu Filippseyjar Innflytjendamál Ísland í mannréttindaráði SÞ Mannréttindi Sameinuðu þjóðirnar Utanríkismál Tengdar fréttir Þingmaður segir Íslendinga „drepa“ fleiri með þungunarrofi en fíkniefnastríðið Filippseyskum stjórnvöldum er enn ekki runnin reiðin eftir að mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti tillögu Íslands um að fíkniefnastríðið þar skyldi rannsakað. 15. júlí 2019 07:30 Duterte íhugar alvarlega að slíta stjórnmálasambandi við Ísland Rodrigo Duterte, Filippseyjaforseti, segist nú íhuga það af alvöru að slíta stjórnmálasambandi Filippseyja við Ísland. 16. júlí 2019 06:07 Ýjar að því að Filippseyingar ættu að draga sig úr Mannréttindaráðinu vegna Íslands Teodoro Locsin utanríkisráðherra Filippseyja segir að stjórnvöld þar muni ekki leyfa Mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna að rannsaka stríðið gegn fíkniefnum. 14. júlí 2019 13:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
„Ef þú þekkir engan skaltu ekki fara til Filippseyja, það er ekki óhætt. Ég á þrettán ára frænda sem langar mikið til að fara til Filippseyja en ég sagði honum að gera það ekki fyrr en þessi hætta væri liðin hjá,“ segir Lilja Védís Hólmsdóttir. Hún er frá Filippseyjum en hefur búið á Íslandi í 20 ár. Hún er fulltrúi í Evrópusamtökum Filippseyinga og er ein þeirra sem fagnar ályktun Íslands í Mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna. „Stjórnmál í Filippseyjum eru mjög svæðisbundin og það endurspeglast meðal Filippseyinga á Íslandi,“ segir Lilja.Sjá einnig: Duterte íhugar alvarlega að slíta stjórnmálasambandi við Ísland „Marcos var frá Ilocos, eiginkona hans Imelda frá Leyte, og Duterte frá Davao. Þeir Íslendingar sem koma frá þessum stöðum styðja Duterte nær undantekningarlaust. Filippseyingar halda mikið upp á þá sem gera eitthvað fyrir sitt heimahérað. Eins og um kvikmynda- eða poppstjörnur væri að ræða.“ Donna Cruz segir Duterte njóta mests stuðnings í sveitum landsins.Aðsent Samkvæmt nýjustu tölum Hagstofunnar búa tæplega 1.900 Filippseyingar á Íslandi. Sumir þeirra eru mjög uggandi vegna ályktunarinnar. Margir af þeim sem Fréttablaðið ræddi við vildu hvorki koma fram undir nafni né á mynd af ótta við afleiðingar í ættlandinu. „Þetta er mjög viðkvæmt og maður verður að passa sig. Fólk hefur verið drepið út af þessu. Fólk í Filippseyjum getur alveg tjáð sig en það eru alltaf vandræði sem fylgja þessu,“ segir einn viðmælandi blaðsins. „Ég fer bráðum til Filippseyja og vil ekki vera stoppaður á flugvellinum fyrir það sem ég segi.“ Donna Cruz er einn þekktasti Filippseyingurinn á Íslandi en hún var áður í Áttunni. Donna er nýkomin frá Filippseyjum. „Ég var í Manila og fór svo í sveitina upp í fjöllin,“ segir Donna. „Í borginni finnst fólki hann vera spilltur. Það segir að hann sé að eyðileggja ímynd Filippseyja og eru harðir á móti honum. Svo í sveitinni nýtur hann stuðnings. Þau segja að hann standi sig vel og að það sé honum að þakka að það sé ekki jafn mikill eiturlyfjavandi. Það virðist vera þannig að því minna upplýsingaflæði, þeim mun vinsælli er hann.“
Birtist í Fréttablaðinu Filippseyjar Innflytjendamál Ísland í mannréttindaráði SÞ Mannréttindi Sameinuðu þjóðirnar Utanríkismál Tengdar fréttir Þingmaður segir Íslendinga „drepa“ fleiri með þungunarrofi en fíkniefnastríðið Filippseyskum stjórnvöldum er enn ekki runnin reiðin eftir að mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti tillögu Íslands um að fíkniefnastríðið þar skyldi rannsakað. 15. júlí 2019 07:30 Duterte íhugar alvarlega að slíta stjórnmálasambandi við Ísland Rodrigo Duterte, Filippseyjaforseti, segist nú íhuga það af alvöru að slíta stjórnmálasambandi Filippseyja við Ísland. 16. júlí 2019 06:07 Ýjar að því að Filippseyingar ættu að draga sig úr Mannréttindaráðinu vegna Íslands Teodoro Locsin utanríkisráðherra Filippseyja segir að stjórnvöld þar muni ekki leyfa Mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna að rannsaka stríðið gegn fíkniefnum. 14. júlí 2019 13:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Þingmaður segir Íslendinga „drepa“ fleiri með þungunarrofi en fíkniefnastríðið Filippseyskum stjórnvöldum er enn ekki runnin reiðin eftir að mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti tillögu Íslands um að fíkniefnastríðið þar skyldi rannsakað. 15. júlí 2019 07:30
Duterte íhugar alvarlega að slíta stjórnmálasambandi við Ísland Rodrigo Duterte, Filippseyjaforseti, segist nú íhuga það af alvöru að slíta stjórnmálasambandi Filippseyja við Ísland. 16. júlí 2019 06:07
Ýjar að því að Filippseyingar ættu að draga sig úr Mannréttindaráðinu vegna Íslands Teodoro Locsin utanríkisráðherra Filippseyja segir að stjórnvöld þar muni ekki leyfa Mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna að rannsaka stríðið gegn fíkniefnum. 14. júlí 2019 13:00