YouTube-stjarna lést í slysi á rafmagnshlaupahjóli Kristín Ólafsdóttir skrifar 14. júlí 2019 08:19 Emily Hartridge var 35 ára þegar hún lést. Getty/Jeff Spicer Breska YouTube-stjarnan Emily Hartridge lést í umferðarslysi á föstudag í Lundúnum. Hartridge var á rafmagnshlaupahjóli sem lenti í árekstri við sendiferðabíl en fjölmiðlar ytra segja um að ræða fyrsta banaslys sinnar tegundar í Bretlandi. Hartridge var 35 ára og naut töluverðra vinsælda á samfélagsmiðlum. Hún státaði til að mynda af um 50 þúsund fylgjendum á Instagram og nær 350 þúsund áskrifendum á YouTube, þar sem hún birti reglulega myndbönd um líf sitt og kærasta síns. Greint er frá andláti Hartridge á Instagram-reikningi hennar en hún hugðist stýra viðburði um geðheilbrigði kvenna í Lundúnum síðdegis í gær. Í færslunni, sem fjölskylda Hartridge birti, segir að hún hafi lent í slysi og í kjölfarið verið úrskurðuð látin. „Þetta eru hryllilegar fréttir til að færa á Instagram en við vitum að mörg ykkar áttu von á því að sjá Emily í dag og þetta er eina leiðin til að hafa samband við ykkur öll í einu. […] Við elskuðum hana öll í tætlur og munum aldrei gleyma henni.“ Skjáskot af færslunni má sjá hér að neðan.Þá minnist YouTube Hartridge einnig með söknuði í færslu á Twitter sem birt var í gær.We're deeply saddened to learn about the tragic loss of a truly talented British creator, Emily Hartridge. Our thoughts and condolences go out to all of her loved ones and fans.— YouTube Creators (@YTCreators) July 13, 2019 Í frétt Sky-fréttastofunnar segir að lögregla í Lundúnum hafi ekki getað staðfest að Hartridge hafi látist í slysinu á föstudag, sem varð í grennd við heimili hennar í Battersea. Aðeins hefur fengist staðfest að hin látna, sem var á fertugsaldri, hafi verið úrskurðuð látin á vettvangi. Þá sé talið að um sé að ræða fyrsta banaslysið í Bretlandi þar sem rafmagnshlaupahjól á hlut að máli.Í fyrstu útgáfu þessarar fréttar var því haldið fram að Hartridge hefði stýrt rafmagnsvespu. Um rafmagnshlaupahjól var hins vegar að ræða. Þetta hefur verið leiðrétt. Andlát Bretland England Samfélagsmiðlar Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Sjá meira
Breska YouTube-stjarnan Emily Hartridge lést í umferðarslysi á föstudag í Lundúnum. Hartridge var á rafmagnshlaupahjóli sem lenti í árekstri við sendiferðabíl en fjölmiðlar ytra segja um að ræða fyrsta banaslys sinnar tegundar í Bretlandi. Hartridge var 35 ára og naut töluverðra vinsælda á samfélagsmiðlum. Hún státaði til að mynda af um 50 þúsund fylgjendum á Instagram og nær 350 þúsund áskrifendum á YouTube, þar sem hún birti reglulega myndbönd um líf sitt og kærasta síns. Greint er frá andláti Hartridge á Instagram-reikningi hennar en hún hugðist stýra viðburði um geðheilbrigði kvenna í Lundúnum síðdegis í gær. Í færslunni, sem fjölskylda Hartridge birti, segir að hún hafi lent í slysi og í kjölfarið verið úrskurðuð látin. „Þetta eru hryllilegar fréttir til að færa á Instagram en við vitum að mörg ykkar áttu von á því að sjá Emily í dag og þetta er eina leiðin til að hafa samband við ykkur öll í einu. […] Við elskuðum hana öll í tætlur og munum aldrei gleyma henni.“ Skjáskot af færslunni má sjá hér að neðan.Þá minnist YouTube Hartridge einnig með söknuði í færslu á Twitter sem birt var í gær.We're deeply saddened to learn about the tragic loss of a truly talented British creator, Emily Hartridge. Our thoughts and condolences go out to all of her loved ones and fans.— YouTube Creators (@YTCreators) July 13, 2019 Í frétt Sky-fréttastofunnar segir að lögregla í Lundúnum hafi ekki getað staðfest að Hartridge hafi látist í slysinu á föstudag, sem varð í grennd við heimili hennar í Battersea. Aðeins hefur fengist staðfest að hin látna, sem var á fertugsaldri, hafi verið úrskurðuð látin á vettvangi. Þá sé talið að um sé að ræða fyrsta banaslysið í Bretlandi þar sem rafmagnshlaupahjól á hlut að máli.Í fyrstu útgáfu þessarar fréttar var því haldið fram að Hartridge hefði stýrt rafmagnsvespu. Um rafmagnshlaupahjól var hins vegar að ræða. Þetta hefur verið leiðrétt.
Andlát Bretland England Samfélagsmiðlar Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Sjá meira