Hjónin sem leitað var að á Kjalvegi fundin heil á húfi Jóhann K. Jóhannsson skrifar 14. júlí 2019 01:17 Leitaraðgerðum var stýrt úr Björgunarmiðstöðinni á Selfossi. Vísir/Jóhann K. Hjónin sem björgunarsveitir í Árnessýslu hafa leitað að í kvöld eru fundin heil á húfi í grennd við Beinhóla á Kjalvegi, þetta staðfestir Frímann Birgir Baldursson, varðstjóri hjá lögreglunni á Selfossi. Þó nokkur viðbúnaður var hjá björgunarsveitum þar sem fólkið var talið illa búið til lengri dvalar á hálendinu. Tilkynning barst á tíunda tímanum í kvöld að hjónin, sem koma frá Belgíu, hefðu ekki skilað sér úr göngu frá Gíslaskála um miðjan dag en þau höfðu verið þar á ferð ásamt tveimur sonum sínum. Þau eru á fimmtugsaldri. Þegar ekkert hafði heyrst frá fólkinu um klukkan fimm fóru samferðamenn þeirra að hafa áhyggjur og óskuðu aðstoðar. Leitaraðgerðum var stýrt úr Björgunarmiðstöðinni á Selfossi og sagði Frímann Birgir fyrr í kvöld, að svæðið sem leitað var á, hafi verið erfitt yfirferðar en að farið væri um ákveðnar hestagötur á fjórhjólum og voru vísbendingar um hvar fólkið væri en það var í símasambandi við Neyðarlínuna mestan allan tímann. Þá var veður ekki með besta móti. Lágskýjað, hiti undir tíu stigum og væta. Björgunarsveitir notuðust við hljóð- og ljósmerki, það er bláu ljósin á björgunartækjum, til þess að fólkið ætti auðveldara með sjá farartækin á ferð. Það bar árangur og fundust þau skömmu fyrir klukkan eitt. Frímann Birgir sagði í samtali við fréttastofu að hjónin hafi verið orðin nokkuð skelkuð en að öðru leiti vel á sig komin. Hann sagði að björgunarsveitir myndu aðstoða þau við að komast aftur í Gíslaskála, þar sem þau gista. Björgunarsveitir Bláskógabyggð Lögreglumál Tengdar fréttir Leita týndra hjóna á Kjalvegi Á tíunda tímanum í kvöld voru allar björgunarsveitir í Árnessýslu kallaðar út vegna tveggja týndra ferðamanna á Kjalvegi. 13. júlí 2019 22:41 Hjónin sem leitað er að ekki talin vel búin Frímann Birgir Baldursson, varðstjóri hjá Lögreglunni á Selfossi, segir á fimmta tug björgunarsveitarmanna leita hjónanna á Kjalvegi. 13. júlí 2019 23:55 Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Hjónin sem björgunarsveitir í Árnessýslu hafa leitað að í kvöld eru fundin heil á húfi í grennd við Beinhóla á Kjalvegi, þetta staðfestir Frímann Birgir Baldursson, varðstjóri hjá lögreglunni á Selfossi. Þó nokkur viðbúnaður var hjá björgunarsveitum þar sem fólkið var talið illa búið til lengri dvalar á hálendinu. Tilkynning barst á tíunda tímanum í kvöld að hjónin, sem koma frá Belgíu, hefðu ekki skilað sér úr göngu frá Gíslaskála um miðjan dag en þau höfðu verið þar á ferð ásamt tveimur sonum sínum. Þau eru á fimmtugsaldri. Þegar ekkert hafði heyrst frá fólkinu um klukkan fimm fóru samferðamenn þeirra að hafa áhyggjur og óskuðu aðstoðar. Leitaraðgerðum var stýrt úr Björgunarmiðstöðinni á Selfossi og sagði Frímann Birgir fyrr í kvöld, að svæðið sem leitað var á, hafi verið erfitt yfirferðar en að farið væri um ákveðnar hestagötur á fjórhjólum og voru vísbendingar um hvar fólkið væri en það var í símasambandi við Neyðarlínuna mestan allan tímann. Þá var veður ekki með besta móti. Lágskýjað, hiti undir tíu stigum og væta. Björgunarsveitir notuðust við hljóð- og ljósmerki, það er bláu ljósin á björgunartækjum, til þess að fólkið ætti auðveldara með sjá farartækin á ferð. Það bar árangur og fundust þau skömmu fyrir klukkan eitt. Frímann Birgir sagði í samtali við fréttastofu að hjónin hafi verið orðin nokkuð skelkuð en að öðru leiti vel á sig komin. Hann sagði að björgunarsveitir myndu aðstoða þau við að komast aftur í Gíslaskála, þar sem þau gista.
Björgunarsveitir Bláskógabyggð Lögreglumál Tengdar fréttir Leita týndra hjóna á Kjalvegi Á tíunda tímanum í kvöld voru allar björgunarsveitir í Árnessýslu kallaðar út vegna tveggja týndra ferðamanna á Kjalvegi. 13. júlí 2019 22:41 Hjónin sem leitað er að ekki talin vel búin Frímann Birgir Baldursson, varðstjóri hjá Lögreglunni á Selfossi, segir á fimmta tug björgunarsveitarmanna leita hjónanna á Kjalvegi. 13. júlí 2019 23:55 Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Leita týndra hjóna á Kjalvegi Á tíunda tímanum í kvöld voru allar björgunarsveitir í Árnessýslu kallaðar út vegna tveggja týndra ferðamanna á Kjalvegi. 13. júlí 2019 22:41
Hjónin sem leitað er að ekki talin vel búin Frímann Birgir Baldursson, varðstjóri hjá Lögreglunni á Selfossi, segir á fimmta tug björgunarsveitarmanna leita hjónanna á Kjalvegi. 13. júlí 2019 23:55