Anna Berglind Pálmadóttir kom fyrst kvenna í mark í Laugavegshlaupinu 2019 nú um klukkan hálf þrjú á tímanum 5:24:00. Anna Berglind var talin mjög sigurstrangleg fyrir hlaupið en hún var í 2. sæti í hlaupinu í fyrra og var fyrst íslenskra kvenna í mark á HM í utanvegahlaupum í síðasta mánuði.
Fyrstur í mark í karlaflokki, og sigurvegari hlaupsins í ár, var Þorbergur Ingi Jónsson á tímanum 04:32:15. Í öðru sæti var Örvar Steingrímsson á tímanum 04:44:39 og í því þriðja var Birgir Már Vigfússon á tímanum 04:55:54.
Laugavegshlaupið er 55 kílómetrar en um 520 manns hlupu af stað við rásmarkið í Landmannalaugum í morgun. Hér er hægt að fylgjast með úrslitum í hlaupinu í rauntíma.