Fjögurra daga leið hlaupin á nokkrum klukkustundum Kristín Ólafsdóttir skrifar 13. júlí 2019 09:59 Frá Laugavegshlaupi fyrri ára. Mynd/Ólafur Þórisson og Frank Tschöpe Laugavegshlaupið var ræst frá Landmannalaugum klukkan níu í morgun. Hlauparar lögðu af stað úr Laugardalnum við dagrenningu klukkan hálf fimm og eiga því langt ferðalag að baki – en töluvert erfiðara ferðalag fyrir höndum. Von er á fyrstu hlaupurum í mark í Þórsmörk milli klukkan eitt og tvö í dag. Venjan er að ganga þessa vinsælu 55 kílómetra gönguleið um íslensk öræfi á fjórum dögum en methlaupatími er 3 klukkustundir og 59 mínútur í karlaflokki og 5 klukkustundir í kvennaflokki. Tímamörk eru í hlaupinu og þurfa hlauparar að yfirgefa drykkjarstöð við Álftavatn (22 km) á innan við fjórum klukkustundum og drykkjarstöð við Emstruskála (34 km) á innan við sex klukkustundum og þrjátíu mínútum. „Það er því aðeins fyrir vel æfða hlaupara að taka þátt í þessari miklu þolraun,“ segir í tilkynningu frá skipuleggjendum hlaupsins. Hlauparar halda af stað við Landmannalaugar í morgun.Mynd/Laugavegur Ultra Marathon Skráðir hlauparar eru 551 talsins, 63% Íslendingar og 37% erlendir gestir af 29 mismunandi þjóðernum. 69% þeirra sem taka þátt í Laugavegshlaupinu í dag hafa aldrei hlaupið það áður. 31% hlaupara hafa tekið þátt í hlaupinu áður og sumir hverjir margoft. Höskuldur Kristvinsson er reynslumestur hlauparanna en hann er að taka þátt í nítjánda sinn. Þá er Ívar Auðunn Adolfsson að taka þátt í fjórtánda sinn og þau Sigurður Hrafn Kiernan og Björk Steindórsdóttir í tólfta sinn. Aldur þátttakenda er frá 19 ára til 72 ára en fjölmennasti aldurshópurinn eru hlauparar á aldrinum 40 til 49 ára. Þorbergur, Hyechang, Anna Berglind og Natasha öll sigurstrangleg Þá búast skipuleggjendur við spennandi keppni um sigurinn í bæði karla- og kvennaflokki. „Í karlaflokki er sigurvegarinn frá því í fyrra og brautarmethafinn, Þorbergur Ingi Jónsson, sigurstranglegur. Kóreubúinn Hyechang Rhim gæti veitt honum harða keppni en hann sigraði í 50 km hlaupi í San Francisco fyrir um tveimur mánuðum síðan og hefur einnig verið framarlega í öðrum hlaupum undanfarin ár. Þá stefnir Bandaríkjamaðurinn Christopher Green, sem er nokkuð óskrifað blað, á að hlaupa á 4:15 eins og Þorbergur og verður spennandi að sjá hvort það takist hjá honum,“ segir í tilkynningu. „Í kvennaflokki er Anna Berglind Pálmadóttir talin mjög sigurstrangleg en hún var í 2.sæti í fyrra og var fyrst íslenskra kvenna í mark á HM í utanvegahlaupum í síðasta mánuði. Aðrar sem eru líklegar til að vera í toppbaráttunni eru Natasha Lunt frá Canada sem var 4. í 50 km hlaupi á síðasta ári, Ingelin Clausen frá Noregi sem var í 7. sæti í 70 km hlaupi í Bretlandi í janúar og Elísabet Margeirsdóttir sem er að taka þátt í 10. sinn og sigraði árið 2014.“ Stefnt er að því að vera með lifandi úrslit á vef hlaupsins á meðan það stendur yfir en vegna óstöðugs GSM-sambands á svæðinu er ekki hægt að lofa því. Úrslitasíðuna er hægt að nálgast hér. Hlaup Rangárþing ytra Laugavegshlaupið Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
Laugavegshlaupið var ræst frá Landmannalaugum klukkan níu í morgun. Hlauparar lögðu af stað úr Laugardalnum við dagrenningu klukkan hálf fimm og eiga því langt ferðalag að baki – en töluvert erfiðara ferðalag fyrir höndum. Von er á fyrstu hlaupurum í mark í Þórsmörk milli klukkan eitt og tvö í dag. Venjan er að ganga þessa vinsælu 55 kílómetra gönguleið um íslensk öræfi á fjórum dögum en methlaupatími er 3 klukkustundir og 59 mínútur í karlaflokki og 5 klukkustundir í kvennaflokki. Tímamörk eru í hlaupinu og þurfa hlauparar að yfirgefa drykkjarstöð við Álftavatn (22 km) á innan við fjórum klukkustundum og drykkjarstöð við Emstruskála (34 km) á innan við sex klukkustundum og þrjátíu mínútum. „Það er því aðeins fyrir vel æfða hlaupara að taka þátt í þessari miklu þolraun,“ segir í tilkynningu frá skipuleggjendum hlaupsins. Hlauparar halda af stað við Landmannalaugar í morgun.Mynd/Laugavegur Ultra Marathon Skráðir hlauparar eru 551 talsins, 63% Íslendingar og 37% erlendir gestir af 29 mismunandi þjóðernum. 69% þeirra sem taka þátt í Laugavegshlaupinu í dag hafa aldrei hlaupið það áður. 31% hlaupara hafa tekið þátt í hlaupinu áður og sumir hverjir margoft. Höskuldur Kristvinsson er reynslumestur hlauparanna en hann er að taka þátt í nítjánda sinn. Þá er Ívar Auðunn Adolfsson að taka þátt í fjórtánda sinn og þau Sigurður Hrafn Kiernan og Björk Steindórsdóttir í tólfta sinn. Aldur þátttakenda er frá 19 ára til 72 ára en fjölmennasti aldurshópurinn eru hlauparar á aldrinum 40 til 49 ára. Þorbergur, Hyechang, Anna Berglind og Natasha öll sigurstrangleg Þá búast skipuleggjendur við spennandi keppni um sigurinn í bæði karla- og kvennaflokki. „Í karlaflokki er sigurvegarinn frá því í fyrra og brautarmethafinn, Þorbergur Ingi Jónsson, sigurstranglegur. Kóreubúinn Hyechang Rhim gæti veitt honum harða keppni en hann sigraði í 50 km hlaupi í San Francisco fyrir um tveimur mánuðum síðan og hefur einnig verið framarlega í öðrum hlaupum undanfarin ár. Þá stefnir Bandaríkjamaðurinn Christopher Green, sem er nokkuð óskrifað blað, á að hlaupa á 4:15 eins og Þorbergur og verður spennandi að sjá hvort það takist hjá honum,“ segir í tilkynningu. „Í kvennaflokki er Anna Berglind Pálmadóttir talin mjög sigurstrangleg en hún var í 2.sæti í fyrra og var fyrst íslenskra kvenna í mark á HM í utanvegahlaupum í síðasta mánuði. Aðrar sem eru líklegar til að vera í toppbaráttunni eru Natasha Lunt frá Canada sem var 4. í 50 km hlaupi á síðasta ári, Ingelin Clausen frá Noregi sem var í 7. sæti í 70 km hlaupi í Bretlandi í janúar og Elísabet Margeirsdóttir sem er að taka þátt í 10. sinn og sigraði árið 2014.“ Stefnt er að því að vera með lifandi úrslit á vef hlaupsins á meðan það stendur yfir en vegna óstöðugs GSM-sambands á svæðinu er ekki hægt að lofa því. Úrslitasíðuna er hægt að nálgast hér.
Hlaup Rangárþing ytra Laugavegshlaupið Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira