Innlent

Hús­ráðandi á Eggerts­götu sofnaði með logandi sígarettu í hönd

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Frá vettvangi á miðvikudag.
Frá vettvangi á miðvikudag. fréttablaðið/Sigtryggur Ari
Rannsókn lögreglu hefur leitt í ljós að eldurinn sem kom upp í íbúð á Eggertsgötu á miðvikudaginn kviknaði út frá logandi sígarettu.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu en þar segir að húsráðandi hafi sofnað með sígarettu í hönd sem leiddi til þess að það kviknaði í sængurfötum. Eldurinn barst fljótt út um íbúðina en húsráðandi vaknaði sem betur fer og komst út úr íbúðinni í tæka tíð.

„Rannsókn lögreglu er þar með lokið og niðurstaðan óhappatilvik,“ segir í tilkynningu lögreglu.

Komið hefur fram í fréttum að konan sem var í íbúðinni er ekki leigutaki hennar en íbúðir á Eggertsgötu eru stúdentaíbúðir og einungis ætlaðar nemendum Háskóla Íslands.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×