NFL stjarna hoppaði yfir illvíg naut í Pamplona Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. júlí 2019 23:30 Josh Norman er mikil týpa. Getty/Will Newton Josh Norman er stórstjarna í ameríska fótboltanum enda hefur hann verið í hópi bestu varnarmanna deildarinnar síðustu ár. Josh Norman spilar með liði Washington Redskins eftir að hafa gert fimm ára samning árið 2016 sem skilaði honum 75 milljón dollara eða 9,4 milljarða íslenskra króna. Forráðamenn Washington Redskins eru því að borga honum marga milljarða fyrir næstu ár og mega ekki við því að hann meiðist. NFL-tímabilið hefst í september og það styttist nú í það að leikmenn þurfi að mæta aftur til æfinga. Þess vegna vakti hegðun Josh Norman í nautaati í Pamplona á Spáni talsverða athygli í bandarískum fjölmiðlum. ESPN birti þetta myndband hér fyrir neðan.Redskins CB Josh Norman is out here JUMPING OVER bulls in Pamplona pic.twitter.com/QzZhg02Any — ESPN (@espn) July 11, 2019Josh Norman spilar sem bakvörður (cornerback) í vörn Washington Redskins en hans verkefni er vanalega að dekka besta útherjann í liði mótherjanna. Hann þarf þá að vera eins og skuggi útherjans sem hann valdar og þarf því að búa yfir miklum hraða og sprengikrafti. Norman sýndi þennan hraða og sprengikraft í nautaatinu í Pamplona með því að leika sér að stökkva yfir illvíg naut eins og sjá má í myndbandinu hér fyrir ofan. Josh Norman er ekki aðeins í hættu á að meiða sig illa við þessa iðju sína en heldur er hann hreinlega í lífshættu enda ekkert grín að fá hornin í sig. NFL Spánn Mest lesið Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni Körfubolti Afturelding mætir Val í undanúrslitum Handbolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeild Evrópu og úrslitakeppni kvenna í körfu Sport Elísabet stýrði Belgíu til sigurs á Englandi Fótbolti Skytturnar skutu Evrópumeistarana í kaf Fótbolti „Meiri barátta í okkur í dag heldur en í hinum leikjunum“ Körfubolti Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Enski boltinn „Erum á uppleið og ætlum að halda áfram“ Körfubolti Myndaveisla: Þrenna Karólínu Leu tryggði Íslandi stig Fótbolti Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju Enski boltinn Fleiri fréttir Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju Myndaveisla: Þrenna Karólínu Leu tryggði Íslandi stig Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeild Evrópu og úrslitakeppni kvenna í körfu Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni „Meiri barátta í okkur í dag heldur en í hinum leikjunum“ Afturelding mætir Val í undanúrslitum „Erum á uppleið og ætlum að halda áfram“ Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Elísabet stýrði Belgíu til sigurs á Englandi Óðinn Þór byrjaði úrslitakeppnina með stæl „Þarf alltaf að hugsa um það versta sem getur gerst“ „Ég hefði tekið þrjú stig í staðinn“ Sjáðu þrennu Karólínu Leu Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Uppgjörið: Haukar - Grindavík 76-73 | Deildarmeistararnir fengu líflínu Skytturnar skutu Evrópumeistarana í kaf Frattesi hetja Inter í Bæjaralandi Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 88-58 | Mættu með sópinn Aron Elís með slitið krossband Flórída háskólameistari í fyrsta sinn í átján ár „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Ein breyting á byrjunarliðinu Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Stórir draumar í Laugardalnum: „Allir vilja að Þróttur fari sem hæst“ Sjáðu hitt rauða spjaldið sem Gylfi hefur fengið á ferlinum „Erum að gera þetta fyrir samfélagið“ „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Settu met sem enginn vill eiga Sjá meira
Josh Norman er stórstjarna í ameríska fótboltanum enda hefur hann verið í hópi bestu varnarmanna deildarinnar síðustu ár. Josh Norman spilar með liði Washington Redskins eftir að hafa gert fimm ára samning árið 2016 sem skilaði honum 75 milljón dollara eða 9,4 milljarða íslenskra króna. Forráðamenn Washington Redskins eru því að borga honum marga milljarða fyrir næstu ár og mega ekki við því að hann meiðist. NFL-tímabilið hefst í september og það styttist nú í það að leikmenn þurfi að mæta aftur til æfinga. Þess vegna vakti hegðun Josh Norman í nautaati í Pamplona á Spáni talsverða athygli í bandarískum fjölmiðlum. ESPN birti þetta myndband hér fyrir neðan.Redskins CB Josh Norman is out here JUMPING OVER bulls in Pamplona pic.twitter.com/QzZhg02Any — ESPN (@espn) July 11, 2019Josh Norman spilar sem bakvörður (cornerback) í vörn Washington Redskins en hans verkefni er vanalega að dekka besta útherjann í liði mótherjanna. Hann þarf þá að vera eins og skuggi útherjans sem hann valdar og þarf því að búa yfir miklum hraða og sprengikrafti. Norman sýndi þennan hraða og sprengikraft í nautaatinu í Pamplona með því að leika sér að stökkva yfir illvíg naut eins og sjá má í myndbandinu hér fyrir ofan. Josh Norman er ekki aðeins í hættu á að meiða sig illa við þessa iðju sína en heldur er hann hreinlega í lífshættu enda ekkert grín að fá hornin í sig.
NFL Spánn Mest lesið Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni Körfubolti Afturelding mætir Val í undanúrslitum Handbolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeild Evrópu og úrslitakeppni kvenna í körfu Sport Elísabet stýrði Belgíu til sigurs á Englandi Fótbolti Skytturnar skutu Evrópumeistarana í kaf Fótbolti „Meiri barátta í okkur í dag heldur en í hinum leikjunum“ Körfubolti Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Enski boltinn „Erum á uppleið og ætlum að halda áfram“ Körfubolti Myndaveisla: Þrenna Karólínu Leu tryggði Íslandi stig Fótbolti Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju Enski boltinn Fleiri fréttir Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju Myndaveisla: Þrenna Karólínu Leu tryggði Íslandi stig Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeild Evrópu og úrslitakeppni kvenna í körfu Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni „Meiri barátta í okkur í dag heldur en í hinum leikjunum“ Afturelding mætir Val í undanúrslitum „Erum á uppleið og ætlum að halda áfram“ Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Elísabet stýrði Belgíu til sigurs á Englandi Óðinn Þór byrjaði úrslitakeppnina með stæl „Þarf alltaf að hugsa um það versta sem getur gerst“ „Ég hefði tekið þrjú stig í staðinn“ Sjáðu þrennu Karólínu Leu Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Uppgjörið: Haukar - Grindavík 76-73 | Deildarmeistararnir fengu líflínu Skytturnar skutu Evrópumeistarana í kaf Frattesi hetja Inter í Bæjaralandi Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 88-58 | Mættu með sópinn Aron Elís með slitið krossband Flórída háskólameistari í fyrsta sinn í átján ár „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Ein breyting á byrjunarliðinu Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Stórir draumar í Laugardalnum: „Allir vilja að Þróttur fari sem hæst“ Sjáðu hitt rauða spjaldið sem Gylfi hefur fengið á ferlinum „Erum að gera þetta fyrir samfélagið“ „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Settu met sem enginn vill eiga Sjá meira