Indverji kominn upp fyrir Lionel Messi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. júlí 2019 14:00 Lionel Messi og Sunil Chhetri. Vísir/Samsett/Getty Lionel Messi er ekki lengur næsti maður á eftir Cristiano Ronaldo á listanum yfir markahæstu landsliðsmenn heims sem eru enn að spila með landsliðum sínum. Cristiano Ronaldo er með örugga forystu á listanum enda hefur hann skorað tuttugu fleiri landsliðsmörk en Messi. Messi náði aðeins að skora eitt mark á Copa America og fór heim í reiðikasti út í dómara keppninnar eftir að argentínska landsliðið datt út í undanúrslitum á móti Brasilíu. Messi er nú kominn með 68 mörk fyrir argentínska landsliðið en Ronaldo er með 88 mörk. Indverjinn Sunil Chhetri nýtti tækifærið og tók annað sætið af Lionel Messi. Þeir voru jafnir í öðru sæti en Chhetri breytti því um helgina. Sunil Chhetri skoraði þá tvö mörk fyrir Indland á móti Tadsíkistan í opnunarleik Intercontinental Cup 2019. Fyrra markið skoraði Chhetri úr „Panenka“ vítspyrnu en hann bætti síðan öðrum marki við fyrir hálfleik. Indverska landsliðið komst í 2-0 en tapaði leiknum 4-2 eftir hrun í seinni hálfleik. Chhetri er 34 ára gamall og á einnig leikjametið hjá Indlandi. Leikurinn á móti Tadsíkistan var hans 109. landsleikur. Sunil Chhetri hefur spilað með Bengaluru í heimalandinu frá 2013 en var reyndar lánaður til Mumbai City árið 2015. Chhetri hefur reynt fyrir sér í Bandaríkjunum og Portúgal en með litlum árangri og hann var fljótur að koma sér aftur heim til Indlands. Sunil Chhetri hefur skorað landsliðsmark á hverju ári frá og með árinu 2007 en fyrsta landsliðsmark hans leit dagsins ljós árið 2005. Hann skoraði mest 13 mörk í 17 leikjum árið 2011. Sunil Chhetri er með 5 mörk í 5 landsleikjum á þessu ári og fær nú tækifæri til að bæta við fleiri mörkum á Intercontinental Cup. Næsti leikur liðsins er á móti Norður-Kóreu 13. júlí næstkomandi en síðasti leikurinn í riðlinum er síðan við Sýrland. Fótbolti Indland Mest lesið Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Íslenski boltinn Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Íslenski boltinn Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Sport ÓL í hættu: Hólmfríður Dóra brotnaði á æfingu Sport Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Fótbolti Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Fótbolti Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Enski boltinn Fleiri fréttir Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Þjálfari meistaranna á hálum ís Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Saka FIFA um okurverð á miðum á HM næsta sumar „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Freyr pirraður eftir rautt spjald á erfiðu kvöldi „Ekki fallegt en mjög sætt engu að síður“ „Að hitta var bara númer eitt, tvö og þrjú“ Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Elías á toppnum en Hákon tapaði í Sviss Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Táningur brenndi sögufræga stúku Sjá meira
Lionel Messi er ekki lengur næsti maður á eftir Cristiano Ronaldo á listanum yfir markahæstu landsliðsmenn heims sem eru enn að spila með landsliðum sínum. Cristiano Ronaldo er með örugga forystu á listanum enda hefur hann skorað tuttugu fleiri landsliðsmörk en Messi. Messi náði aðeins að skora eitt mark á Copa America og fór heim í reiðikasti út í dómara keppninnar eftir að argentínska landsliðið datt út í undanúrslitum á móti Brasilíu. Messi er nú kominn með 68 mörk fyrir argentínska landsliðið en Ronaldo er með 88 mörk. Indverjinn Sunil Chhetri nýtti tækifærið og tók annað sætið af Lionel Messi. Þeir voru jafnir í öðru sæti en Chhetri breytti því um helgina. Sunil Chhetri skoraði þá tvö mörk fyrir Indland á móti Tadsíkistan í opnunarleik Intercontinental Cup 2019. Fyrra markið skoraði Chhetri úr „Panenka“ vítspyrnu en hann bætti síðan öðrum marki við fyrir hálfleik. Indverska landsliðið komst í 2-0 en tapaði leiknum 4-2 eftir hrun í seinni hálfleik. Chhetri er 34 ára gamall og á einnig leikjametið hjá Indlandi. Leikurinn á móti Tadsíkistan var hans 109. landsleikur. Sunil Chhetri hefur spilað með Bengaluru í heimalandinu frá 2013 en var reyndar lánaður til Mumbai City árið 2015. Chhetri hefur reynt fyrir sér í Bandaríkjunum og Portúgal en með litlum árangri og hann var fljótur að koma sér aftur heim til Indlands. Sunil Chhetri hefur skorað landsliðsmark á hverju ári frá og með árinu 2007 en fyrsta landsliðsmark hans leit dagsins ljós árið 2005. Hann skoraði mest 13 mörk í 17 leikjum árið 2011. Sunil Chhetri er með 5 mörk í 5 landsleikjum á þessu ári og fær nú tækifæri til að bæta við fleiri mörkum á Intercontinental Cup. Næsti leikur liðsins er á móti Norður-Kóreu 13. júlí næstkomandi en síðasti leikurinn í riðlinum er síðan við Sýrland.
Fótbolti Indland Mest lesið Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Íslenski boltinn Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Íslenski boltinn Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Sport ÓL í hættu: Hólmfríður Dóra brotnaði á æfingu Sport Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Fótbolti Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Fótbolti Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Enski boltinn Fleiri fréttir Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Þjálfari meistaranna á hálum ís Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Saka FIFA um okurverð á miðum á HM næsta sumar „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Freyr pirraður eftir rautt spjald á erfiðu kvöldi „Ekki fallegt en mjög sætt engu að síður“ „Að hitta var bara númer eitt, tvö og þrjú“ Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Elías á toppnum en Hákon tapaði í Sviss Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Táningur brenndi sögufræga stúku Sjá meira