Afgreiddi FH fyrir tveimur árum og er enn aðalmaðurinn hjá Maribor Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 10. júlí 2019 14:00 Tavares í leik Maribor og Liverpool í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu 2017. vísir/getty Í annað sinn á þremur árum mætir Maribor íslensku liði í forkeppni Meistaradeildar Evrópu. Valur tekur á móti Maribor í fyrri leik liðanna í 1. umferð forkeppninnar í kvöld. Seinni leikurinn fer fram í Maribor í Slóveníu eftir viku. Árið 2017 mætti Maribor FH í 2. umferð forkeppni Meistaradeildarinnar. Slóvenska liðið vann báða leikina 1-0 og fór svo alla leið í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Brasilíumaðurinn Marco Tavares skoraði í báðum leikjunum gegn FH fyrir tveimur árum. Hann er enn í fullu fjöri þrátt fyrir að vera orðinn 35 ára. Tavares hefur leikið með Maribor síðan 2008 og verið fyrirliði liðsins síðan 2009. Hann er leikja- og markahæstur í sögu félagsins og markahæstur í sögu slóvensku úrvalsdeildarinnar. Tavares hefur átta sinnum orðið slóvenskur meistari með Maribor og fjórum sinnum bikarmeistari. Þá hefur hann átt stóran þátt í þeim góða árangri sem liðið hefur náð í Evrópukeppnum á undanförnum árum. Frá 2011 hefur Maribor tvisvar sinnum komist í riðlakeppni Meistaradeildarinnar og tvisvar sinnum í riðlakeppni Evrópudeildarinnar. Tavares hefur tvisvar sinnum verið valinn besti leikmaður slóvensku deildarinnar og þrisvar sinnum verið markakóngur hennar.Tavares í skallaeinvígi við Kristján Flóka Finnbogason í leik FH og Maribor fyrir tveimur árum.vísir/andri marinóMeðal annarra sterkra leikmanna hjá Maribor má nefna Luka Zahović, markakóng slóvensku deildarinnar undanfarin tvö ár. Zahović er sonur Zlatkos Zahović sem er yfirmaður knattspyrnumála hjá Maribor. Zlatko Zahović var frábær leikmaður á sínum tíma, átti sín bestu ár í portúgölsku deildinni og átti stærstan þátt í því Slóvenía komst á EM 2000 og HM 2002. Zahović eldri er markahæstur í sögu slóvenska landsliðsins með 35 mörk. Þrjú þeirra komu á EM 2000. Hann var hins vegar sendur heim af HM 2002 eftir að hafa móðgað landsliðsþjálfarann, Srečko Katanec. Leikur Vals og Maribor hefst klukkan 20:00 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Þá verður hægt að fylgjast með leiknum í beinni textalýsingu á Vísi. Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Fyrirliði Vals segir að íslenskt lið muni komast í Meistaradeildina Fyrirliði Valsmanna er kokhraustur fyrir komandi einvígi gegn Slóvenunum í Maribor. 10. júlí 2019 07:00 FH-ingar töpuðu með minnsta mun út í Slóveníu Íslandsmeistarar FH töpuðu í kvöld fyrri leik sínum á móti slóvenska liðinu NK Maribor í þriðju umferð forkeppni Meistaradeildarinnar. 26. júlí 2017 20:00 Umfjöllun og viðtöl: FH - Maribor 0-1 | Bitlausir FH-ingar úr leik Maribor er komið áfram í umspil um sæti í Evrópudeildinni eftir 0-1 sigur á FH í Kaplakrika í kvöld. Slóvenarnir unnu báða leikina 1-0. 2. ágúst 2017 20:45 Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Ísak hættur með ÍR Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Fótbolti Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Íslenski boltinn Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Körfubolti Fleiri fréttir Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Hlín og Guðrún báðar tilnefndar: „Það er engin eins og hún“ Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Hlín í keppni við sjálfa sig um besta markið Frekari breytingar á landsliðshópnum Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Inter klúðraði gullnu tækifæri til að komast á toppinn Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Sjá meira
Í annað sinn á þremur árum mætir Maribor íslensku liði í forkeppni Meistaradeildar Evrópu. Valur tekur á móti Maribor í fyrri leik liðanna í 1. umferð forkeppninnar í kvöld. Seinni leikurinn fer fram í Maribor í Slóveníu eftir viku. Árið 2017 mætti Maribor FH í 2. umferð forkeppni Meistaradeildarinnar. Slóvenska liðið vann báða leikina 1-0 og fór svo alla leið í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Brasilíumaðurinn Marco Tavares skoraði í báðum leikjunum gegn FH fyrir tveimur árum. Hann er enn í fullu fjöri þrátt fyrir að vera orðinn 35 ára. Tavares hefur leikið með Maribor síðan 2008 og verið fyrirliði liðsins síðan 2009. Hann er leikja- og markahæstur í sögu félagsins og markahæstur í sögu slóvensku úrvalsdeildarinnar. Tavares hefur átta sinnum orðið slóvenskur meistari með Maribor og fjórum sinnum bikarmeistari. Þá hefur hann átt stóran þátt í þeim góða árangri sem liðið hefur náð í Evrópukeppnum á undanförnum árum. Frá 2011 hefur Maribor tvisvar sinnum komist í riðlakeppni Meistaradeildarinnar og tvisvar sinnum í riðlakeppni Evrópudeildarinnar. Tavares hefur tvisvar sinnum verið valinn besti leikmaður slóvensku deildarinnar og þrisvar sinnum verið markakóngur hennar.Tavares í skallaeinvígi við Kristján Flóka Finnbogason í leik FH og Maribor fyrir tveimur árum.vísir/andri marinóMeðal annarra sterkra leikmanna hjá Maribor má nefna Luka Zahović, markakóng slóvensku deildarinnar undanfarin tvö ár. Zahović er sonur Zlatkos Zahović sem er yfirmaður knattspyrnumála hjá Maribor. Zlatko Zahović var frábær leikmaður á sínum tíma, átti sín bestu ár í portúgölsku deildinni og átti stærstan þátt í því Slóvenía komst á EM 2000 og HM 2002. Zahović eldri er markahæstur í sögu slóvenska landsliðsins með 35 mörk. Þrjú þeirra komu á EM 2000. Hann var hins vegar sendur heim af HM 2002 eftir að hafa móðgað landsliðsþjálfarann, Srečko Katanec. Leikur Vals og Maribor hefst klukkan 20:00 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Þá verður hægt að fylgjast með leiknum í beinni textalýsingu á Vísi.
Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Fyrirliði Vals segir að íslenskt lið muni komast í Meistaradeildina Fyrirliði Valsmanna er kokhraustur fyrir komandi einvígi gegn Slóvenunum í Maribor. 10. júlí 2019 07:00 FH-ingar töpuðu með minnsta mun út í Slóveníu Íslandsmeistarar FH töpuðu í kvöld fyrri leik sínum á móti slóvenska liðinu NK Maribor í þriðju umferð forkeppni Meistaradeildarinnar. 26. júlí 2017 20:00 Umfjöllun og viðtöl: FH - Maribor 0-1 | Bitlausir FH-ingar úr leik Maribor er komið áfram í umspil um sæti í Evrópudeildinni eftir 0-1 sigur á FH í Kaplakrika í kvöld. Slóvenarnir unnu báða leikina 1-0. 2. ágúst 2017 20:45 Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Ísak hættur með ÍR Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Fótbolti Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Íslenski boltinn Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Körfubolti Fleiri fréttir Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Hlín og Guðrún báðar tilnefndar: „Það er engin eins og hún“ Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Hlín í keppni við sjálfa sig um besta markið Frekari breytingar á landsliðshópnum Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Inter klúðraði gullnu tækifæri til að komast á toppinn Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Sjá meira
Fyrirliði Vals segir að íslenskt lið muni komast í Meistaradeildina Fyrirliði Valsmanna er kokhraustur fyrir komandi einvígi gegn Slóvenunum í Maribor. 10. júlí 2019 07:00
FH-ingar töpuðu með minnsta mun út í Slóveníu Íslandsmeistarar FH töpuðu í kvöld fyrri leik sínum á móti slóvenska liðinu NK Maribor í þriðju umferð forkeppni Meistaradeildarinnar. 26. júlí 2017 20:00
Umfjöllun og viðtöl: FH - Maribor 0-1 | Bitlausir FH-ingar úr leik Maribor er komið áfram í umspil um sæti í Evrópudeildinni eftir 0-1 sigur á FH í Kaplakrika í kvöld. Slóvenarnir unnu báða leikina 1-0. 2. ágúst 2017 20:45