Mega börn ekki hafa skoðanir fyrr en þau eru 18 ára? Hildur Lilja Jónsdóttir og Eiður Axelsson Welding skrifar 10. júlí 2019 13:30 Í síðustu viku komu fram sterkar skoðanir á því hvort ungmenni í Vinnuskólanum í Reykjavík ættu að fá fræðslu um umhverfismál í víðum skilningi og um mögulegar leiðir til að koma skoðunum sínum á framfæri. Að því tilefni langar okkur að leggja áherslu á mikilvægi þess að ungt fólk fái slíka fræðslu til þess að geta myndað sér skoðanir og verið virkir þátttakendur í samfélaginu. Hvernig eiga börn annars að mynda sér sjálfstæðar skoðanir fái þau ekki fræðslu um þætti eins og samfélagsmál, mannréttindi, mismunun, lýðræði og gagnrýna hugsun? Íslensk menntastefna leggur áherslu á mikilvægi þess að ungmenni tileinki sér gagnrýna hugsun en í aðalnámskrá grunnskóla segir:,,Jafnréttismenntun felur í sér gagnrýna skoðun á viðteknum hugmyndum í samfélaginu og stofnunum þess í því augnamiði að kenna börnum og ungmennum að greina þær aðstæður sem leiða til mismununar sumra og forréttinda annarra.“ (Aðalnámskrá grunnskóla, bls. 22)Á öðrum stað í aðalnámsskránni segir:„Efla ber rökhugsun og gagnrýna hugsun nemenda sem og skapandi hugsun og lausnaleit. Nemendur eiga að þjálfast í að rökræða og rökstyðja mál sitt í ræðu og riti. Mikilvægt er að nemendur læri að ígrunda eigin hugsanir og geri sér grein fyrir hvaða áhrif tilfinningar hafa á hugsanagang þeirra, heilbrigða dómgreind og hæfileika til þess að bregðast við nýjum aðstæðum.” (bls. 38)Því má segja að umrædd kynning/fræðsla hjá vinnuskólanum sé í samræmi við menntastefnu stjórnvalda og eigi erindi við ungmenni á grunnskólastigi. Katrín Jakobsdóttir fyrrverandi menntamálaráðherra skrifaði í formála Aðalnámsskrár grunnskóla: “Skólar eru í raun einu stofnanir samfélagsins sem geta tryggt öllum uppvaxandi kynslóðum tækifæri til að búa sig undir þátttöku í virku lýðræði, þjálfa gagnrýna og skapandi hugsun og mæta ólíkum félagslegum og menningarlegum aðstæðum.” (bls. 7) Ungmenni nú til dags eru mjög upplýst um það sem er að gerast í heiminum vegna nútíma tækni og samfélagsmiðla. Það að fá fræðslu um umheiminn og samfélagið sem við búum í gefur okkur, unga fólkinu, tækifæri til að mynda okkur skoðanir og gerir okkur betur í stakk búin til þess að geta tekið þátt í umræðunni og látið gott að okkur leiða fyrir samfélagið. Í tólftu grein Barnasáttmála Sameinuðu Þjóðanna er fjallað um rétt barna til þess að láta í ljós skoðanir sínar: „Börn eiga rétt á að láta í ljós skoðanir sínar í öllum málum er varða þau og að tekið sé réttmætt tillit til skoðana þeirra í samræmi við aldur þeirra og þroska. Börnum skal veitt tækifæri til að tjá sig um eigin málefni við málsmeðferð fyrir dómi eða stjórnvaldi.” Höfundar líta svo á að fræðsla Vinnuskóla Reykjavíkur samræmist án nokkurs vafa Barnasáttmála Sameinuðu Þjóðanna og fagna hverskyns fræðslu um samfélagsmál og þvertaka fyrir fullyrðingar um að heilaþvotti og annars konar ofbeldi hafi verið beitt, enda var þessi fræðsla valfrjáls. Einnig viljum við benda á að nám í kynjafræði er hvorki til þess að niðurlægja börnin né byggt á öðru en staðreyndum t.d. um réttindabaráttu kvenna og minnihlutahópa. Kynjafræði og hugtök hennar eru mikilvægur þáttur í að gera nemendur meðvitaða um stöðu kynjanna í samfélaginu og veitir tækifæri til umræðu um réttindi og stöðu ólíkra einstaklinga og hópa í okkar samfélagi. Það er okkar von að þessi fræðigrein verði kennd sem víðast og á öllum skólastigum enda aldrei of snemmt að fræða börn um samfélagsleg málefni, jafnrétti, mannréttindi og lýðræði. Börn eru ekki autt blað til 18 ára aldurs og eiga ekki að vera það. Það er því óþarfi að gera ráð fyrir því og hræðast raddir og skoðanir barna og unglinga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Gjörsamlega út fyrir öll velsæmismörk Á laugardag mótmælti hópur nemenda Vinnuskóla Reykjavíkur aðgerðarleysi stjórnmálamanna í loftslagsmálum, ásamt því að heimsækja umhverfisráð borgarinnar og læra um getu sína til aðgerða, gera mótmælaskilti og spila leiki tengda umhverfismálum og lýðræði. 3. júlí 2019 06:15 Mest lesið Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson skrifar Sjá meira
Í síðustu viku komu fram sterkar skoðanir á því hvort ungmenni í Vinnuskólanum í Reykjavík ættu að fá fræðslu um umhverfismál í víðum skilningi og um mögulegar leiðir til að koma skoðunum sínum á framfæri. Að því tilefni langar okkur að leggja áherslu á mikilvægi þess að ungt fólk fái slíka fræðslu til þess að geta myndað sér skoðanir og verið virkir þátttakendur í samfélaginu. Hvernig eiga börn annars að mynda sér sjálfstæðar skoðanir fái þau ekki fræðslu um þætti eins og samfélagsmál, mannréttindi, mismunun, lýðræði og gagnrýna hugsun? Íslensk menntastefna leggur áherslu á mikilvægi þess að ungmenni tileinki sér gagnrýna hugsun en í aðalnámskrá grunnskóla segir:,,Jafnréttismenntun felur í sér gagnrýna skoðun á viðteknum hugmyndum í samfélaginu og stofnunum þess í því augnamiði að kenna börnum og ungmennum að greina þær aðstæður sem leiða til mismununar sumra og forréttinda annarra.“ (Aðalnámskrá grunnskóla, bls. 22)Á öðrum stað í aðalnámsskránni segir:„Efla ber rökhugsun og gagnrýna hugsun nemenda sem og skapandi hugsun og lausnaleit. Nemendur eiga að þjálfast í að rökræða og rökstyðja mál sitt í ræðu og riti. Mikilvægt er að nemendur læri að ígrunda eigin hugsanir og geri sér grein fyrir hvaða áhrif tilfinningar hafa á hugsanagang þeirra, heilbrigða dómgreind og hæfileika til þess að bregðast við nýjum aðstæðum.” (bls. 38)Því má segja að umrædd kynning/fræðsla hjá vinnuskólanum sé í samræmi við menntastefnu stjórnvalda og eigi erindi við ungmenni á grunnskólastigi. Katrín Jakobsdóttir fyrrverandi menntamálaráðherra skrifaði í formála Aðalnámsskrár grunnskóla: “Skólar eru í raun einu stofnanir samfélagsins sem geta tryggt öllum uppvaxandi kynslóðum tækifæri til að búa sig undir þátttöku í virku lýðræði, þjálfa gagnrýna og skapandi hugsun og mæta ólíkum félagslegum og menningarlegum aðstæðum.” (bls. 7) Ungmenni nú til dags eru mjög upplýst um það sem er að gerast í heiminum vegna nútíma tækni og samfélagsmiðla. Það að fá fræðslu um umheiminn og samfélagið sem við búum í gefur okkur, unga fólkinu, tækifæri til að mynda okkur skoðanir og gerir okkur betur í stakk búin til þess að geta tekið þátt í umræðunni og látið gott að okkur leiða fyrir samfélagið. Í tólftu grein Barnasáttmála Sameinuðu Þjóðanna er fjallað um rétt barna til þess að láta í ljós skoðanir sínar: „Börn eiga rétt á að láta í ljós skoðanir sínar í öllum málum er varða þau og að tekið sé réttmætt tillit til skoðana þeirra í samræmi við aldur þeirra og þroska. Börnum skal veitt tækifæri til að tjá sig um eigin málefni við málsmeðferð fyrir dómi eða stjórnvaldi.” Höfundar líta svo á að fræðsla Vinnuskóla Reykjavíkur samræmist án nokkurs vafa Barnasáttmála Sameinuðu Þjóðanna og fagna hverskyns fræðslu um samfélagsmál og þvertaka fyrir fullyrðingar um að heilaþvotti og annars konar ofbeldi hafi verið beitt, enda var þessi fræðsla valfrjáls. Einnig viljum við benda á að nám í kynjafræði er hvorki til þess að niðurlægja börnin né byggt á öðru en staðreyndum t.d. um réttindabaráttu kvenna og minnihlutahópa. Kynjafræði og hugtök hennar eru mikilvægur þáttur í að gera nemendur meðvitaða um stöðu kynjanna í samfélaginu og veitir tækifæri til umræðu um réttindi og stöðu ólíkra einstaklinga og hópa í okkar samfélagi. Það er okkar von að þessi fræðigrein verði kennd sem víðast og á öllum skólastigum enda aldrei of snemmt að fræða börn um samfélagsleg málefni, jafnrétti, mannréttindi og lýðræði. Börn eru ekki autt blað til 18 ára aldurs og eiga ekki að vera það. Það er því óþarfi að gera ráð fyrir því og hræðast raddir og skoðanir barna og unglinga.
Gjörsamlega út fyrir öll velsæmismörk Á laugardag mótmælti hópur nemenda Vinnuskóla Reykjavíkur aðgerðarleysi stjórnmálamanna í loftslagsmálum, ásamt því að heimsækja umhverfisráð borgarinnar og læra um getu sína til aðgerða, gera mótmælaskilti og spila leiki tengda umhverfismálum og lýðræði. 3. júlí 2019 06:15
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar