Býður fimm milljóna króna verðlaunafé fyrir Lucci Benedikt Bóas skrifar 10. júlí 2019 10:30 Daniel Sturridge og Lucci. Mynd/Instagram/danielsturridge Daniel Sturridge, fyrrverandi leikmaður Liverpool, er tilbúinn að gera hvað sem er til að fá hundinn sinn, Lucci, aftur. Brotist var inn í sumarhús Sturridge í Los Angeles þar sem kappinn er í fríi og ýmsu stolið, þar á meðal hinum krúttlega Lucci sem er af Pomeranian-kyni.Soccer star Daniel Sturridge pleads for return of his beloved dog Lucci, who apparently was stolen from his home in the Hollywood Hills. https://t.co/AmT0aNdqTypic.twitter.com/KOkzEXvjFo — ABC News (@ABC) July 10, 2019Sturridge birti myndband af sjálfum sér í húsinu þar sem sést brotin glerhurð og er augljóst að framherjinn er í miklu uppnámi. „Ég borga hvað sem er fyrir að fá hann aftur. Hver gerir svona? Brýst inn í hús og stelur hundi. Mér er fúlasta alvara. Ég geri hvað sem er til að fá hundinn minn aftur,“ segir hann meðal annars. Lucci er að sjálfsögðu með sinn eigin Insta gram-reikning sem nokkur þúsund manns fylgja, enda einn krúttlegasti hundur í eigu knattspyrnumanns. Þar sjást þeir félagar á ferð og flugi um allan heim og einnig þar sem hann brosir í myndavélina. Sturridge birti svo annað myndband þar sem hann lofar 30 þúsund pundum, um fimm milljónum króna, í verðlaunafé fyrir hundinn. Hann segist í kjölfarið ætla að selja sumarhúsið sitt.Find Lucci! "Like I said before, I will pay anything. It's not about the money, I just want my dog." Daniel Sturridge makes emotional plea for missing dog: https://t.co/o0xjxi5BZZpic.twitter.com/xazAFAvsdt — Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) July 9, 2019Lögreglunni í Los Angeles barst tilkynningin um hálf tvö um nóttina en Sturridge og félagar hans höfðu farið út um kvöldið að skemmta sér. Þegar hann kom til baka var allt á tjá og tundri í sumarhúsinu hans, töskur horfnar af efri hæðinni og hundurinn sömuleiðis. Lögreglan segir að þrír menn séu grunaðir um innbrotið en samkvæmt fjölmiðlum vestanhafs í gær sjást mennirnir á vappi fyrir utan húsið hans Sturridge á sama tíma og innbrotið átti sér stað. Þjófarnir snertu ekki á úrasafni Sturridge sem er metið á yfir 300 þúsund pund.Daniel Sturridge er nú fyrrverandi leikmaður Liverpool.Getty/Andrew Powell Birtist í Fréttablaðinu Enski boltinn Mest lesið Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Körfubolti Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Fótbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Alonso látinn fara frá Real Madrid Fótbolti Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Enski boltinn Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli Körfubolti Fleiri fréttir Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Sjá meira
Daniel Sturridge, fyrrverandi leikmaður Liverpool, er tilbúinn að gera hvað sem er til að fá hundinn sinn, Lucci, aftur. Brotist var inn í sumarhús Sturridge í Los Angeles þar sem kappinn er í fríi og ýmsu stolið, þar á meðal hinum krúttlega Lucci sem er af Pomeranian-kyni.Soccer star Daniel Sturridge pleads for return of his beloved dog Lucci, who apparently was stolen from his home in the Hollywood Hills. https://t.co/AmT0aNdqTypic.twitter.com/KOkzEXvjFo — ABC News (@ABC) July 10, 2019Sturridge birti myndband af sjálfum sér í húsinu þar sem sést brotin glerhurð og er augljóst að framherjinn er í miklu uppnámi. „Ég borga hvað sem er fyrir að fá hann aftur. Hver gerir svona? Brýst inn í hús og stelur hundi. Mér er fúlasta alvara. Ég geri hvað sem er til að fá hundinn minn aftur,“ segir hann meðal annars. Lucci er að sjálfsögðu með sinn eigin Insta gram-reikning sem nokkur þúsund manns fylgja, enda einn krúttlegasti hundur í eigu knattspyrnumanns. Þar sjást þeir félagar á ferð og flugi um allan heim og einnig þar sem hann brosir í myndavélina. Sturridge birti svo annað myndband þar sem hann lofar 30 þúsund pundum, um fimm milljónum króna, í verðlaunafé fyrir hundinn. Hann segist í kjölfarið ætla að selja sumarhúsið sitt.Find Lucci! "Like I said before, I will pay anything. It's not about the money, I just want my dog." Daniel Sturridge makes emotional plea for missing dog: https://t.co/o0xjxi5BZZpic.twitter.com/xazAFAvsdt — Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) July 9, 2019Lögreglunni í Los Angeles barst tilkynningin um hálf tvö um nóttina en Sturridge og félagar hans höfðu farið út um kvöldið að skemmta sér. Þegar hann kom til baka var allt á tjá og tundri í sumarhúsinu hans, töskur horfnar af efri hæðinni og hundurinn sömuleiðis. Lögreglan segir að þrír menn séu grunaðir um innbrotið en samkvæmt fjölmiðlum vestanhafs í gær sjást mennirnir á vappi fyrir utan húsið hans Sturridge á sama tíma og innbrotið átti sér stað. Þjófarnir snertu ekki á úrasafni Sturridge sem er metið á yfir 300 þúsund pund.Daniel Sturridge er nú fyrrverandi leikmaður Liverpool.Getty/Andrew Powell
Birtist í Fréttablaðinu Enski boltinn Mest lesið Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Körfubolti Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Fótbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Alonso látinn fara frá Real Madrid Fótbolti Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Enski boltinn Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli Körfubolti Fleiri fréttir Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Sjá meira