Von Guðmundur Steingrímsson skrifar 29. júlí 2019 07:00 Ég bý við fjölfarna útivistargötu. Fólk hleypur framhjá húsinu ótt og títt og hjólar í stríðum straumum. Ef ég sæi aðeins þennan hluta heimsins og færi aldrei neitt annað, yrði ákaflega rökrétt af mér að álykta að allt fólk væri almennt alla daga klætt í sokkabuxur, þrönga litríka boli og gul vesti. Þegar ég sit á svölunum heyri ég örsögur. Útivistarfólk talar hátt saman. Ég næ yfirleitt að heyra tvær til þrjár setningar úr samtölum hlaupafólks. Skokkhraðinn býður ekki upp á meira. Frá hjólafólki næ ég ekki nema einni setningu, eða hluta úr setningu, eins og t.d.: „Já, rosalegt þarna á fundinum um daginn maður?…“ og svo er fólkið þotið hjá. Ég skemmti mér við að ímynda mér restina, samhengið, sögurnar. Lífið. Mér finnst þetta fallegt. Stundum slæst ég í hópinn og smeygi mér í hlaupafötin og tek sprett meðfram sjónum með vinum. Fátt lætur manni líða betur en stundaráreynsla í brakandi fersku lofti. Það sem ég hugsa stundum, þegar ég sé allt þetta fólk á degi hverjum hlaupa, hjóla, ganga — að huga að heilbrigði sínu — er þetta: Svona gerast byltingar. Svona breytast þjóðfélög. Fólk ákveður. Fólk gerir.Í gamla daga Í huganum er fortíðin þannig, að aðeins Árni Bergmann hjólaði í Reykjavík. Og Siggi P. var hlauparinn. Vann allar keppnir. Pétur Blöndal heitinn, alþingismaður, mun víst hafa skokkað líka. Byrjaði á því í Þýskalandi. Göslaðist svo hér um í slyddunni um árabil. Þetta þótti auðvitað undarlegt fólk. Ólafur Ragnar mun víst hafa hlaupið Neshringinn. Vitneskjan um að hreyfing gerði fólki gott varð smám saman útbreiddari. Hún var ekki sérstaklega viðurkennd eða í hávegum höfð þegar ég var í menntaskóla fyrir 27 árum. Líklega hef ég aldrei verið í jafnvondu formi og þá. Ég gat ekki hlaupið frá Iðnó að Skothúsvegi án þess að lenda í andnauð. Fékk sjóntruflanir og lá við yfirliði. Við tuttuguogfimm ára aldur fór ég í ógleymanlega heimsókn til heimilislæknisins. Ég hélt ég væri með gallað hjarta, sem gæfi sig á hverri stundu. Sár verkur í brjóstholinu ágerðist eftir því sem ég gekk meira. Ég hafði miklar áhyggjur. Læknirinn horfði yfir gleraugun sín og muldraði með brosvipru út í annað: „Þetta, Guðmundur minn, er hlaupastingur.“ Því samtali var þar með lokið. Mig skorti orð. Skömmu síðar hóf ég að hreyfa mig meira. Síðan hef ég semsagt áttað mig á því, sitjandi á svölunum, að á undanförnum áratugum hafa sífellt fleiri farið að hreyfa sig líka. Hreyfingarvakning mín hefur reynst vera í nokkuð góðu samræmi við einhvers konar hæga en markvissa sprengingu í hreyfingu almennt. Um allar koppagrundir hefur fólk gert sömu uppgötvunina, orðið fyrir sömu vitruninni: Maður verður að hugsa vel um sig. Maður verður að standa upp úr sófanum. Vellíðan manns er undir manni sjálfum komin.Önnur framtíð Gamla djammhunda sé ég núna sigra þolraunir, í betra formi á fimmtugsaldri heldur en þeir voru nokkurn tímann í á Kaffibarnum. Ásókn í alls kyns keppnir eykst ár frá ári. Fólk heldur til útlanda í alls kyns útivistarferðir. Fólk gerist Landvættir. Golfvellir eru smekkfullir af fólki. Sundlaugarnar líka. Áttatíu ára gamalt fólk hleypur maraþon. Gönguhópar þræða hálendið. Afar stunda crossfit með barnabörnum sínum. Ekki er hægt að benda á neinn einn og segja að sá eða sú hafi byrjað þetta. Ekki er heldur hægt að finna einn atburð sem halda mætti fram að hefði hafið þessa byltingu. Engin fyrirmæli voru heldur gefin. Engin lög sett. Heilsuvakningin, útivistarbyltingin, er dæmi um seigfljótandi en markvissa ákvörðun massans. Hún er dæmi um það hvernig frjálst mannlíf með aðgang að upplýsingum getur þróast í áttir sem enginn gat nokkurn tímann spáð fyrir eða vonað. Gamla framtíðarmyndin Blade Runner gerist 2019. Hún lýsir ágætlega þeirri framtíð sem fólk þá bjóst við. Í henni er enginn að hlaupa Reykjavíkurmaraþon eða hjóla meðfram sjó, ótilneyddur, í sokkabuxum og gulu vesti. Sjálfsagt fer þetta allt saman í taugarnar á einhverjum. Það er allt í lagi. Stundum fær maður alveg nóg af færslum á Facebook af afrekunum. Getur þetta fólk ekki slakað á? Fara allir Íslendingar á Öræfajökul á hverju ári nema ég? Smá alvörulaust nöldur manns og annarra bliknar þó hjá hinu: Í þessari þróun felst gríðarleg von, líklega sú stærsta sem hægt er að binda sig við á þessum miklu örlagatímum sem við nú lifum. Ef eitthvað mun bjarga jörðinni frá ofhitnun og mannkyni frá glötun væri það svona ámóta vakning massans. Að fjöldinn taki völdin. Ef eitthvað aftrar brjáluðum stjórnmálamönnum frá því að æða með veröldina út í átök og glapræði er það sá hinn sami upplýsti massi. Allt ber að sama brunni. Stærsta vonin í viðsjárverðum heimi er þessi: Fólk. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Guðmundur Steingrímsson Mest lesið Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Ég bý við fjölfarna útivistargötu. Fólk hleypur framhjá húsinu ótt og títt og hjólar í stríðum straumum. Ef ég sæi aðeins þennan hluta heimsins og færi aldrei neitt annað, yrði ákaflega rökrétt af mér að álykta að allt fólk væri almennt alla daga klætt í sokkabuxur, þrönga litríka boli og gul vesti. Þegar ég sit á svölunum heyri ég örsögur. Útivistarfólk talar hátt saman. Ég næ yfirleitt að heyra tvær til þrjár setningar úr samtölum hlaupafólks. Skokkhraðinn býður ekki upp á meira. Frá hjólafólki næ ég ekki nema einni setningu, eða hluta úr setningu, eins og t.d.: „Já, rosalegt þarna á fundinum um daginn maður?…“ og svo er fólkið þotið hjá. Ég skemmti mér við að ímynda mér restina, samhengið, sögurnar. Lífið. Mér finnst þetta fallegt. Stundum slæst ég í hópinn og smeygi mér í hlaupafötin og tek sprett meðfram sjónum með vinum. Fátt lætur manni líða betur en stundaráreynsla í brakandi fersku lofti. Það sem ég hugsa stundum, þegar ég sé allt þetta fólk á degi hverjum hlaupa, hjóla, ganga — að huga að heilbrigði sínu — er þetta: Svona gerast byltingar. Svona breytast þjóðfélög. Fólk ákveður. Fólk gerir.Í gamla daga Í huganum er fortíðin þannig, að aðeins Árni Bergmann hjólaði í Reykjavík. Og Siggi P. var hlauparinn. Vann allar keppnir. Pétur Blöndal heitinn, alþingismaður, mun víst hafa skokkað líka. Byrjaði á því í Þýskalandi. Göslaðist svo hér um í slyddunni um árabil. Þetta þótti auðvitað undarlegt fólk. Ólafur Ragnar mun víst hafa hlaupið Neshringinn. Vitneskjan um að hreyfing gerði fólki gott varð smám saman útbreiddari. Hún var ekki sérstaklega viðurkennd eða í hávegum höfð þegar ég var í menntaskóla fyrir 27 árum. Líklega hef ég aldrei verið í jafnvondu formi og þá. Ég gat ekki hlaupið frá Iðnó að Skothúsvegi án þess að lenda í andnauð. Fékk sjóntruflanir og lá við yfirliði. Við tuttuguogfimm ára aldur fór ég í ógleymanlega heimsókn til heimilislæknisins. Ég hélt ég væri með gallað hjarta, sem gæfi sig á hverri stundu. Sár verkur í brjóstholinu ágerðist eftir því sem ég gekk meira. Ég hafði miklar áhyggjur. Læknirinn horfði yfir gleraugun sín og muldraði með brosvipru út í annað: „Þetta, Guðmundur minn, er hlaupastingur.“ Því samtali var þar með lokið. Mig skorti orð. Skömmu síðar hóf ég að hreyfa mig meira. Síðan hef ég semsagt áttað mig á því, sitjandi á svölunum, að á undanförnum áratugum hafa sífellt fleiri farið að hreyfa sig líka. Hreyfingarvakning mín hefur reynst vera í nokkuð góðu samræmi við einhvers konar hæga en markvissa sprengingu í hreyfingu almennt. Um allar koppagrundir hefur fólk gert sömu uppgötvunina, orðið fyrir sömu vitruninni: Maður verður að hugsa vel um sig. Maður verður að standa upp úr sófanum. Vellíðan manns er undir manni sjálfum komin.Önnur framtíð Gamla djammhunda sé ég núna sigra þolraunir, í betra formi á fimmtugsaldri heldur en þeir voru nokkurn tímann í á Kaffibarnum. Ásókn í alls kyns keppnir eykst ár frá ári. Fólk heldur til útlanda í alls kyns útivistarferðir. Fólk gerist Landvættir. Golfvellir eru smekkfullir af fólki. Sundlaugarnar líka. Áttatíu ára gamalt fólk hleypur maraþon. Gönguhópar þræða hálendið. Afar stunda crossfit með barnabörnum sínum. Ekki er hægt að benda á neinn einn og segja að sá eða sú hafi byrjað þetta. Ekki er heldur hægt að finna einn atburð sem halda mætti fram að hefði hafið þessa byltingu. Engin fyrirmæli voru heldur gefin. Engin lög sett. Heilsuvakningin, útivistarbyltingin, er dæmi um seigfljótandi en markvissa ákvörðun massans. Hún er dæmi um það hvernig frjálst mannlíf með aðgang að upplýsingum getur þróast í áttir sem enginn gat nokkurn tímann spáð fyrir eða vonað. Gamla framtíðarmyndin Blade Runner gerist 2019. Hún lýsir ágætlega þeirri framtíð sem fólk þá bjóst við. Í henni er enginn að hlaupa Reykjavíkurmaraþon eða hjóla meðfram sjó, ótilneyddur, í sokkabuxum og gulu vesti. Sjálfsagt fer þetta allt saman í taugarnar á einhverjum. Það er allt í lagi. Stundum fær maður alveg nóg af færslum á Facebook af afrekunum. Getur þetta fólk ekki slakað á? Fara allir Íslendingar á Öræfajökul á hverju ári nema ég? Smá alvörulaust nöldur manns og annarra bliknar þó hjá hinu: Í þessari þróun felst gríðarleg von, líklega sú stærsta sem hægt er að binda sig við á þessum miklu örlagatímum sem við nú lifum. Ef eitthvað mun bjarga jörðinni frá ofhitnun og mannkyni frá glötun væri það svona ámóta vakning massans. Að fjöldinn taki völdin. Ef eitthvað aftrar brjáluðum stjórnmálamönnum frá því að æða með veröldina út í átök og glapræði er það sá hinn sami upplýsti massi. Allt ber að sama brunni. Stærsta vonin í viðsjárverðum heimi er þessi: Fólk.
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar