Óvenju mörg flugslys í ár Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 28. júlí 2019 18:45 Banaslys varð á Haukdadalsflugvelli í Rangárvöllum í gær þegar flugvél skall þar til jarðar í flugtaki. Flugmaðurinn var einn í vélinni. Rannsóknarnefnd flugslysa lauk starfi sínu á Haukdadalsflugvelli á Rangárvöllum í nótt og var flak vélarinnar flutt til Reykjavíkur. Ragnar Guðmundsson rannsakandi hjá Rannsóknarnefnd samgönguslysa segir erfitt að meta hvenær hægt verði að upplýsa um ástæður flugslyssins. „Það er einfaldlega of snemmt að segja til um það hvað gerðist. Við erum með ákveðna þætti sem við erum að skoða en við erum ekki til í að upplýsa neitt um það enn sem komið er,“ segir Ragnar. Í framhaldinu verður flak vélarinnar rannsakað en flugvélin var tveggja sæta og heimsmíðuð. Ragnar segir að ekkert bendi núna til þess að eitthvað hafi verið að vélinni. Annað flugslys varð á Haukadalsvelli á föstudaginn þegar lítil vél hlekktist þar á og stöðvaðist á hvolfi. Flugmanninum varð ekki meint af. Ágúst Guðmundsson stjórnarmaður í Flugmálafélaginu sagði í hádegisfréttum Bylgunnar að slysin tengdust ekki vellinum. Ragnar er sömu skoðunnar. „Það er ekkert sem bendir til þess núna að eitthvað sé að vellinum,“ segir Ragnar. Um fimmta tug manna var viðstaddur þegar banaslysið varð í gær og tók Rannsóknarnefndin skýrslu af þeim í gær og Lögreglan á Suðurlandi. „Við tökum fjölmargar skýrslur í gær en höfum ekki lokið við að tala við alla,“ segir Ragnar. Sex flugslys hafa orðið á landinu síðustu tvo mánuði og þar af tvö banaslys þar sem fjórir hafa látist. Ragnar segir þetta óvenju mikið. „Það varð ekkert banaslys í fyrra en stundum koma þau í bylgjum eins og núna en þetta er óvenjulegt. Mig langar að nota tækifærið og minna menn sérstaklega á öryggismálin en það er hægt að sækja sér mikinn fróðleik varðandi þau,“ segir Ragnar að lokum. Fréttir af flugi Samgönguslys Flugslys að Haukadalsmelum Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Innlent Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Erlent Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Erlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Fleiri fréttir Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Sjá meira
Banaslys varð á Haukdadalsflugvelli í Rangárvöllum í gær þegar flugvél skall þar til jarðar í flugtaki. Flugmaðurinn var einn í vélinni. Rannsóknarnefnd flugslysa lauk starfi sínu á Haukdadalsflugvelli á Rangárvöllum í nótt og var flak vélarinnar flutt til Reykjavíkur. Ragnar Guðmundsson rannsakandi hjá Rannsóknarnefnd samgönguslysa segir erfitt að meta hvenær hægt verði að upplýsa um ástæður flugslyssins. „Það er einfaldlega of snemmt að segja til um það hvað gerðist. Við erum með ákveðna þætti sem við erum að skoða en við erum ekki til í að upplýsa neitt um það enn sem komið er,“ segir Ragnar. Í framhaldinu verður flak vélarinnar rannsakað en flugvélin var tveggja sæta og heimsmíðuð. Ragnar segir að ekkert bendi núna til þess að eitthvað hafi verið að vélinni. Annað flugslys varð á Haukadalsvelli á föstudaginn þegar lítil vél hlekktist þar á og stöðvaðist á hvolfi. Flugmanninum varð ekki meint af. Ágúst Guðmundsson stjórnarmaður í Flugmálafélaginu sagði í hádegisfréttum Bylgunnar að slysin tengdust ekki vellinum. Ragnar er sömu skoðunnar. „Það er ekkert sem bendir til þess núna að eitthvað sé að vellinum,“ segir Ragnar. Um fimmta tug manna var viðstaddur þegar banaslysið varð í gær og tók Rannsóknarnefndin skýrslu af þeim í gær og Lögreglan á Suðurlandi. „Við tökum fjölmargar skýrslur í gær en höfum ekki lokið við að tala við alla,“ segir Ragnar. Sex flugslys hafa orðið á landinu síðustu tvo mánuði og þar af tvö banaslys þar sem fjórir hafa látist. Ragnar segir þetta óvenju mikið. „Það varð ekkert banaslys í fyrra en stundum koma þau í bylgjum eins og núna en þetta er óvenjulegt. Mig langar að nota tækifærið og minna menn sérstaklega á öryggismálin en það er hægt að sækja sér mikinn fróðleik varðandi þau,“ segir Ragnar að lokum.
Fréttir af flugi Samgönguslys Flugslys að Haukadalsmelum Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Innlent Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Erlent Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Erlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Fleiri fréttir Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Sjá meira