„Ömurlegra og alvarlegra en orð fá lýst“ snúi Bandaríkjaher aftur til landsins í boði VG Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 28. júlí 2019 14:03 Fyrrverandi ráðherra VG er ekki ánægður með aðgerðarleysi flokksins og vill að þingmenn VG taki afdráttarlausari afstöðu. Vísir/Ernir Ögmundur Jónasson, fyrrverandi ráðherra og þingmaður Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs, segir að það yrði „ömurlegra og alvarlegra en orð fá lýst“ ef Bandaríkjaher snýr aftur til Keflavíkur í boði hans gamla flokks. Ögmundur, sem er yfirlýstur hernaðarandstæðingur, birti pistil á vefsvæði sínu í gær þar sem hann sagði almenna þjóðaröryggisstefnu hvorki duga til að réttlæta „umfangsmikla hernaðaruppbyggingu hér á landi“ né að „stríðsglæpamönnum sé heimilað að hreiðra um sig í landinu að nýju“. Alþingi samþykkti í síðasta mánuði að 300 milljónir af fyrirhuguðum framlögum til þróunaraðstoðar yrðu færðar í viðhald mannvirkja Atlantshafsbandalagsins á á Keflavíkurflugvelli. Sjá nánar: Bandaríski herinn og NATO áætla samtals 14 milljarða í framkvæmdir á ÍslandiBandaríkjaher hyggur á umfangsmikla uppbyggingu á Íslandi.Fréttablaðið/EyþórÞá áformar Bandaríkjaher sjö milljarða króna mannvirkjauppbyggingu á Keflavíkurflugvelli á næsta ári að því er fram kemur í fjárhagsáætlun bandaríska flughersins fyrir næsta ár. Stækka á flughlað innan öryggissvæðisins, reisa á færanlegar gistieiningar og færa flughlað fyrir hættulegan farm. Atlantshafsbandalagið og Bandaríkjaher standa þá fyrir endurbótum á flugskýli 831 á Keflavíkurflugvelli til þess að stórar kafbátaleitarflugvélar Bandaríkjahers komist þar inn. Bandaríski flugherinn ætlar svo að útbúa aðstöðu til búsetu í einskonar gámaíbúðum fyrir meira en þúsund hermenn inni á varnarsvæðinu. Ögmundur biðlar til VG að grípa í taumana. „Við vitum allt um dapurlega sögu Sjálfstæðisflokksins í þessu efni og tilhneigingu innan Framsóknar til undirgefni gagnvart NATÓ þótt þar hafi einnig löngum verið annar þráður og betri, oftar en ekki að vísu illgreinanlegur.“ Hann gagnrýnir viðbrögð VG. „Þar á bæ er hamrað á því að allt sé þetta öðrum að kenna. VG fái ekki neitt við ráðið, sé fórnarlamb.“ Bandaríkin Keflavíkurflugvöllur NATO Utanríkismál Varnarmál Vinstri græn Tengdar fréttir Bandaríkjaher ætlar í milljarðaframkvæmdir á Íslandi Bandaríkjaher áformar að sjö milljarða króna mannvirkjauppbyggingu á Keflavíkurflugvelli á næsta ári. 21. júní 2019 20:22 Loftrýmisgæsla hefst að nýju við Ísland Loftrýmisgæsla í kringum Ísland hefst á næstu dögum með komu 110 liðsmanna bandaríska flughersins og fimm F16 orrustuþota. 19. júlí 2019 23:11 Framkvæmdir á Íslandi sagðar liður í uppsetningu færanlegrar herstöðvar Alþingi samþykkti á dögunum að 300 milljónum króna verði varið í viðhald mannvirkja NATO á Íslandi. 22. júní 2019 15:02 Bandaríski herinn og NATO áætla að setja 14 milljarða í framkvæmdir hér á landi Þar á meðal er viðhald á vegum NATO fyrir 4,5 milljarða króna. Einnig er gert ráð fyrir töluverðum framkvæmdum á Keflavíkurflugvelli. 20. júlí 2019 23:06 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Ögmundur Jónasson, fyrrverandi ráðherra og þingmaður Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs, segir að það yrði „ömurlegra og alvarlegra en orð fá lýst“ ef Bandaríkjaher snýr aftur til Keflavíkur í boði hans gamla flokks. Ögmundur, sem er yfirlýstur hernaðarandstæðingur, birti pistil á vefsvæði sínu í gær þar sem hann sagði almenna þjóðaröryggisstefnu hvorki duga til að réttlæta „umfangsmikla hernaðaruppbyggingu hér á landi“ né að „stríðsglæpamönnum sé heimilað að hreiðra um sig í landinu að nýju“. Alþingi samþykkti í síðasta mánuði að 300 milljónir af fyrirhuguðum framlögum til þróunaraðstoðar yrðu færðar í viðhald mannvirkja Atlantshafsbandalagsins á á Keflavíkurflugvelli. Sjá nánar: Bandaríski herinn og NATO áætla samtals 14 milljarða í framkvæmdir á ÍslandiBandaríkjaher hyggur á umfangsmikla uppbyggingu á Íslandi.Fréttablaðið/EyþórÞá áformar Bandaríkjaher sjö milljarða króna mannvirkjauppbyggingu á Keflavíkurflugvelli á næsta ári að því er fram kemur í fjárhagsáætlun bandaríska flughersins fyrir næsta ár. Stækka á flughlað innan öryggissvæðisins, reisa á færanlegar gistieiningar og færa flughlað fyrir hættulegan farm. Atlantshafsbandalagið og Bandaríkjaher standa þá fyrir endurbótum á flugskýli 831 á Keflavíkurflugvelli til þess að stórar kafbátaleitarflugvélar Bandaríkjahers komist þar inn. Bandaríski flugherinn ætlar svo að útbúa aðstöðu til búsetu í einskonar gámaíbúðum fyrir meira en þúsund hermenn inni á varnarsvæðinu. Ögmundur biðlar til VG að grípa í taumana. „Við vitum allt um dapurlega sögu Sjálfstæðisflokksins í þessu efni og tilhneigingu innan Framsóknar til undirgefni gagnvart NATÓ þótt þar hafi einnig löngum verið annar þráður og betri, oftar en ekki að vísu illgreinanlegur.“ Hann gagnrýnir viðbrögð VG. „Þar á bæ er hamrað á því að allt sé þetta öðrum að kenna. VG fái ekki neitt við ráðið, sé fórnarlamb.“
Bandaríkin Keflavíkurflugvöllur NATO Utanríkismál Varnarmál Vinstri græn Tengdar fréttir Bandaríkjaher ætlar í milljarðaframkvæmdir á Íslandi Bandaríkjaher áformar að sjö milljarða króna mannvirkjauppbyggingu á Keflavíkurflugvelli á næsta ári. 21. júní 2019 20:22 Loftrýmisgæsla hefst að nýju við Ísland Loftrýmisgæsla í kringum Ísland hefst á næstu dögum með komu 110 liðsmanna bandaríska flughersins og fimm F16 orrustuþota. 19. júlí 2019 23:11 Framkvæmdir á Íslandi sagðar liður í uppsetningu færanlegrar herstöðvar Alþingi samþykkti á dögunum að 300 milljónum króna verði varið í viðhald mannvirkja NATO á Íslandi. 22. júní 2019 15:02 Bandaríski herinn og NATO áætla að setja 14 milljarða í framkvæmdir hér á landi Þar á meðal er viðhald á vegum NATO fyrir 4,5 milljarða króna. Einnig er gert ráð fyrir töluverðum framkvæmdum á Keflavíkurflugvelli. 20. júlí 2019 23:06 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Bandaríkjaher ætlar í milljarðaframkvæmdir á Íslandi Bandaríkjaher áformar að sjö milljarða króna mannvirkjauppbyggingu á Keflavíkurflugvelli á næsta ári. 21. júní 2019 20:22
Loftrýmisgæsla hefst að nýju við Ísland Loftrýmisgæsla í kringum Ísland hefst á næstu dögum með komu 110 liðsmanna bandaríska flughersins og fimm F16 orrustuþota. 19. júlí 2019 23:11
Framkvæmdir á Íslandi sagðar liður í uppsetningu færanlegrar herstöðvar Alþingi samþykkti á dögunum að 300 milljónum króna verði varið í viðhald mannvirkja NATO á Íslandi. 22. júní 2019 15:02
Bandaríski herinn og NATO áætla að setja 14 milljarða í framkvæmdir hér á landi Þar á meðal er viðhald á vegum NATO fyrir 4,5 milljarða króna. Einnig er gert ráð fyrir töluverðum framkvæmdum á Keflavíkurflugvelli. 20. júlí 2019 23:06