Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um bruna í Hlíðarhjalla í Kópavogi korter fyrir fjögur í dag. Tilkynnt var um að reykur hafi sést út um glugga á jarðhæð.
Slökkvilið sendi allan tiltækan mannskap á staðinn og reyndist íbúðin mannlaus. Reykkafarar voru sendir inn í íbúðina og gekk greiðlega að slökkva eldinn.
Engum var meint af og var búið að ljúka slökkvistarfi fyrir klukkan hálf fimm.