Fimmtán ára íslenskur drengur talar við geimfara í dag Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 27. júlí 2019 13:00 Íslenskir skátar eru meðal þeirra 50 þúsund skáta sem taka þátt í mótinu vísir/daníel Fimmtán ára íslenskur drengur fær í dag tækifæri til að tala við geimfara hjá Alþjóðlegu geimstöðinni. Hann var dregin úr hópi fimmtíu þúsund barna sem stödd eru á alheimsmóti skáta. Alheimsmótið er haldið í Vestur-Virginíu í Bandaríkjunum en mótið fer fram á fjögurra ára fresti. „Hér eru saman komin um 50 þúsund ungmenni frá 152 löndum í heiminum á Alheimsmóti skáta til að skemmta sér vímulaust og læra og efla sig fyrst og fremst,“ sagði Ásgeir R Guðjónsson, fararstjóri íslenska skátahópsins. Meðal þess sem skátarnir læra er klifur og sig, en einnig eru þeir fræddir um menningarmun og fjölbreytileika mannsins. Klukkan 18 á íslenskum tíma fá tíu einstaklingar hópsins tækifæri til að spjalla við geimfara sem staddur er í Alþjóðlegu geimstöðinni. „Tíu af einstaklingum mótsins voru dregnir út til að ræða við geimfara sem er uppi í Alþjóðlegu geimstöðinni, en hann er skáti og klukkan 14 í dag á bandarískum tíma eða klukkan 18 á íslenskum tíma ætlar Nasa að tengja saman mótið og geimstöðina og það verður einhvers konar myndbandsspjall þeirra á milli á þeim tímapunkti,“ sagði Ásgeir. Einn af þessum tíu einstaklingum er hinn fimmtán ára Guðjón Ingi Gerlach Jonathansson úr Kópum í Kópavogi. Ásgeir segir hann yfir sig spenntan. Um hvað verður rætt, veistu það? „Það eru bara ungmennin sjálf sem fá að ræða því hvað er umræðuefni hverju sinni, hér er ekkert sett fyrir ungmennin hvernig þau haga sér eða hvað þau segja. Hér er mikið lagt upp úr því að ungmennin sjálf fá að stjórna öllu sem þau gera hér, en hann er gríðarlega spenntur og hefur mjög gaman af þessu það er ekki á hverjum degi sem þú færð að tala við geimfara úr Alþjóðlegu geimstöðinni,“ sagði Ásgeir. Geimurinn Krakkar Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Fleiri fréttir Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Sjá meira
Fimmtán ára íslenskur drengur fær í dag tækifæri til að tala við geimfara hjá Alþjóðlegu geimstöðinni. Hann var dregin úr hópi fimmtíu þúsund barna sem stödd eru á alheimsmóti skáta. Alheimsmótið er haldið í Vestur-Virginíu í Bandaríkjunum en mótið fer fram á fjögurra ára fresti. „Hér eru saman komin um 50 þúsund ungmenni frá 152 löndum í heiminum á Alheimsmóti skáta til að skemmta sér vímulaust og læra og efla sig fyrst og fremst,“ sagði Ásgeir R Guðjónsson, fararstjóri íslenska skátahópsins. Meðal þess sem skátarnir læra er klifur og sig, en einnig eru þeir fræddir um menningarmun og fjölbreytileika mannsins. Klukkan 18 á íslenskum tíma fá tíu einstaklingar hópsins tækifæri til að spjalla við geimfara sem staddur er í Alþjóðlegu geimstöðinni. „Tíu af einstaklingum mótsins voru dregnir út til að ræða við geimfara sem er uppi í Alþjóðlegu geimstöðinni, en hann er skáti og klukkan 14 í dag á bandarískum tíma eða klukkan 18 á íslenskum tíma ætlar Nasa að tengja saman mótið og geimstöðina og það verður einhvers konar myndbandsspjall þeirra á milli á þeim tímapunkti,“ sagði Ásgeir. Einn af þessum tíu einstaklingum er hinn fimmtán ára Guðjón Ingi Gerlach Jonathansson úr Kópum í Kópavogi. Ásgeir segir hann yfir sig spenntan. Um hvað verður rætt, veistu það? „Það eru bara ungmennin sjálf sem fá að ræða því hvað er umræðuefni hverju sinni, hér er ekkert sett fyrir ungmennin hvernig þau haga sér eða hvað þau segja. Hér er mikið lagt upp úr því að ungmennin sjálf fá að stjórna öllu sem þau gera hér, en hann er gríðarlega spenntur og hefur mjög gaman af þessu það er ekki á hverjum degi sem þú færð að tala við geimfara úr Alþjóðlegu geimstöðinni,“ sagði Ásgeir.
Geimurinn Krakkar Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Fleiri fréttir Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Sjá meira