Hver eina króna kostar Seðlabankann þrjár Eiður Þór Árnason skrifar 26. júlí 2019 16:00 Í lok ársins 2018 var útgefið reiðufé Seðlabankans 72,8 milljarðar króna. Þar af voru útgefnir seðlar 68,7 milljarðar og útgefin mynt 4 milljarðar. Fréttablaðið/Anton - Fréttablaðið/Gunnar Það kostar Seðlabankann þrjár krónur að slá hverja eina krónu mynt. Þetta kemur fram í svari Seðlabankans við fyrirspurn Vísis. Áður hefur verið greint frá því að ástæðan fyrir dýrum slætti sé verðhækkun á þeim málmum sem notaðir eru en eina krónan er í dag saman sett úr 75% kopar og 25% nikkel. Um er að ræða einu íslensku myntina þar sem kostnaður við myntsláttu er hærri en andvirði hennar. Eftir því sem virði myntar eykst minnkar hlutfall framleiðslukostnaðar af andvirði, eins og sjá má í töflunni hér fyrir neðan.Hyggst ekki hætta útgáfu þrátt fyrir kostnaðTegundEiningaverð100 kr. mynt11 krónur50 kr. mynt10 krónur10 kr. mynt5 krónur5 kr. mynt5 krónur1 kr. mynt3 krónur 10 þús. kr. seðill 21 krónur 5 þús. kr. seðill18 krónur1 þús. kr. seðill9 krónur500 kr. seðill18 krónur Svör Seðlabankans byggja á nýjustu fyrirliggjandi upplýsingum um kostnað hans við myntsláttu og seðlaprentun, umreiknaðan í íslenskar krónur. Íslensk mynt er slegin hjá Royal Mint en seðlar prentaðir hjá fyrirtækinu De La Rue. Bæði fyrirtækin eru staðsett í Bretlandi og hafa séð um myntsláttu og seðlaprentun fyrir íslensk stjórnvöld í fleiri áratugi. Þrátt fyrir mikinn kostnað hefur Seðlabankinn engin áform um að hætta útgáfu einu krónunnar eða gera aðrar breytingar varðandi stærð útgefinnar myntar eða seðla.Önnur ríki hafa hætt útgáfu smámyntar Hár hlutfallslegur kostnaður seðlabanka vegna útgáfu smámyntar er ekki einsdæmi og eru fleiri dæmi um slíkt víða um heim. Til að mynda kostaði það bandarísk yfirvöld eitt og hálft sent að slá hvert eitt sent árið 2016, og kostaði sami myntsláttur 1,6 sent í Kanada árið 2012. Árið 2013 brugðust stjórnvöld í Kanada við þessari stöðu með því að hætta útgáfu eina sentsins og þess í stað námunda öll verð á vörum og þjónustu að næstu fimm sentum þegar borgað er með reiðufé. Breytingin hafði engin áhrif á verð til þeirra sem nota greiðslukort. Talið er að þessi ákvörðun kanadískra yfirvalda hafi sparað ríkinu um milljarð íslenskra króna á hverju ári, sé miðað við gengi dagsins. Einnig hafa ríki á borð við Ástralíu, Holland, Noreg, Finnland og Svíþjóð farið svipaða leið. Fram kom í ritinu Fjármálainnviðir 2018, sem er útgefið af Seðlabankanum, að verulega hafi dregið úr notkun reiðufjár í staðgreiðsluviðskiptum hér á landi síðustu ár. Samkvæmt niðurstöðum Gallup könnunar sem bankinn lét gera á greiðsluhegðun íslenskra heimila í lok síðasta árs, notast Íslendingar við rafrænar greiðslulausnir á borð við greiðslukort í 87% tilvika þegar keypt er vara eða þjónusta. Seðlabankinn Tengdar fréttir Kostar 2,50 að slá eina krónu Það kostar 2,50 krónur að slá eina íslenska krónu samkvæmt upplýsingum frá Ingvari Alfreð Sigfússyni, rekstrarstjóra Seðlabankans. Ástæðan fyrir dýrum slætti er mikil hækkun á málmi á undanförnum misserum. 21. febrúar 2008 14:00 Ekki má búast við neinum straumhvörfum við framkvæmd peningastefnunnar Ásgeir er einn höfunda skýrslu ríkisstjórnarinnar um framtíð íslenskrar peningastefnu sem kom út í fyrra en þar er lögð áhersla á 2,5 prósenta verðbólgumarkmið að undanskildum húsnæðislið. 25. júlí 2019 13:27 Erfiðara að tryggja virkni greiðslukorta hér á landi ef til annars fjármálahruns kemur Í svari Seðlabankans við fyrirspurn Vísis er það tíundað að meginástæðan fyrir þessu sé breytt fyrirkomulag debetkorta hér á landi. 5. júlí 2019 18:15 Alan Turing heiðraður á breskum peningaseðlum Maðurinn sem hefur verið nefndur faðir tölvunarfræðinnar mun skreyta fimmtíu punda seðilinn frá og með 2021. 15. júlí 2019 10:39 Mest lesið Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Viðskipti innlent Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Fleiri fréttir „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Sjá meira
Það kostar Seðlabankann þrjár krónur að slá hverja eina krónu mynt. Þetta kemur fram í svari Seðlabankans við fyrirspurn Vísis. Áður hefur verið greint frá því að ástæðan fyrir dýrum slætti sé verðhækkun á þeim málmum sem notaðir eru en eina krónan er í dag saman sett úr 75% kopar og 25% nikkel. Um er að ræða einu íslensku myntina þar sem kostnaður við myntsláttu er hærri en andvirði hennar. Eftir því sem virði myntar eykst minnkar hlutfall framleiðslukostnaðar af andvirði, eins og sjá má í töflunni hér fyrir neðan.Hyggst ekki hætta útgáfu þrátt fyrir kostnaðTegundEiningaverð100 kr. mynt11 krónur50 kr. mynt10 krónur10 kr. mynt5 krónur5 kr. mynt5 krónur1 kr. mynt3 krónur 10 þús. kr. seðill 21 krónur 5 þús. kr. seðill18 krónur1 þús. kr. seðill9 krónur500 kr. seðill18 krónur Svör Seðlabankans byggja á nýjustu fyrirliggjandi upplýsingum um kostnað hans við myntsláttu og seðlaprentun, umreiknaðan í íslenskar krónur. Íslensk mynt er slegin hjá Royal Mint en seðlar prentaðir hjá fyrirtækinu De La Rue. Bæði fyrirtækin eru staðsett í Bretlandi og hafa séð um myntsláttu og seðlaprentun fyrir íslensk stjórnvöld í fleiri áratugi. Þrátt fyrir mikinn kostnað hefur Seðlabankinn engin áform um að hætta útgáfu einu krónunnar eða gera aðrar breytingar varðandi stærð útgefinnar myntar eða seðla.Önnur ríki hafa hætt útgáfu smámyntar Hár hlutfallslegur kostnaður seðlabanka vegna útgáfu smámyntar er ekki einsdæmi og eru fleiri dæmi um slíkt víða um heim. Til að mynda kostaði það bandarísk yfirvöld eitt og hálft sent að slá hvert eitt sent árið 2016, og kostaði sami myntsláttur 1,6 sent í Kanada árið 2012. Árið 2013 brugðust stjórnvöld í Kanada við þessari stöðu með því að hætta útgáfu eina sentsins og þess í stað námunda öll verð á vörum og þjónustu að næstu fimm sentum þegar borgað er með reiðufé. Breytingin hafði engin áhrif á verð til þeirra sem nota greiðslukort. Talið er að þessi ákvörðun kanadískra yfirvalda hafi sparað ríkinu um milljarð íslenskra króna á hverju ári, sé miðað við gengi dagsins. Einnig hafa ríki á borð við Ástralíu, Holland, Noreg, Finnland og Svíþjóð farið svipaða leið. Fram kom í ritinu Fjármálainnviðir 2018, sem er útgefið af Seðlabankanum, að verulega hafi dregið úr notkun reiðufjár í staðgreiðsluviðskiptum hér á landi síðustu ár. Samkvæmt niðurstöðum Gallup könnunar sem bankinn lét gera á greiðsluhegðun íslenskra heimila í lok síðasta árs, notast Íslendingar við rafrænar greiðslulausnir á borð við greiðslukort í 87% tilvika þegar keypt er vara eða þjónusta.
Seðlabankinn Tengdar fréttir Kostar 2,50 að slá eina krónu Það kostar 2,50 krónur að slá eina íslenska krónu samkvæmt upplýsingum frá Ingvari Alfreð Sigfússyni, rekstrarstjóra Seðlabankans. Ástæðan fyrir dýrum slætti er mikil hækkun á málmi á undanförnum misserum. 21. febrúar 2008 14:00 Ekki má búast við neinum straumhvörfum við framkvæmd peningastefnunnar Ásgeir er einn höfunda skýrslu ríkisstjórnarinnar um framtíð íslenskrar peningastefnu sem kom út í fyrra en þar er lögð áhersla á 2,5 prósenta verðbólgumarkmið að undanskildum húsnæðislið. 25. júlí 2019 13:27 Erfiðara að tryggja virkni greiðslukorta hér á landi ef til annars fjármálahruns kemur Í svari Seðlabankans við fyrirspurn Vísis er það tíundað að meginástæðan fyrir þessu sé breytt fyrirkomulag debetkorta hér á landi. 5. júlí 2019 18:15 Alan Turing heiðraður á breskum peningaseðlum Maðurinn sem hefur verið nefndur faðir tölvunarfræðinnar mun skreyta fimmtíu punda seðilinn frá og með 2021. 15. júlí 2019 10:39 Mest lesið Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Viðskipti innlent Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Fleiri fréttir „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Sjá meira
Kostar 2,50 að slá eina krónu Það kostar 2,50 krónur að slá eina íslenska krónu samkvæmt upplýsingum frá Ingvari Alfreð Sigfússyni, rekstrarstjóra Seðlabankans. Ástæðan fyrir dýrum slætti er mikil hækkun á málmi á undanförnum misserum. 21. febrúar 2008 14:00
Ekki má búast við neinum straumhvörfum við framkvæmd peningastefnunnar Ásgeir er einn höfunda skýrslu ríkisstjórnarinnar um framtíð íslenskrar peningastefnu sem kom út í fyrra en þar er lögð áhersla á 2,5 prósenta verðbólgumarkmið að undanskildum húsnæðislið. 25. júlí 2019 13:27
Erfiðara að tryggja virkni greiðslukorta hér á landi ef til annars fjármálahruns kemur Í svari Seðlabankans við fyrirspurn Vísis er það tíundað að meginástæðan fyrir þessu sé breytt fyrirkomulag debetkorta hér á landi. 5. júlí 2019 18:15
Alan Turing heiðraður á breskum peningaseðlum Maðurinn sem hefur verið nefndur faðir tölvunarfræðinnar mun skreyta fimmtíu punda seðilinn frá og með 2021. 15. júlí 2019 10:39