Lagið heitir einfaldlega „The 1975“ og verður á næstu plötu hljómsveitarinnar. Platan heitir „Notes on a Conditional Form“ og kemur út í ágúst.
Í textanum er kallað eftir borgaralegri óhlýðni um heim allan.
„Allt verður að breytast og það verður að gerast í dag,“ má heyra Gretu segja í laginu.
Greta sem frá Svíþjóð hefur verið í broddi fylkingar í baráttunni gegn hamfarahlýnun af mannavöldum og er orðin eins konar tákngervingur hreyfingar grunnskólabarna sem hafa mótmælt fyrir loftslagið í meira en hundrað löndum í vetur.
Í textanum segir Greta að loftslagsáskorunin sem okkur hefur verið falið, að leysa sé sú erfiðasta og flóknasta sem tegundin Homo sapiens hefur þurft að fást við.
„Helsta lausn vandans, aftur á móti, er svo einföld að jafnvel kornabörn skilja. Við verðum að hætta losun gróðurhúsalofttegunda.“
Meeting @GretaThunberg was such an inspiration. We (The 1975) are very proud to say that our income from this track will be pledged to @ExtinctionRhttps://t.co/CDWMupADFVpic.twitter.com/lOHIr0YkFc
— matty (@Truman_Black) July 24, 2019
Hljómsveitin hefur áður gefið frá sér þrjár hljómplötur, The 1975 (2013), I like it When You Sleep, for You Are So Beautiful yet So Unaware of it (2016) og A brief Inquiry into Online Relationships sem kom undir árslok 2018. Lögin Sex, Chocolate, Robbers og Somebody Else slógu í gegn og komu þeim á kortið.