Nær óbætanlegt tjón ef spilliefni bærist inn á vatnsverndarsvæði Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 25. júlí 2019 14:25 Frá slysstað á Öxnadalsheiði í gær. Mynd/Aðsend Óbætanlegur skaði gæti orðið ef spilliefni berast í neysluvatn að sögn heilbrigðisfulltrúa á Norðurlandi vestra. Hann segir slysið á Öxnadalsheiði í gær, þar sem nokkur þúsund lítrar af olíu láku út í jarðveginn eftir að olíuflutningabíll valt, gefa tilefni til að ráðist verði í aðgerðir. Stjórnvöld ættu að huga betur að vörnum vatnsverndarsvæða nærri þjóðvegum. Ökumaður olíuflutningabílsins sem valt á Öxnadalsheiði í gær var fluttur á slysadeild á Akureyri. Talsvert magn olíu lak út í jarðvegin og nærliggjandi ár þegar gat kom á skrokkinn og hófust verktakar sem staddir voru á svæðinu þegar í stað handa við að hefta útbreiðslu olíunnar um svæðið. Sigurjón Þórðarson, framkvæmdastjóri hjá Heilbrigðiseftirliti Norðurlands vestra, kannaði aðstæður á svæðinu í gær og tók sýni sem send verða til rannsóknar. „Þó svo að ég eigi von á að þetta hafi ekki varanlegar afleiðingar eða miklar afleiðingar fyrir lífríki árinnar þá er ágætt að fá það staðfest,“ segir Sigurjón.Eru fyrirhugaðar einhverjar frekari hreinsunaraðgerðir? „Það var ekki til nokkurs að fjarlægja jarðveginn þá var sett upp tjörn til að fanga vatnið sem að rennur þarna frá slysstað og þar verður settur upp hreinsibúnaður til þess að taka olíuna sem að situr ofan á settjörninni,“ útskýrir Sigurjón. Sjá einnig: Gæti tekið vikur að hreinsa upp olíuna Hann segir mikið lán að slysið hafi ekki orðið í grennd við vatnsverndarsvæði. „Ég held að það þurfi að fara yfir flutning á hættulegum efnum og sérstaklega að skoða þá vatnsverndarsvæði í þeim efnum. Þetta eru það tíð slys virðist vera. Það eru ekki nema þrjú ár síðan annar olíuflutningabíll fór út af hér í Skagafirði og þess vegna þarf að fara að skoða hvernig er hægt að ganga betur frá vatnsverndarsvæðum,“ segir Sigurjón. „Ef svona slys verða á þeim, hvort sem það er við Akureyri, eða Blönduós eða höfuðborginni, að vatnsverndarstaðirnir séu þá það vel varðir að það skaði ekki vatnsbólin. Því að það mun verða þá nær óbætanlegur skaði fyrir þær byggðir sem að verða fyrir því.“ Akrahreppur Hörgársveit Samgönguslys Umhverfismál Mest lesið Áhugi á Valhöll Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Innlent Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Erlent Fleiri fréttir Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Sjá meira
Óbætanlegur skaði gæti orðið ef spilliefni berast í neysluvatn að sögn heilbrigðisfulltrúa á Norðurlandi vestra. Hann segir slysið á Öxnadalsheiði í gær, þar sem nokkur þúsund lítrar af olíu láku út í jarðveginn eftir að olíuflutningabíll valt, gefa tilefni til að ráðist verði í aðgerðir. Stjórnvöld ættu að huga betur að vörnum vatnsverndarsvæða nærri þjóðvegum. Ökumaður olíuflutningabílsins sem valt á Öxnadalsheiði í gær var fluttur á slysadeild á Akureyri. Talsvert magn olíu lak út í jarðvegin og nærliggjandi ár þegar gat kom á skrokkinn og hófust verktakar sem staddir voru á svæðinu þegar í stað handa við að hefta útbreiðslu olíunnar um svæðið. Sigurjón Þórðarson, framkvæmdastjóri hjá Heilbrigðiseftirliti Norðurlands vestra, kannaði aðstæður á svæðinu í gær og tók sýni sem send verða til rannsóknar. „Þó svo að ég eigi von á að þetta hafi ekki varanlegar afleiðingar eða miklar afleiðingar fyrir lífríki árinnar þá er ágætt að fá það staðfest,“ segir Sigurjón.Eru fyrirhugaðar einhverjar frekari hreinsunaraðgerðir? „Það var ekki til nokkurs að fjarlægja jarðveginn þá var sett upp tjörn til að fanga vatnið sem að rennur þarna frá slysstað og þar verður settur upp hreinsibúnaður til þess að taka olíuna sem að situr ofan á settjörninni,“ útskýrir Sigurjón. Sjá einnig: Gæti tekið vikur að hreinsa upp olíuna Hann segir mikið lán að slysið hafi ekki orðið í grennd við vatnsverndarsvæði. „Ég held að það þurfi að fara yfir flutning á hættulegum efnum og sérstaklega að skoða þá vatnsverndarsvæði í þeim efnum. Þetta eru það tíð slys virðist vera. Það eru ekki nema þrjú ár síðan annar olíuflutningabíll fór út af hér í Skagafirði og þess vegna þarf að fara að skoða hvernig er hægt að ganga betur frá vatnsverndarsvæðum,“ segir Sigurjón. „Ef svona slys verða á þeim, hvort sem það er við Akureyri, eða Blönduós eða höfuðborginni, að vatnsverndarstaðirnir séu þá það vel varðir að það skaði ekki vatnsbólin. Því að það mun verða þá nær óbætanlegur skaði fyrir þær byggðir sem að verða fyrir því.“
Akrahreppur Hörgársveit Samgönguslys Umhverfismál Mest lesið Áhugi á Valhöll Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Innlent Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Erlent Fleiri fréttir Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Sjá meira