Ekki má búast við neinum straumhvörfum við framkvæmd peningastefnunnar Þorbjörn Þórðarson skrifar 25. júlí 2019 13:27 Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri. FBL/GVA Ekki má búast við neinum straumhvörfum við framkvæmd peningastefnunnar með Ásgeiri Jónssyni nýjum seðlabankastjóra. Ásgeir er einn höfunda skýrslu ríkisstjórnarinnar um framtíð íslenskrar peningastefnu sem kom út í fyrra en þar er lögð áhersla á 2,5 prósenta verðbólgumarkmið að undanskildum húsnæðislið. Á síðasta ári kom út skýrslan Framtíð íslenskrar peningastefnu. Skýrslan var afrakstur vinnu starfshóps ríkisstjórnarinnar en í honum sátu hagfræðingarnir Ásgeir Jónsson sem er nýskipaður seðlabankastjóri, Ásdís Kristjánsdóttir og Illugi Gunnarsson. Vinnan gekk út frá þeirri forsendu að krónan yrði framtíðargjaldmiðill Íslendinga og voru því tillögur starfshópsins afmarkaðar við það. Það var niðurstaða skýrsluhöfunda að Íslendingar hefðu í raun og veru aðeins tvo valkosti miðað við þessa forsendu. Annars vegar að halda áfram með sjálfstæða peningastefnu undir merkjum verðbólgumarkmiðs. Eða að hætta að reka sjálfstæða peningastefnu og festa gengi krónunnar varanlega niður með myntráði sem fæli í sér að öll innlend seðlaútgáfa væri tryggð með erlendum gjaldeyri. Niðurstaða starfshópsins var sú að það væri betra að halda áfram í sjálfstæða peningastefnu með 2,5 prósenta verðbólgumarkmiði. Fastgengisstefna fæli í sér óásættanlega áhættu fyrir fjármálastöðugleika því þá væri engum lánveitanda til þrautavara til að dreifa.Nýr vinnustaður Ásgeirs, Seðlabanki Íslands.Vísir/VilhelmStarfshópurinn lagði hins vegar til að húsnæðisliðurinn yrði undanskilinn úr þeirri verðvísitölu sem verðbólgumarkmið Seðlabankans næði til. Til þess væru nokkrar leiðir færar, Seðlabankinn gæti miðað við aðrar vísitölur, svo sem vísitölu neysluverðs án húsnæðis eða samræmda vísitölu neysluverðs. Ekki má því búast við straumhvörfum við rekstur peningastefnunnar með nýjum seðlabankastjóra enda er hlutverk Seðlabankans lögbundið og er það einkum tvíþætt. Að stöðla að stöðugu verðlagi og fjármálastöðugleika. Ásgeir Jónsson var spurður í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi hvort vænta mætti breytinga með nýjum seðlabankastjóra. „Það fylgja alltaf nýjar áherslur með nýjum mönnum en það liggur líka fyrir að það er búið að samþykkja ný lög um Seðlabanka Íslands sem taka gildi í janúar. Þær fela í sér breytingar, meðal annars sameiningu Seðlabankans við Fjármálaeftirlitið og ýmsar aðrar breytingar. Það liggur fyrir að mitt hlutverk verður að fylgja þeim breytingum eftir.“ Ásgeir sagði að Íslendingar þyrftu ekki að kvíða framtíðinni. „Það er aldrei ástæða fyrir því að vera með kvíða en alltaf ágæt að hafa vara á hlutum. Okkar staða er mjög góð. Við höfum fengið 7 til 8 ára hagvöxt. Hagkerfið hefur vaxið um þriðjung á þessum 7 – 8 árum. Á sama erum við að sjá gott jafnvægi í hagkerfinu. Það er enn viðskiptaafgangur, það er ekki verðbólga, atvinnustig tiltölulega gott og við höfum ekki séð neina aukna skuldsetningu á síðari árum. Okkar staða er góð þannig lagað en við erum að fara að sjá niðursveiflu í hagkerfinu að einhverju leyti, það er allavega að hægja á því.“ Íslenska krónan Seðlabankinn Tengdar fréttir Nýr seðlabankastjóri „skarpgreindur, víðsýnn og afkastamikill“ Ásgeir Jónsson, dósent og forseti hagfræðideildar Háskóla Íslands hefur, eins og greint hefur verið frá, verið skipaður Seðlabankastjóri og mun taka við af Má Guðmundssyni. Ásgeir var einn fjögurra sem metnir voru mjög vel hæfir til starfsins og þótti bera af í viðtölum ásamt Gylfa Magnússyni, dósent við HÍ. 24. júlí 2019 17:14 „Hann sparaði ekki stóru orðin á óheppilegum tíma rétt fyrir hrun“ Ráðning Ásgeirs Jónssonar hagfræðings í stöðu Seðlabankastjóra var tilkynnt í gær og hefur þeim tíðindum ýmist verið mætt með fögnuði eða gagnrýni. 25. júlí 2019 11:00 Segir Ásgeir vera „dogmatískan og trúheitan nýfrjálshyggju-prest“ sem aðhyllist „sjúklega“ skaðlega hugmyndafræði Formaður Eflingar segir að það sé óbærileg tilhugsun að skattpeningar láglaunafólks fari í að greiða Ásgeiri laun í embætti Seðlabankastjóra. 25. júlí 2019 13:12 Mest lesið Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Isavia gefur strandaglópum engin grið Viðskipti innlent Búið að greiða laun og barnabætur Viðskipti innlent Gjörbreyttar kröfur og vinna ekki lengur aðeins til að hafa í sig og á Atvinnulíf Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Ásgeir og Darri til Landslaga Viðskipti innlent „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Viðskipti innlent Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sýn og Creditinfo í samstarf um Framúrskarandi fyrirtæki Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Leik lokið hjá Play „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Loka Kristjánsbakaríi Sjá meira
Ekki má búast við neinum straumhvörfum við framkvæmd peningastefnunnar með Ásgeiri Jónssyni nýjum seðlabankastjóra. Ásgeir er einn höfunda skýrslu ríkisstjórnarinnar um framtíð íslenskrar peningastefnu sem kom út í fyrra en þar er lögð áhersla á 2,5 prósenta verðbólgumarkmið að undanskildum húsnæðislið. Á síðasta ári kom út skýrslan Framtíð íslenskrar peningastefnu. Skýrslan var afrakstur vinnu starfshóps ríkisstjórnarinnar en í honum sátu hagfræðingarnir Ásgeir Jónsson sem er nýskipaður seðlabankastjóri, Ásdís Kristjánsdóttir og Illugi Gunnarsson. Vinnan gekk út frá þeirri forsendu að krónan yrði framtíðargjaldmiðill Íslendinga og voru því tillögur starfshópsins afmarkaðar við það. Það var niðurstaða skýrsluhöfunda að Íslendingar hefðu í raun og veru aðeins tvo valkosti miðað við þessa forsendu. Annars vegar að halda áfram með sjálfstæða peningastefnu undir merkjum verðbólgumarkmiðs. Eða að hætta að reka sjálfstæða peningastefnu og festa gengi krónunnar varanlega niður með myntráði sem fæli í sér að öll innlend seðlaútgáfa væri tryggð með erlendum gjaldeyri. Niðurstaða starfshópsins var sú að það væri betra að halda áfram í sjálfstæða peningastefnu með 2,5 prósenta verðbólgumarkmiði. Fastgengisstefna fæli í sér óásættanlega áhættu fyrir fjármálastöðugleika því þá væri engum lánveitanda til þrautavara til að dreifa.Nýr vinnustaður Ásgeirs, Seðlabanki Íslands.Vísir/VilhelmStarfshópurinn lagði hins vegar til að húsnæðisliðurinn yrði undanskilinn úr þeirri verðvísitölu sem verðbólgumarkmið Seðlabankans næði til. Til þess væru nokkrar leiðir færar, Seðlabankinn gæti miðað við aðrar vísitölur, svo sem vísitölu neysluverðs án húsnæðis eða samræmda vísitölu neysluverðs. Ekki má því búast við straumhvörfum við rekstur peningastefnunnar með nýjum seðlabankastjóra enda er hlutverk Seðlabankans lögbundið og er það einkum tvíþætt. Að stöðla að stöðugu verðlagi og fjármálastöðugleika. Ásgeir Jónsson var spurður í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi hvort vænta mætti breytinga með nýjum seðlabankastjóra. „Það fylgja alltaf nýjar áherslur með nýjum mönnum en það liggur líka fyrir að það er búið að samþykkja ný lög um Seðlabanka Íslands sem taka gildi í janúar. Þær fela í sér breytingar, meðal annars sameiningu Seðlabankans við Fjármálaeftirlitið og ýmsar aðrar breytingar. Það liggur fyrir að mitt hlutverk verður að fylgja þeim breytingum eftir.“ Ásgeir sagði að Íslendingar þyrftu ekki að kvíða framtíðinni. „Það er aldrei ástæða fyrir því að vera með kvíða en alltaf ágæt að hafa vara á hlutum. Okkar staða er mjög góð. Við höfum fengið 7 til 8 ára hagvöxt. Hagkerfið hefur vaxið um þriðjung á þessum 7 – 8 árum. Á sama erum við að sjá gott jafnvægi í hagkerfinu. Það er enn viðskiptaafgangur, það er ekki verðbólga, atvinnustig tiltölulega gott og við höfum ekki séð neina aukna skuldsetningu á síðari árum. Okkar staða er góð þannig lagað en við erum að fara að sjá niðursveiflu í hagkerfinu að einhverju leyti, það er allavega að hægja á því.“
Íslenska krónan Seðlabankinn Tengdar fréttir Nýr seðlabankastjóri „skarpgreindur, víðsýnn og afkastamikill“ Ásgeir Jónsson, dósent og forseti hagfræðideildar Háskóla Íslands hefur, eins og greint hefur verið frá, verið skipaður Seðlabankastjóri og mun taka við af Má Guðmundssyni. Ásgeir var einn fjögurra sem metnir voru mjög vel hæfir til starfsins og þótti bera af í viðtölum ásamt Gylfa Magnússyni, dósent við HÍ. 24. júlí 2019 17:14 „Hann sparaði ekki stóru orðin á óheppilegum tíma rétt fyrir hrun“ Ráðning Ásgeirs Jónssonar hagfræðings í stöðu Seðlabankastjóra var tilkynnt í gær og hefur þeim tíðindum ýmist verið mætt með fögnuði eða gagnrýni. 25. júlí 2019 11:00 Segir Ásgeir vera „dogmatískan og trúheitan nýfrjálshyggju-prest“ sem aðhyllist „sjúklega“ skaðlega hugmyndafræði Formaður Eflingar segir að það sé óbærileg tilhugsun að skattpeningar láglaunafólks fari í að greiða Ásgeiri laun í embætti Seðlabankastjóra. 25. júlí 2019 13:12 Mest lesið Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Isavia gefur strandaglópum engin grið Viðskipti innlent Búið að greiða laun og barnabætur Viðskipti innlent Gjörbreyttar kröfur og vinna ekki lengur aðeins til að hafa í sig og á Atvinnulíf Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Ásgeir og Darri til Landslaga Viðskipti innlent „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Viðskipti innlent Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sýn og Creditinfo í samstarf um Framúrskarandi fyrirtæki Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Leik lokið hjá Play „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Loka Kristjánsbakaríi Sjá meira
Nýr seðlabankastjóri „skarpgreindur, víðsýnn og afkastamikill“ Ásgeir Jónsson, dósent og forseti hagfræðideildar Háskóla Íslands hefur, eins og greint hefur verið frá, verið skipaður Seðlabankastjóri og mun taka við af Má Guðmundssyni. Ásgeir var einn fjögurra sem metnir voru mjög vel hæfir til starfsins og þótti bera af í viðtölum ásamt Gylfa Magnússyni, dósent við HÍ. 24. júlí 2019 17:14
„Hann sparaði ekki stóru orðin á óheppilegum tíma rétt fyrir hrun“ Ráðning Ásgeirs Jónssonar hagfræðings í stöðu Seðlabankastjóra var tilkynnt í gær og hefur þeim tíðindum ýmist verið mætt með fögnuði eða gagnrýni. 25. júlí 2019 11:00
Segir Ásgeir vera „dogmatískan og trúheitan nýfrjálshyggju-prest“ sem aðhyllist „sjúklega“ skaðlega hugmyndafræði Formaður Eflingar segir að það sé óbærileg tilhugsun að skattpeningar láglaunafólks fari í að greiða Ásgeiri laun í embætti Seðlabankastjóra. 25. júlí 2019 13:12