Ekki má búast við neinum straumhvörfum við framkvæmd peningastefnunnar Þorbjörn Þórðarson skrifar 25. júlí 2019 13:27 Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri. FBL/GVA Ekki má búast við neinum straumhvörfum við framkvæmd peningastefnunnar með Ásgeiri Jónssyni nýjum seðlabankastjóra. Ásgeir er einn höfunda skýrslu ríkisstjórnarinnar um framtíð íslenskrar peningastefnu sem kom út í fyrra en þar er lögð áhersla á 2,5 prósenta verðbólgumarkmið að undanskildum húsnæðislið. Á síðasta ári kom út skýrslan Framtíð íslenskrar peningastefnu. Skýrslan var afrakstur vinnu starfshóps ríkisstjórnarinnar en í honum sátu hagfræðingarnir Ásgeir Jónsson sem er nýskipaður seðlabankastjóri, Ásdís Kristjánsdóttir og Illugi Gunnarsson. Vinnan gekk út frá þeirri forsendu að krónan yrði framtíðargjaldmiðill Íslendinga og voru því tillögur starfshópsins afmarkaðar við það. Það var niðurstaða skýrsluhöfunda að Íslendingar hefðu í raun og veru aðeins tvo valkosti miðað við þessa forsendu. Annars vegar að halda áfram með sjálfstæða peningastefnu undir merkjum verðbólgumarkmiðs. Eða að hætta að reka sjálfstæða peningastefnu og festa gengi krónunnar varanlega niður með myntráði sem fæli í sér að öll innlend seðlaútgáfa væri tryggð með erlendum gjaldeyri. Niðurstaða starfshópsins var sú að það væri betra að halda áfram í sjálfstæða peningastefnu með 2,5 prósenta verðbólgumarkmiði. Fastgengisstefna fæli í sér óásættanlega áhættu fyrir fjármálastöðugleika því þá væri engum lánveitanda til þrautavara til að dreifa.Nýr vinnustaður Ásgeirs, Seðlabanki Íslands.Vísir/VilhelmStarfshópurinn lagði hins vegar til að húsnæðisliðurinn yrði undanskilinn úr þeirri verðvísitölu sem verðbólgumarkmið Seðlabankans næði til. Til þess væru nokkrar leiðir færar, Seðlabankinn gæti miðað við aðrar vísitölur, svo sem vísitölu neysluverðs án húsnæðis eða samræmda vísitölu neysluverðs. Ekki má því búast við straumhvörfum við rekstur peningastefnunnar með nýjum seðlabankastjóra enda er hlutverk Seðlabankans lögbundið og er það einkum tvíþætt. Að stöðla að stöðugu verðlagi og fjármálastöðugleika. Ásgeir Jónsson var spurður í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi hvort vænta mætti breytinga með nýjum seðlabankastjóra. „Það fylgja alltaf nýjar áherslur með nýjum mönnum en það liggur líka fyrir að það er búið að samþykkja ný lög um Seðlabanka Íslands sem taka gildi í janúar. Þær fela í sér breytingar, meðal annars sameiningu Seðlabankans við Fjármálaeftirlitið og ýmsar aðrar breytingar. Það liggur fyrir að mitt hlutverk verður að fylgja þeim breytingum eftir.“ Ásgeir sagði að Íslendingar þyrftu ekki að kvíða framtíðinni. „Það er aldrei ástæða fyrir því að vera með kvíða en alltaf ágæt að hafa vara á hlutum. Okkar staða er mjög góð. Við höfum fengið 7 til 8 ára hagvöxt. Hagkerfið hefur vaxið um þriðjung á þessum 7 – 8 árum. Á sama erum við að sjá gott jafnvægi í hagkerfinu. Það er enn viðskiptaafgangur, það er ekki verðbólga, atvinnustig tiltölulega gott og við höfum ekki séð neina aukna skuldsetningu á síðari árum. Okkar staða er góð þannig lagað en við erum að fara að sjá niðursveiflu í hagkerfinu að einhverju leyti, það er allavega að hægja á því.“ Íslenska krónan Seðlabankinn Tengdar fréttir Nýr seðlabankastjóri „skarpgreindur, víðsýnn og afkastamikill“ Ásgeir Jónsson, dósent og forseti hagfræðideildar Háskóla Íslands hefur, eins og greint hefur verið frá, verið skipaður Seðlabankastjóri og mun taka við af Má Guðmundssyni. Ásgeir var einn fjögurra sem metnir voru mjög vel hæfir til starfsins og þótti bera af í viðtölum ásamt Gylfa Magnússyni, dósent við HÍ. 24. júlí 2019 17:14 „Hann sparaði ekki stóru orðin á óheppilegum tíma rétt fyrir hrun“ Ráðning Ásgeirs Jónssonar hagfræðings í stöðu Seðlabankastjóra var tilkynnt í gær og hefur þeim tíðindum ýmist verið mætt með fögnuði eða gagnrýni. 25. júlí 2019 11:00 Segir Ásgeir vera „dogmatískan og trúheitan nýfrjálshyggju-prest“ sem aðhyllist „sjúklega“ skaðlega hugmyndafræði Formaður Eflingar segir að það sé óbærileg tilhugsun að skattpeningar láglaunafólks fari í að greiða Ásgeiri laun í embætti Seðlabankastjóra. 25. júlí 2019 13:12 Mest lesið Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Búnir að gefast upp á fríum stæðum við TBR Neytendur Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Viðskipti innlent Hvað er eiginlega í vatninu á Höfn í Hornafirði? Framúrskarandi fyrirtæki Pavel í baðstofubransann Viðskipti innlent Ekki grínast um uppsagnir, hnýsast um samtölin eða baktala Atvinnulíf Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Viðskipti innlent Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Viðskipti innlent „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Sjá meira
Ekki má búast við neinum straumhvörfum við framkvæmd peningastefnunnar með Ásgeiri Jónssyni nýjum seðlabankastjóra. Ásgeir er einn höfunda skýrslu ríkisstjórnarinnar um framtíð íslenskrar peningastefnu sem kom út í fyrra en þar er lögð áhersla á 2,5 prósenta verðbólgumarkmið að undanskildum húsnæðislið. Á síðasta ári kom út skýrslan Framtíð íslenskrar peningastefnu. Skýrslan var afrakstur vinnu starfshóps ríkisstjórnarinnar en í honum sátu hagfræðingarnir Ásgeir Jónsson sem er nýskipaður seðlabankastjóri, Ásdís Kristjánsdóttir og Illugi Gunnarsson. Vinnan gekk út frá þeirri forsendu að krónan yrði framtíðargjaldmiðill Íslendinga og voru því tillögur starfshópsins afmarkaðar við það. Það var niðurstaða skýrsluhöfunda að Íslendingar hefðu í raun og veru aðeins tvo valkosti miðað við þessa forsendu. Annars vegar að halda áfram með sjálfstæða peningastefnu undir merkjum verðbólgumarkmiðs. Eða að hætta að reka sjálfstæða peningastefnu og festa gengi krónunnar varanlega niður með myntráði sem fæli í sér að öll innlend seðlaútgáfa væri tryggð með erlendum gjaldeyri. Niðurstaða starfshópsins var sú að það væri betra að halda áfram í sjálfstæða peningastefnu með 2,5 prósenta verðbólgumarkmiði. Fastgengisstefna fæli í sér óásættanlega áhættu fyrir fjármálastöðugleika því þá væri engum lánveitanda til þrautavara til að dreifa.Nýr vinnustaður Ásgeirs, Seðlabanki Íslands.Vísir/VilhelmStarfshópurinn lagði hins vegar til að húsnæðisliðurinn yrði undanskilinn úr þeirri verðvísitölu sem verðbólgumarkmið Seðlabankans næði til. Til þess væru nokkrar leiðir færar, Seðlabankinn gæti miðað við aðrar vísitölur, svo sem vísitölu neysluverðs án húsnæðis eða samræmda vísitölu neysluverðs. Ekki má því búast við straumhvörfum við rekstur peningastefnunnar með nýjum seðlabankastjóra enda er hlutverk Seðlabankans lögbundið og er það einkum tvíþætt. Að stöðla að stöðugu verðlagi og fjármálastöðugleika. Ásgeir Jónsson var spurður í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi hvort vænta mætti breytinga með nýjum seðlabankastjóra. „Það fylgja alltaf nýjar áherslur með nýjum mönnum en það liggur líka fyrir að það er búið að samþykkja ný lög um Seðlabanka Íslands sem taka gildi í janúar. Þær fela í sér breytingar, meðal annars sameiningu Seðlabankans við Fjármálaeftirlitið og ýmsar aðrar breytingar. Það liggur fyrir að mitt hlutverk verður að fylgja þeim breytingum eftir.“ Ásgeir sagði að Íslendingar þyrftu ekki að kvíða framtíðinni. „Það er aldrei ástæða fyrir því að vera með kvíða en alltaf ágæt að hafa vara á hlutum. Okkar staða er mjög góð. Við höfum fengið 7 til 8 ára hagvöxt. Hagkerfið hefur vaxið um þriðjung á þessum 7 – 8 árum. Á sama erum við að sjá gott jafnvægi í hagkerfinu. Það er enn viðskiptaafgangur, það er ekki verðbólga, atvinnustig tiltölulega gott og við höfum ekki séð neina aukna skuldsetningu á síðari árum. Okkar staða er góð þannig lagað en við erum að fara að sjá niðursveiflu í hagkerfinu að einhverju leyti, það er allavega að hægja á því.“
Íslenska krónan Seðlabankinn Tengdar fréttir Nýr seðlabankastjóri „skarpgreindur, víðsýnn og afkastamikill“ Ásgeir Jónsson, dósent og forseti hagfræðideildar Háskóla Íslands hefur, eins og greint hefur verið frá, verið skipaður Seðlabankastjóri og mun taka við af Má Guðmundssyni. Ásgeir var einn fjögurra sem metnir voru mjög vel hæfir til starfsins og þótti bera af í viðtölum ásamt Gylfa Magnússyni, dósent við HÍ. 24. júlí 2019 17:14 „Hann sparaði ekki stóru orðin á óheppilegum tíma rétt fyrir hrun“ Ráðning Ásgeirs Jónssonar hagfræðings í stöðu Seðlabankastjóra var tilkynnt í gær og hefur þeim tíðindum ýmist verið mætt með fögnuði eða gagnrýni. 25. júlí 2019 11:00 Segir Ásgeir vera „dogmatískan og trúheitan nýfrjálshyggju-prest“ sem aðhyllist „sjúklega“ skaðlega hugmyndafræði Formaður Eflingar segir að það sé óbærileg tilhugsun að skattpeningar láglaunafólks fari í að greiða Ásgeiri laun í embætti Seðlabankastjóra. 25. júlí 2019 13:12 Mest lesið Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Búnir að gefast upp á fríum stæðum við TBR Neytendur Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Viðskipti innlent Hvað er eiginlega í vatninu á Höfn í Hornafirði? Framúrskarandi fyrirtæki Pavel í baðstofubransann Viðskipti innlent Ekki grínast um uppsagnir, hnýsast um samtölin eða baktala Atvinnulíf Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Viðskipti innlent Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Viðskipti innlent „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Sjá meira
Nýr seðlabankastjóri „skarpgreindur, víðsýnn og afkastamikill“ Ásgeir Jónsson, dósent og forseti hagfræðideildar Háskóla Íslands hefur, eins og greint hefur verið frá, verið skipaður Seðlabankastjóri og mun taka við af Má Guðmundssyni. Ásgeir var einn fjögurra sem metnir voru mjög vel hæfir til starfsins og þótti bera af í viðtölum ásamt Gylfa Magnússyni, dósent við HÍ. 24. júlí 2019 17:14
„Hann sparaði ekki stóru orðin á óheppilegum tíma rétt fyrir hrun“ Ráðning Ásgeirs Jónssonar hagfræðings í stöðu Seðlabankastjóra var tilkynnt í gær og hefur þeim tíðindum ýmist verið mætt með fögnuði eða gagnrýni. 25. júlí 2019 11:00
Segir Ásgeir vera „dogmatískan og trúheitan nýfrjálshyggju-prest“ sem aðhyllist „sjúklega“ skaðlega hugmyndafræði Formaður Eflingar segir að það sé óbærileg tilhugsun að skattpeningar láglaunafólks fari í að greiða Ásgeiri laun í embætti Seðlabankastjóra. 25. júlí 2019 13:12