Beint flug stærsta hagsmunamál ferðaþjónustunnar á landsbyggðinni Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 25. júlí 2019 11:37 Bæði framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands og bæjarstjórinn á Akureyri segjast finna fyrir fækkun ferðamanna á Norðurlandi. Brýnt sé að grípa í taumana fyrir veturinn. samsett mynd Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri á Akureyri, segir að reglulegt beint flug til og frá Akureyri sé stærsta hagsmunamál ferðaþjónustunnar á landsbyggðinni. Þannig myndi opnast önnur gátt inn í landið og erlendir ferðamenn fá raunhæfan valkost á að sækja landsbyggðina heim og dreifa álaginu um land allt. Arnheiður Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands, segir að ferðaþjónustuaðilar á Norðurlandi finni vel fyrir fækkun ferðamanna í sumar. Hún geri ráð fyrir að um 15% fækkun. Hún segir ferðamenn útiloka staðina fjærst höfuðborginni í sparnaðarskini og Norðurland lendi þar af leiðandi undir hnífnum. Erfitt sé að fá þá ferðamenn sem þó heimsækja Norðurland til að dvelja þar í meira en eina nótt.Uggandi yfir næstu misserum „Við erum uggandi yfir næstu misserum vegna þess að þetta hefur áhrif. Nú er auðvitað háannatími þar sem menn eru að reyna að ná inn sem mestu tekjum. Framundan er haust og vetur þar sem við erum ennþá með mikla árstíðarsveiflu sem við eigum eftir að sjá hvernig kemur út. Yfir vetratímann eru menn enn tregari til að fara út á land og eru að taka styttri ferðir,“ segir Arnheiður sem var í viðtali í Bítinu í gær. Hún telur ærið tilefni til að fara vel ofan í saumana á áhrifum gjaldþrots flugfélagsins WOW Air á ferðaþjónustu á landsbyggðinni. Mikilvægt sé að gera ráðstafanir fyrir veturinn og markaðssetja landið vel.Stækka þarf flughlaðið á Akureyrarflugvelli til að liðka fyrir millilandaflugi.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Uppbygging flugvallarins á Akureyri lykilatriði Ásthildur tekur undir með Arnheiði og segir ljóst að ferðmenn forðist að fara langt frá höfuðborgarsvæðinu því mörgum finnist heldur dýrt á Íslandi. „Við höfum kallað mjög eftir frekari uppbyggingu á flugvellinum á Akureyri þannig að það sé hægt að vera með beint flug frá Evrópu til Akureyrar þannig að við dreifum ferðamönnum betur og þessa aðra gátt inn í landið,“ segir Ásthildur. Til þess að það verði að veruleika þyrfti að stækka flugstöðina og byggja upp flughlað þannig að hægt sé að lenda þotunum. „Þetta eru í sjálfu sér ekki stórir peningar þegar við horfum á heildarhagsmunina og þess vegna er algjörlega óskiljanlegt að það sé ekki búið að leggja í þessa fjárfestingu.“ Ásthildur segir að áætlaður kostnaður við framkvæmdirnar séu rúmir þrír milljarðar. Það væri best að ráðast í þær sem allra fyrst til þess að uppbyggingin geti hafist sem allra fyrst. Akureyri Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Samgöngur Tengdar fréttir Samfélagsleg áhrif 90 milljarða uppbyggingar ekki skoðaðar Skipulagsstofnun segir skorta á stefnu stjórnvalda um uppbyggingu Keflavíkurflugvallar. Of mikið sé einblínt á óskir flugfélaga og ekki hugsað til samfélagslegra áhrifa. 27. nóvember 2018 07:00 Hollensk ferðaskrifstofa býður beint flug norður til Akureyrar "Ferðamenn vilja sjá meira en Gullna hringinn,“ segir framkvæmdastjóri hollensku ferðaskrifstofunnar Voigt Travel sem sérhæfir sig í ferðum á norðurslóðir. Ætla að fljúga beint til Akureyrar frá og með næsta sumri. 16. nóvember 2018 07:00 Mest lesið Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Innlent Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Erlent Titringur á Alþingi Innlent Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Fleiri fréttir Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sjá meira
Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri á Akureyri, segir að reglulegt beint flug til og frá Akureyri sé stærsta hagsmunamál ferðaþjónustunnar á landsbyggðinni. Þannig myndi opnast önnur gátt inn í landið og erlendir ferðamenn fá raunhæfan valkost á að sækja landsbyggðina heim og dreifa álaginu um land allt. Arnheiður Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands, segir að ferðaþjónustuaðilar á Norðurlandi finni vel fyrir fækkun ferðamanna í sumar. Hún geri ráð fyrir að um 15% fækkun. Hún segir ferðamenn útiloka staðina fjærst höfuðborginni í sparnaðarskini og Norðurland lendi þar af leiðandi undir hnífnum. Erfitt sé að fá þá ferðamenn sem þó heimsækja Norðurland til að dvelja þar í meira en eina nótt.Uggandi yfir næstu misserum „Við erum uggandi yfir næstu misserum vegna þess að þetta hefur áhrif. Nú er auðvitað háannatími þar sem menn eru að reyna að ná inn sem mestu tekjum. Framundan er haust og vetur þar sem við erum ennþá með mikla árstíðarsveiflu sem við eigum eftir að sjá hvernig kemur út. Yfir vetratímann eru menn enn tregari til að fara út á land og eru að taka styttri ferðir,“ segir Arnheiður sem var í viðtali í Bítinu í gær. Hún telur ærið tilefni til að fara vel ofan í saumana á áhrifum gjaldþrots flugfélagsins WOW Air á ferðaþjónustu á landsbyggðinni. Mikilvægt sé að gera ráðstafanir fyrir veturinn og markaðssetja landið vel.Stækka þarf flughlaðið á Akureyrarflugvelli til að liðka fyrir millilandaflugi.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Uppbygging flugvallarins á Akureyri lykilatriði Ásthildur tekur undir með Arnheiði og segir ljóst að ferðmenn forðist að fara langt frá höfuðborgarsvæðinu því mörgum finnist heldur dýrt á Íslandi. „Við höfum kallað mjög eftir frekari uppbyggingu á flugvellinum á Akureyri þannig að það sé hægt að vera með beint flug frá Evrópu til Akureyrar þannig að við dreifum ferðamönnum betur og þessa aðra gátt inn í landið,“ segir Ásthildur. Til þess að það verði að veruleika þyrfti að stækka flugstöðina og byggja upp flughlað þannig að hægt sé að lenda þotunum. „Þetta eru í sjálfu sér ekki stórir peningar þegar við horfum á heildarhagsmunina og þess vegna er algjörlega óskiljanlegt að það sé ekki búið að leggja í þessa fjárfestingu.“ Ásthildur segir að áætlaður kostnaður við framkvæmdirnar séu rúmir þrír milljarðar. Það væri best að ráðast í þær sem allra fyrst til þess að uppbyggingin geti hafist sem allra fyrst.
Akureyri Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Samgöngur Tengdar fréttir Samfélagsleg áhrif 90 milljarða uppbyggingar ekki skoðaðar Skipulagsstofnun segir skorta á stefnu stjórnvalda um uppbyggingu Keflavíkurflugvallar. Of mikið sé einblínt á óskir flugfélaga og ekki hugsað til samfélagslegra áhrifa. 27. nóvember 2018 07:00 Hollensk ferðaskrifstofa býður beint flug norður til Akureyrar "Ferðamenn vilja sjá meira en Gullna hringinn,“ segir framkvæmdastjóri hollensku ferðaskrifstofunnar Voigt Travel sem sérhæfir sig í ferðum á norðurslóðir. Ætla að fljúga beint til Akureyrar frá og með næsta sumri. 16. nóvember 2018 07:00 Mest lesið Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Innlent Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Erlent Titringur á Alþingi Innlent Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Fleiri fréttir Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sjá meira
Samfélagsleg áhrif 90 milljarða uppbyggingar ekki skoðaðar Skipulagsstofnun segir skorta á stefnu stjórnvalda um uppbyggingu Keflavíkurflugvallar. Of mikið sé einblínt á óskir flugfélaga og ekki hugsað til samfélagslegra áhrifa. 27. nóvember 2018 07:00
Hollensk ferðaskrifstofa býður beint flug norður til Akureyrar "Ferðamenn vilja sjá meira en Gullna hringinn,“ segir framkvæmdastjóri hollensku ferðaskrifstofunnar Voigt Travel sem sérhæfir sig í ferðum á norðurslóðir. Ætla að fljúga beint til Akureyrar frá og með næsta sumri. 16. nóvember 2018 07:00