Sérstaki rannsakandinn ber vitni í dag Kjartan Kjartansson skrifar 24. júlí 2019 08:23 Ólíklegt er talið að Mueller svari spurningum þingmanna með öðru en því sem kemur fram í skýrslu hans um rannsóknina. Vísir/EPA Robert Mueller, fyrrverandi sérstaki rannsakandi bandaríska dómsmálaráðuneytisins, kemur fyrir tvær nefndir Bandaríkjaþings til að bera vitni um rannsókn hans á afskiptum Rússa af forsetakosningunum 2016 og meintu samráði framboðs Trump forseta við þá. Fyrst kemur Mueller fyrir dómsmálanefnd fulltrúardeildarinnar klukkan 12:30 að íslenskum tíma og síðan fyrir leyniþjónustunefndina klukkan 16:00. Þetta verður í fyrsta skipti sem hann verður spurður opinberlega út í rannsókn hans. Mueller var skipaður yfirmaður rannsóknar sem alríkislögreglan FBI og dómsmálaráðuneytið höfðu í gangi í maí 2017 eftir að Donald Trump forseti rak James Comey, þáverandi forstjóra FBI. Rannsóknin beindist að afskiptum Rússa af kosningunum, meintu samráði framboðs Trump við þá og hvort að forsetinn hefði reynt að hindra framgang rannsóknarinnar. Rannsóknin stóð yfir í tæp tvö ár og voru niðurstöður hennar að mestu gerðar opinberar á skírdag. Mueller sagðist ekki geta sýnt fram á að glæpsamlegt samsæri hafi átt sér stað á milli Rússa og framboðs Trump en lýsti fjölda samskipta starfsmanna framboðsins við rússneska aðila. Þá tók rannsakandinn ekki afstöðu til þess hvort Trump hefði gerst sekur um að hindra framgang réttvísinnar. Ástæðan var álit dómsmálaráðuneytisins um að ekki væri hægt að ákæra sitjandi forseta. Dró Mueller þess í stað upp ellefu dæmi í skýrslu sinni um gjörðir Trump sem túlka mætti sem tilraunir til að leggja stein í götu rannsóknarinnar. Mueller, sem er fyrrverandi forstjóri FBI og repúblikani, hefur nær ekkert tjáð sig opinberlega um rannsóknina. Hann hélt óvænt blaðamannafund í lok maí þar sem hann dró stuttlega saman meginniðurstöður sínar og gaf sterklega í skyn að hann kærði sig ekki um að þurfa að bera vitni fyrir þingnefnd. Á þeim tíma höfðu komið fram fréttir um að Mueller væri ósáttur við hvernig William Barr, dómsmálaráðherra Trump, hefði greint frá efni skýrslunnar. Ólíklegt er talið að Mueller fari út fyrir efni rannsóknarskýrslu sinnar í vitnisburðinum í dag. Dómsmálaráðuneytið hefur meðal annars skipað honum að tjá sig ekki um hluta skýrslunnar sem leynd hefur ekki verið létt af. Þá er Mueller sagður tregur til að láta þingmenn úr hvorum flokknum sem er nota sig í áróðursskyni. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Mueller: Kom ekki til greina að ákæra Trump vegna stefnu ráðuneytisins Robert Mueller, sérstakur saksóknari bandaríska dómsmálaráðuneytisins, tilkynnti á blaðamannafundi í dag að hann hefði lokið störfum. Á blaðamannafundinum tjáði hann sig í fyrsta skipti eftir að skýrsla hans um meint samráð forsetaframboðs Donalds Trump við Rússa og tilraunir Trump til að hindra framgang réttvísinnar var birt. 29. maí 2019 15:39 Mueller samþykkir að bera vitni fyrir þingnefnd Formenn tveggja nefnda fulltrúadeildar Bandaríkjaþings stefndu fyrrverandi sérstaka rannsakandandum til að bera vitni um rannsókn hans og niðurstöður um afskipti Rússa af forsetakosningunum árið 2016 og mögulega glæpi Trump forseta. 26. júní 2019 07:37 Mueller ósáttur við samantekt Barr á skýrslu Rússarannsóknarinnar Robert Mueller sakar dómsmálaráðherra meðal annars um að hafa skapað rugling varðandi niðurstöður rannsóknarinnar. 1. maí 2019 09:11 Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Maðurinn fundinn Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Sjá meira
Robert Mueller, fyrrverandi sérstaki rannsakandi bandaríska dómsmálaráðuneytisins, kemur fyrir tvær nefndir Bandaríkjaþings til að bera vitni um rannsókn hans á afskiptum Rússa af forsetakosningunum 2016 og meintu samráði framboðs Trump forseta við þá. Fyrst kemur Mueller fyrir dómsmálanefnd fulltrúardeildarinnar klukkan 12:30 að íslenskum tíma og síðan fyrir leyniþjónustunefndina klukkan 16:00. Þetta verður í fyrsta skipti sem hann verður spurður opinberlega út í rannsókn hans. Mueller var skipaður yfirmaður rannsóknar sem alríkislögreglan FBI og dómsmálaráðuneytið höfðu í gangi í maí 2017 eftir að Donald Trump forseti rak James Comey, þáverandi forstjóra FBI. Rannsóknin beindist að afskiptum Rússa af kosningunum, meintu samráði framboðs Trump við þá og hvort að forsetinn hefði reynt að hindra framgang rannsóknarinnar. Rannsóknin stóð yfir í tæp tvö ár og voru niðurstöður hennar að mestu gerðar opinberar á skírdag. Mueller sagðist ekki geta sýnt fram á að glæpsamlegt samsæri hafi átt sér stað á milli Rússa og framboðs Trump en lýsti fjölda samskipta starfsmanna framboðsins við rússneska aðila. Þá tók rannsakandinn ekki afstöðu til þess hvort Trump hefði gerst sekur um að hindra framgang réttvísinnar. Ástæðan var álit dómsmálaráðuneytisins um að ekki væri hægt að ákæra sitjandi forseta. Dró Mueller þess í stað upp ellefu dæmi í skýrslu sinni um gjörðir Trump sem túlka mætti sem tilraunir til að leggja stein í götu rannsóknarinnar. Mueller, sem er fyrrverandi forstjóri FBI og repúblikani, hefur nær ekkert tjáð sig opinberlega um rannsóknina. Hann hélt óvænt blaðamannafund í lok maí þar sem hann dró stuttlega saman meginniðurstöður sínar og gaf sterklega í skyn að hann kærði sig ekki um að þurfa að bera vitni fyrir þingnefnd. Á þeim tíma höfðu komið fram fréttir um að Mueller væri ósáttur við hvernig William Barr, dómsmálaráðherra Trump, hefði greint frá efni skýrslunnar. Ólíklegt er talið að Mueller fari út fyrir efni rannsóknarskýrslu sinnar í vitnisburðinum í dag. Dómsmálaráðuneytið hefur meðal annars skipað honum að tjá sig ekki um hluta skýrslunnar sem leynd hefur ekki verið létt af. Þá er Mueller sagður tregur til að láta þingmenn úr hvorum flokknum sem er nota sig í áróðursskyni.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Mueller: Kom ekki til greina að ákæra Trump vegna stefnu ráðuneytisins Robert Mueller, sérstakur saksóknari bandaríska dómsmálaráðuneytisins, tilkynnti á blaðamannafundi í dag að hann hefði lokið störfum. Á blaðamannafundinum tjáði hann sig í fyrsta skipti eftir að skýrsla hans um meint samráð forsetaframboðs Donalds Trump við Rússa og tilraunir Trump til að hindra framgang réttvísinnar var birt. 29. maí 2019 15:39 Mueller samþykkir að bera vitni fyrir þingnefnd Formenn tveggja nefnda fulltrúadeildar Bandaríkjaþings stefndu fyrrverandi sérstaka rannsakandandum til að bera vitni um rannsókn hans og niðurstöður um afskipti Rússa af forsetakosningunum árið 2016 og mögulega glæpi Trump forseta. 26. júní 2019 07:37 Mueller ósáttur við samantekt Barr á skýrslu Rússarannsóknarinnar Robert Mueller sakar dómsmálaráðherra meðal annars um að hafa skapað rugling varðandi niðurstöður rannsóknarinnar. 1. maí 2019 09:11 Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Maðurinn fundinn Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Sjá meira
Mueller: Kom ekki til greina að ákæra Trump vegna stefnu ráðuneytisins Robert Mueller, sérstakur saksóknari bandaríska dómsmálaráðuneytisins, tilkynnti á blaðamannafundi í dag að hann hefði lokið störfum. Á blaðamannafundinum tjáði hann sig í fyrsta skipti eftir að skýrsla hans um meint samráð forsetaframboðs Donalds Trump við Rússa og tilraunir Trump til að hindra framgang réttvísinnar var birt. 29. maí 2019 15:39
Mueller samþykkir að bera vitni fyrir þingnefnd Formenn tveggja nefnda fulltrúadeildar Bandaríkjaþings stefndu fyrrverandi sérstaka rannsakandandum til að bera vitni um rannsókn hans og niðurstöður um afskipti Rússa af forsetakosningunum árið 2016 og mögulega glæpi Trump forseta. 26. júní 2019 07:37
Mueller ósáttur við samantekt Barr á skýrslu Rússarannsóknarinnar Robert Mueller sakar dómsmálaráðherra meðal annars um að hafa skapað rugling varðandi niðurstöður rannsóknarinnar. 1. maí 2019 09:11