Snarpur jarðskjálfti norðan við Siglufjörð Jóhann K. Jóhannsson skrifar 24. júlí 2019 01:09 Mælingar gefa til kynna að skjálftinn hafi verið af stærðinni 4,6 skjáskot af vef Veðurstofu Íslands Snarpur jarðskjálfti reið yfir um tuttugu kílómetra norð-norðvestur af Siglufirði fimm mínútur fyrir klukkan eitt í nótt. Hann mældist 4,3 að stærð og fannst vel á öllu Eyjafjarðarsvæðinu og víðar. Til að mynda fannst hann vel á Akureyri. Jarðskjálftinn var á 2,7 km dýpi. Davíð Rúnar Gunnarsson, íbúi á Akureyri, segir í samtali við fréttastofu að í fyrstu hefði hann talið að stór vörubíll væri að aka fram hjá en svo hafi krafturinn aukist og á endanum hafi allt farið af stað. Hann segir að páfagaukurinn á heimilinu hafi orðið brjálaður á meðan þetta gekk yfir. Hann segir skjálftann hafa riðið yfir á nokkrum sekúndum. Davíð segir að þetta sé í fyrsta skipti í 15 ár sem hann finni fyrir jarðskjálfta í húsinu sem hann býr í. Kristín Ingibjörg Lárusdóttir, íbúi á Blönduósi, varð vör við skjálftann líkt og Davíð og lýsir honum og aðdragandanum eins. Líkt og vörubíll væri að aka fram hjá húsinu. Svo hafi allt nötrað og fann hún rúmið sitt hristast vel. Hún segir í samtali við fréttastofu að hún hafi aldrei fundið fyrir eins snörpum jarðskjálfa á Blönduósi og segir tilfinninguna hafa verið óþægilega. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu hefur töluvert af grjóti hrunið í fjöllum við Siglufjörð. Þá hafa fréttastofu borist fregnir um að skjálftinn hafi fundist á Blönduósi með miklum drunum á undan. Skjálftinn eru á þekktu brotabelti, Tjörnesbrotabeltinu og hefur nokkur skjálftavirkni verið á svæðinu.Uppfært klukkan 09:35: Veðurstofan hefur endurreiknað stærð jarðskjálftans sem varð norður af Siglufirði í nótt með frekari gögnum og reyndist hann vera 4,3 að stærð. Nokkrir minni eftirskjálftar mældust eftir þann stóra, sá stærsti 2,7 að stærð, en rólegt hefur verið á svæðinu í morgun.Skjálftinn varð tæpa 20 kílómetra norður af SiglufirðiSkjáskot af vef Veðurstofu ÍslandsAlmannavarnadeild Ríkislögreglustjóra gert viðvart Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands fannst skjálftinn frá Sauðárkróki austur á Húsavík. Ekki hafa borist tilkynningar um skemmdir. Einn smáskjálfti kom rétt á eftir þeim stóra og má búast við að einhver skjálftavirkni verði áfram. Veðurstofan hefur fengið fleiri en hundrað tilkynningar vegna jarðskjálftans. Böðvar Sveinsson, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir í samtali við fréttastofu að nokkrir eftirskjálftar hafi mælst frá því stóri skjálftinn reið yfir en að þeir hafi allir verið undir 3 að stærð. Böðvar segir atburðinn ekki óvenjulegan, skjálftinn varð á þekktum stað og að síðast hafi þar orðið öflug jarðskjálftahrina árið 2012, þar sem tveir skjálftar mældust yfir 5 að stærð og nokkrir fjórir að stærð. Hann segir ómögulegt að segja til um framhaldið. Til að mynda hafi jarðskjálftahrinan 2012 staðið yfir í einhvern tíma. Eins og er séu jarðskjálftarnir nú ekki eins öflugir. Aðspurður segir Böðvar að bakvakt Almannavarnadeildar Ríkislögreglustjóra hafi verið gert viðvart. Áfram verði fylgst vel með þróuninni og hefur auka mannskapur verið kallaður út hjá veðurstofunni. Í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands segir að skjálftinn hafi orðið vegna jarðskorpuhreyfinga á Tjörnesbrotabeltinu. Nánari staðsetning skjálftans sé vestast á Húsavíkur-Flateyjarmisgenginu. Öflug jarðskjálftahrina hafi orðið á svipuðum slóðum haustið 2012. Stærstu skjálftarnir í þeirri hrinu voru 5,6 og 5,4 að stærð. Árið 2018 urðu þrír skjálftar stærri en 3,0 að stærð á svæðinu, en skjálftinn í nótt er sá fyrsti síðan 2012 sem er stærri en 4,0 að stærð. Fréttastofan minnir á leiðbeiningar frá almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra um viðbrögð við jarðskjálftum sem má lesa hér.Hér má sjá vefmyndavélar af svæðinu.Fréttin hefur verið uppfærðFrá Siglufirði í nóttSkjáskot úr vefmyndavél Trölli.is Eldgos og jarðhræringar Fjallabyggð Tengdar fréttir Sá stærsti var 5,6 stig Stærstu skjálftarnir í nótt voru 5,6 að stærð og 4,8 að stærð. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands. 21. október 2012 16:57 Mest lesið Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Barn á öðru aldursári lést Innlent Fleiri fréttir Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Sjá meira
Snarpur jarðskjálfti reið yfir um tuttugu kílómetra norð-norðvestur af Siglufirði fimm mínútur fyrir klukkan eitt í nótt. Hann mældist 4,3 að stærð og fannst vel á öllu Eyjafjarðarsvæðinu og víðar. Til að mynda fannst hann vel á Akureyri. Jarðskjálftinn var á 2,7 km dýpi. Davíð Rúnar Gunnarsson, íbúi á Akureyri, segir í samtali við fréttastofu að í fyrstu hefði hann talið að stór vörubíll væri að aka fram hjá en svo hafi krafturinn aukist og á endanum hafi allt farið af stað. Hann segir að páfagaukurinn á heimilinu hafi orðið brjálaður á meðan þetta gekk yfir. Hann segir skjálftann hafa riðið yfir á nokkrum sekúndum. Davíð segir að þetta sé í fyrsta skipti í 15 ár sem hann finni fyrir jarðskjálfta í húsinu sem hann býr í. Kristín Ingibjörg Lárusdóttir, íbúi á Blönduósi, varð vör við skjálftann líkt og Davíð og lýsir honum og aðdragandanum eins. Líkt og vörubíll væri að aka fram hjá húsinu. Svo hafi allt nötrað og fann hún rúmið sitt hristast vel. Hún segir í samtali við fréttastofu að hún hafi aldrei fundið fyrir eins snörpum jarðskjálfa á Blönduósi og segir tilfinninguna hafa verið óþægilega. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu hefur töluvert af grjóti hrunið í fjöllum við Siglufjörð. Þá hafa fréttastofu borist fregnir um að skjálftinn hafi fundist á Blönduósi með miklum drunum á undan. Skjálftinn eru á þekktu brotabelti, Tjörnesbrotabeltinu og hefur nokkur skjálftavirkni verið á svæðinu.Uppfært klukkan 09:35: Veðurstofan hefur endurreiknað stærð jarðskjálftans sem varð norður af Siglufirði í nótt með frekari gögnum og reyndist hann vera 4,3 að stærð. Nokkrir minni eftirskjálftar mældust eftir þann stóra, sá stærsti 2,7 að stærð, en rólegt hefur verið á svæðinu í morgun.Skjálftinn varð tæpa 20 kílómetra norður af SiglufirðiSkjáskot af vef Veðurstofu ÍslandsAlmannavarnadeild Ríkislögreglustjóra gert viðvart Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands fannst skjálftinn frá Sauðárkróki austur á Húsavík. Ekki hafa borist tilkynningar um skemmdir. Einn smáskjálfti kom rétt á eftir þeim stóra og má búast við að einhver skjálftavirkni verði áfram. Veðurstofan hefur fengið fleiri en hundrað tilkynningar vegna jarðskjálftans. Böðvar Sveinsson, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir í samtali við fréttastofu að nokkrir eftirskjálftar hafi mælst frá því stóri skjálftinn reið yfir en að þeir hafi allir verið undir 3 að stærð. Böðvar segir atburðinn ekki óvenjulegan, skjálftinn varð á þekktum stað og að síðast hafi þar orðið öflug jarðskjálftahrina árið 2012, þar sem tveir skjálftar mældust yfir 5 að stærð og nokkrir fjórir að stærð. Hann segir ómögulegt að segja til um framhaldið. Til að mynda hafi jarðskjálftahrinan 2012 staðið yfir í einhvern tíma. Eins og er séu jarðskjálftarnir nú ekki eins öflugir. Aðspurður segir Böðvar að bakvakt Almannavarnadeildar Ríkislögreglustjóra hafi verið gert viðvart. Áfram verði fylgst vel með þróuninni og hefur auka mannskapur verið kallaður út hjá veðurstofunni. Í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands segir að skjálftinn hafi orðið vegna jarðskorpuhreyfinga á Tjörnesbrotabeltinu. Nánari staðsetning skjálftans sé vestast á Húsavíkur-Flateyjarmisgenginu. Öflug jarðskjálftahrina hafi orðið á svipuðum slóðum haustið 2012. Stærstu skjálftarnir í þeirri hrinu voru 5,6 og 5,4 að stærð. Árið 2018 urðu þrír skjálftar stærri en 3,0 að stærð á svæðinu, en skjálftinn í nótt er sá fyrsti síðan 2012 sem er stærri en 4,0 að stærð. Fréttastofan minnir á leiðbeiningar frá almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra um viðbrögð við jarðskjálftum sem má lesa hér.Hér má sjá vefmyndavélar af svæðinu.Fréttin hefur verið uppfærðFrá Siglufirði í nóttSkjáskot úr vefmyndavél Trölli.is
Eldgos og jarðhræringar Fjallabyggð Tengdar fréttir Sá stærsti var 5,6 stig Stærstu skjálftarnir í nótt voru 5,6 að stærð og 4,8 að stærð. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands. 21. október 2012 16:57 Mest lesið Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Barn á öðru aldursári lést Innlent Fleiri fréttir Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Sjá meira
Sá stærsti var 5,6 stig Stærstu skjálftarnir í nótt voru 5,6 að stærð og 4,8 að stærð. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands. 21. október 2012 16:57