Ballarin sögð skjóta upp kollinum á ólíklegustu stöðum: „Ég er forvitinn hvað hún ætlar að gera með WOW og eignirnar“ Nadine Guðrún Yaghi skrifar 23. júlí 2019 19:00 Blaðamaður New York times segir það ekki koma á óvart að Michele hafi skotið upp kollinum á Íslandi nordicphotos/getty Það kemur ekki á óvart að Michele Ballarin, sem sögð er vera kaupandi af stórum hluta eigna úr þrotabúi WOW air, hyggist endurreisa félagið. Þetta segir blaðamaður hjá New York Times sem hefur skrifað um hana í bókum og blaðagreinum. Hún sé óvenjulegur persónuleiki og eigi það til að skjóta upp kolli á ólíklegustu stöðum. Samkvæmt heimildum fréttastofu er kaupandi eigna úr þrotabúinu kaupsýslukonan Michelle Ballarin og bandarískt félag hennar Oasis Aviation Group. Fram hefur komið að kaupandinn hyggist stofna lággjaldaflugfélag á grunni WOW air. Oasis Aviaton Group sinnir leiguflugi frá Bandaríkjunum til Afríku og sérhæfir sig meðal annars í flutningi vopna. Mark Mazzetti, blaðamaður á New York Times, hefur fjallað mikið um Michelle Ballarin, bæði í blaðagreinum og í bók sinni The Way of the Knife. Hann segir tilraunir Michele til að miðla málum á milli úkraínskra sjórnvalda og sómalskra sjóræningja um aldamótin hafa vakið athygli sína.Mark Mazzetti, blaðamaður hjá New York TimesEinstakur persónuleiki Þá hafi hún notið mikilla vinsælda í Sómalíu og þar sem heimamenn kalla hana prinsessu. „Hún var staðráðin í að „laga Sómalíu“ eins og hún orðaði það. Henni tókst að komast til áhrifa hjá hópi sómalskra stjórnmálamanna og einnig hjá vissum bandarískum stjórnmálamönnum. Hún virðist hafa lag á að fá aðgang að ýmsum sviðum með vissri seiglu og kannski vissum persónutöfrum. Ég held að hún sé einstakur karakter,“ segir Mark. Árið 1986 bauð Michele sig fram til þings fyrir Repúblíkana í Vestur-Virginiu en hlaut ekki brautargengi. Mark segir að eftir það hafi hún byrjað að fjárfesta. Helsti samstarfsfélagi hennar í gegnum tíðina sé fyrrverandi hermaður úr sérsveitum bandaríkjahers.Michelle skjóti upp kolli á ólíklegustu stöðum Árið 2009 leitaði Michele til varnarmálaráðuneytis Bandríkjanna þar sem hún lagði til að hún gæti safnað persónuupplýsingum um fólk í Sómalíu í gegn um hjálparstarf sitt þar í þeim tilgangi að koma upp um hryðjuverkasamtök. Ráðuneytið veitti henni tvö hundruð þúsund bandaríkjadali í verkefnið. „Hér er manneskja sem býr í hestalandinu Virginíu, hefur engan bakgrunn hvað varðar aðgerðir gegn hryðjuverkum og samt fékk hún áheyrn innan ríkisstjórnar Bandaríkjanna á þessum tíma,“ segir Mark og bætir við að verkefnið hafi hins vegar ekki skilað árangri og var hætt. Michele er í stjórn fleiri félaga, til dæmis Select Armor sem framleiðir skotheld vesti. Mark segir að nafn Michele eigi það til að skjóta upp kolli á ólíklegustu stöðum. Hann kveðst forvitinn um hver viðskiptaáform hennar séu hér á landi. „Ég held að það hafi verið mikið skrifað um hana þar sem fólk geldur varhug við því um hvað hún semur eða hvernig hún semur eða hvað kynni að vera á bak við þessar samningaviðræður. En núna virðist kominn skriður á þetta svo við sjáum hvað gerist. Ég er vissulega mjög forvitinn að vita hvað hún ætlar sér að gera með flugfélagið og eignirnar“ segir Mark. Fréttir af flugi WOW Air Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Fleiri fréttir Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Sjá meira
Það kemur ekki á óvart að Michele Ballarin, sem sögð er vera kaupandi af stórum hluta eigna úr þrotabúi WOW air, hyggist endurreisa félagið. Þetta segir blaðamaður hjá New York Times sem hefur skrifað um hana í bókum og blaðagreinum. Hún sé óvenjulegur persónuleiki og eigi það til að skjóta upp kolli á ólíklegustu stöðum. Samkvæmt heimildum fréttastofu er kaupandi eigna úr þrotabúinu kaupsýslukonan Michelle Ballarin og bandarískt félag hennar Oasis Aviation Group. Fram hefur komið að kaupandinn hyggist stofna lággjaldaflugfélag á grunni WOW air. Oasis Aviaton Group sinnir leiguflugi frá Bandaríkjunum til Afríku og sérhæfir sig meðal annars í flutningi vopna. Mark Mazzetti, blaðamaður á New York Times, hefur fjallað mikið um Michelle Ballarin, bæði í blaðagreinum og í bók sinni The Way of the Knife. Hann segir tilraunir Michele til að miðla málum á milli úkraínskra sjórnvalda og sómalskra sjóræningja um aldamótin hafa vakið athygli sína.Mark Mazzetti, blaðamaður hjá New York TimesEinstakur persónuleiki Þá hafi hún notið mikilla vinsælda í Sómalíu og þar sem heimamenn kalla hana prinsessu. „Hún var staðráðin í að „laga Sómalíu“ eins og hún orðaði það. Henni tókst að komast til áhrifa hjá hópi sómalskra stjórnmálamanna og einnig hjá vissum bandarískum stjórnmálamönnum. Hún virðist hafa lag á að fá aðgang að ýmsum sviðum með vissri seiglu og kannski vissum persónutöfrum. Ég held að hún sé einstakur karakter,“ segir Mark. Árið 1986 bauð Michele sig fram til þings fyrir Repúblíkana í Vestur-Virginiu en hlaut ekki brautargengi. Mark segir að eftir það hafi hún byrjað að fjárfesta. Helsti samstarfsfélagi hennar í gegnum tíðina sé fyrrverandi hermaður úr sérsveitum bandaríkjahers.Michelle skjóti upp kolli á ólíklegustu stöðum Árið 2009 leitaði Michele til varnarmálaráðuneytis Bandríkjanna þar sem hún lagði til að hún gæti safnað persónuupplýsingum um fólk í Sómalíu í gegn um hjálparstarf sitt þar í þeim tilgangi að koma upp um hryðjuverkasamtök. Ráðuneytið veitti henni tvö hundruð þúsund bandaríkjadali í verkefnið. „Hér er manneskja sem býr í hestalandinu Virginíu, hefur engan bakgrunn hvað varðar aðgerðir gegn hryðjuverkum og samt fékk hún áheyrn innan ríkisstjórnar Bandaríkjanna á þessum tíma,“ segir Mark og bætir við að verkefnið hafi hins vegar ekki skilað árangri og var hætt. Michele er í stjórn fleiri félaga, til dæmis Select Armor sem framleiðir skotheld vesti. Mark segir að nafn Michele eigi það til að skjóta upp kolli á ólíklegustu stöðum. Hann kveðst forvitinn um hver viðskiptaáform hennar séu hér á landi. „Ég held að það hafi verið mikið skrifað um hana þar sem fólk geldur varhug við því um hvað hún semur eða hvernig hún semur eða hvað kynni að vera á bak við þessar samningaviðræður. En núna virðist kominn skriður á þetta svo við sjáum hvað gerist. Ég er vissulega mjög forvitinn að vita hvað hún ætlar sér að gera með flugfélagið og eignirnar“ segir Mark.
Fréttir af flugi WOW Air Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Fleiri fréttir Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Sjá meira