Ósáttir við fyrirhugaða hjólabraut á friðsælu svæði Birgir Olgeirsson skrifar 23. júlí 2019 16:33 Frá svæðinu þar sem hjólabrautin verður. Vísir/Vilhelm Íbúar við Sörlaskjól í Vesturbæ Reykjavíkur hafa viðrað áhyggjur sínar af fyrirhugaðri hjólabraut sem á að reisa vestan megin við sparkvöll við strandlengjuna. Einnig eru framkvæmdirnar austan megin við sparkvöllinn þar sem reisa á hreysti- og klifurgrind sem kosin var af íbúum í íbúalýðræðisverkefninu Hverfið mitt. Miklar umræður hafa skapast um þessar framkvæmdir í Facebook-hópnum Vesturbærinn þar sem margir eru þeirrar skoðunar að verið sé að spilla friðsælu svæði, þar sem fólk fer til að slaka á og njóta útsýnisins, með þessum raski. Sérstaklega hefur verið gagnrýnt að hugmyndin um umrædda hjólabraut var sett fram í Hverfinu mínu en samkvæmt þeirri tillögu átti staðsetning hennar að vera við Grandaskóla. Í svari frá upplýsingafulltrúa Reykjavíkurborgar kemur fram að staðsetningunni við Grandaskóla var hafnað af skólastjórnendum á vinnslustigi. Jón Halldór Jónasson, upplýsingafulltrúi hjá Reykjavíkurborg, segir að það hafi verið mat borgaryfirvalda að hreysti- og klifurtækið myndi ekki raska ró meira en sparkvöllurinn gerir nú þegar. Hjólabrautin sé þó annað mál en hún gæti valdið meiri látum en bæði hreystitækið og sparkvöllurinn. Jón Halldór bendir þó á að viðkomandi hjólabraut leggist einfaldlega á grasið og verður lítið mál að fjarlægja hana ef hún veldur íbúum of miklum ónæði, það eigi einnig við um hreystitækið. Hjólabrautin verður átta metra minnst frá akvegi og tæpur metri þar sem hún rís hæst. Þá hafa margir gagnrýnt að þessar framkvæmdir hafi ekki farið í grenndarkynningu en Jón Halldór bendir á að viðkomandi svæði tilheyri landi borgarinnar og því fara þær ekki í formlega grenndarkynningu. Jafnframt hafa íbúar nefnt að viðkomandi svæði sé verndarsvæði en Jón Halldór sagðist ekki hafa upplýsingar um það og benti á að túnið sé í raun lagnasvæði. Sá sem átti tillöguna um hjólabrautina er Alexander Kárason en hann á fyrirtækið Lexgames ehf. sem bauð í uppsetningu brautarinnar við Sörlaskjól. Hann átti þó ekki lægsta tilboðið heldur var það Jóhann Helgi & Co. ehf. að sögn Jóns Halldórs. Hjólreiðar Reykjavík Skipulag Mest lesið Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Innlent Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Erlent Selinskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Erlent Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala Innlent Tvö ung börn í bíl ölvaðs ökumanns Innlent Banaslys varð í Vík í Mýrdal Innlent Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Erlent Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Erlent Hvernig skiptast fylkingarnar? Innlent Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Innlent Fleiri fréttir Grjót berst yfir veginn við Kjalarnes vegna hafróts Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Tvö ung börn í bíl ölvaðs ökumanns Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala „Við gefumst ekki upp á ykkur“ „Nöturlegt að horfa upp á þetta“ Utanríkisráðherra tjáir sig um hitafundinn í Washington Náttúruverndarstofnun með höfuðstöðvar sínar á Hvolsvelli „Fyrir óæft auga mætti halda að þetta væri venjulegt barn“ Banaslys varð í Vík í Mýrdal Bjarni kveður, gervigreind nýtt í barnaníð og bílastæðagjöld Gerði stólpagrín að ríkisstjórnarflokkunum Hvernig skiptast fylkingarnar? Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Netöryggissveitin flutt í utanríkisráðuneytið Fækkað um sex hundruð í aðgerðum MAST „Rosalega íslensk umræða“ Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Nokkrar staðsetningar til skoðunar fyrir skóla Hjallastefnunnar Afleiðingar kjarasamnings kennara og rætt við nýjan landlækni Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Bein útsending: Lærdómur dreginn af Covid-19 Hagræðingartillögur í yfirlestri Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Sjá meira
Íbúar við Sörlaskjól í Vesturbæ Reykjavíkur hafa viðrað áhyggjur sínar af fyrirhugaðri hjólabraut sem á að reisa vestan megin við sparkvöll við strandlengjuna. Einnig eru framkvæmdirnar austan megin við sparkvöllinn þar sem reisa á hreysti- og klifurgrind sem kosin var af íbúum í íbúalýðræðisverkefninu Hverfið mitt. Miklar umræður hafa skapast um þessar framkvæmdir í Facebook-hópnum Vesturbærinn þar sem margir eru þeirrar skoðunar að verið sé að spilla friðsælu svæði, þar sem fólk fer til að slaka á og njóta útsýnisins, með þessum raski. Sérstaklega hefur verið gagnrýnt að hugmyndin um umrædda hjólabraut var sett fram í Hverfinu mínu en samkvæmt þeirri tillögu átti staðsetning hennar að vera við Grandaskóla. Í svari frá upplýsingafulltrúa Reykjavíkurborgar kemur fram að staðsetningunni við Grandaskóla var hafnað af skólastjórnendum á vinnslustigi. Jón Halldór Jónasson, upplýsingafulltrúi hjá Reykjavíkurborg, segir að það hafi verið mat borgaryfirvalda að hreysti- og klifurtækið myndi ekki raska ró meira en sparkvöllurinn gerir nú þegar. Hjólabrautin sé þó annað mál en hún gæti valdið meiri látum en bæði hreystitækið og sparkvöllurinn. Jón Halldór bendir þó á að viðkomandi hjólabraut leggist einfaldlega á grasið og verður lítið mál að fjarlægja hana ef hún veldur íbúum of miklum ónæði, það eigi einnig við um hreystitækið. Hjólabrautin verður átta metra minnst frá akvegi og tæpur metri þar sem hún rís hæst. Þá hafa margir gagnrýnt að þessar framkvæmdir hafi ekki farið í grenndarkynningu en Jón Halldór bendir á að viðkomandi svæði tilheyri landi borgarinnar og því fara þær ekki í formlega grenndarkynningu. Jafnframt hafa íbúar nefnt að viðkomandi svæði sé verndarsvæði en Jón Halldór sagðist ekki hafa upplýsingar um það og benti á að túnið sé í raun lagnasvæði. Sá sem átti tillöguna um hjólabrautina er Alexander Kárason en hann á fyrirtækið Lexgames ehf. sem bauð í uppsetningu brautarinnar við Sörlaskjól. Hann átti þó ekki lægsta tilboðið heldur var það Jóhann Helgi & Co. ehf. að sögn Jóns Halldórs.
Hjólreiðar Reykjavík Skipulag Mest lesið Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Innlent Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Erlent Selinskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Erlent Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala Innlent Tvö ung börn í bíl ölvaðs ökumanns Innlent Banaslys varð í Vík í Mýrdal Innlent Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Erlent Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Erlent Hvernig skiptast fylkingarnar? Innlent Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Innlent Fleiri fréttir Grjót berst yfir veginn við Kjalarnes vegna hafróts Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Tvö ung börn í bíl ölvaðs ökumanns Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala „Við gefumst ekki upp á ykkur“ „Nöturlegt að horfa upp á þetta“ Utanríkisráðherra tjáir sig um hitafundinn í Washington Náttúruverndarstofnun með höfuðstöðvar sínar á Hvolsvelli „Fyrir óæft auga mætti halda að þetta væri venjulegt barn“ Banaslys varð í Vík í Mýrdal Bjarni kveður, gervigreind nýtt í barnaníð og bílastæðagjöld Gerði stólpagrín að ríkisstjórnarflokkunum Hvernig skiptast fylkingarnar? Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Netöryggissveitin flutt í utanríkisráðuneytið Fækkað um sex hundruð í aðgerðum MAST „Rosalega íslensk umræða“ Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Nokkrar staðsetningar til skoðunar fyrir skóla Hjallastefnunnar Afleiðingar kjarasamnings kennara og rætt við nýjan landlækni Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Bein útsending: Lærdómur dreginn af Covid-19 Hagræðingartillögur í yfirlestri Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Sjá meira