NFL-leikmaður missti höndina en er þakklátur fyrir að vera á lífi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. júlí 2019 11:00 Kendrick Norton á sjúkrahúsinu en hann missti vinstri höndina í slysinu. Skjámynd/CBS4 Kendrick Norton var kominn alla leið í NFL-deildina og átti framtíðina fyrir sér. Hann spilar ekki í deildinni á næsta tímabili eða það sem eftir lifir æfi sínar. Kendrick Norton var heppinn að sleppa lifandi úr bílslysi á Flórída fyrir rúmri viku. Hann gaf sitt fyrsta viðtal eftir slysið þegar hann hitti sjónvarpsmanninn Peter D’Oench á CBS4 í Miami.Coming up on the CBS4 News at 5pm, injured @MiamiDolphins player Kendrick Norton sat down for an exclusive interview with @peterdoenchcbs4. Read the latest at https://t.co/VxYvV4TKzXpic.twitter.com/8ovhvGvpeO — CBS4 Miami (@CBSMiami) July 11, 2019 Norton gerir sér fulla grein fyrir því að draumurinn um að spila sem atvinnumaður er dáinn. Hann missti vinstri höndina í slysinu en ætlar sér að ná sem mestu út úr sínu lífi og tekur örlögum sínum af yfirvegun. Norton er aðeins 22 ára gamall og lék með Miami Dolphins í NFL-deildinni á síðasta tímabili. „Ég ætla að vera sterkur vegna allrar hvatningarinnar sem ég hef fengið frá öllum aðdáendunum, öllum liðunum, fjölskyldu minni og öllum. Það er þessi stuðningur sem rekur mig áfram ásamt trúnni, stuðningi frá fjölskyldunnar og stuðning frá umboðsmannsins mínum,“ sagði Kendrick Norton í viðtalinu. „Það eru allir tilbúnir að gera allt fyrir mig án þess að biðja um neitt í staðinn. Það er frábært að fá þennan stuðning frá fólki,“ sagði Norton. Slysið varð eftir klukkan eitt aðfaranótt 4. júlí. Trukkurinn sem Norton keyrði fór utan í bíl á frárein og endaði á steypuklump og valt. Norton hafði svínað á fyrrnefndan bíl og fékk sekt fyrir það. Norton vildi þó ekki tala um sjálft slysið í viðtalinu. Norton býr í Jacksonville þrátt fyrir að hafa spilað á Miami. Hann ætlar að líta á björtu hliðarnar. „Ég er á lífi og ég er hérna núna. Það er svo mikilvægt að geta séð fjölskyldu mína. Ég átta mig á því að ég mun ekki spila fótbolta fyrir neinn aftur. Ég er að átta mig á því. Ég er hins vegar á lífi og er þakklátur fyrir það. Ef það er eitthvað í glasinu þínu þá ertu í lagi. Það er fullt af fólki sem er ekki með mikið í glasinu sínu eða glösin þeirra eru bara tóm. Þú ert því í góðum málum þegar glasið þitt er hálffullt,“ sagði Norton. Það má sjá fréttina á CBS4 hér fyrir neðan. Bandaríkin NFL Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Fótbolti Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Enski boltinn Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Fótbolti Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Fótbolti Fleiri fréttir Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Frá Skagafirði á Akranes Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Treyja Shilton og medalía Pelé til sölu Suður-amerískur glæpahringur braust inn til Mahomes og Burrow Líkja yfirburðum Schefflers við Tiger upp á sitt besta Man Utd reynir við Sesko en horfir einnig til Chelsea Vallarmet féllu á frábærum Korpubikar Víkingur mætir líklega Bröndby ef liðið kemst áfram Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Rashford mættur til Barcelona Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Kassi í Mosfellsbæinn Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Dagskráin í dag: Snóker, píla og hafnabolti „Heppinn að fá að lifa drauminn“ West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Sjá meira
Kendrick Norton var kominn alla leið í NFL-deildina og átti framtíðina fyrir sér. Hann spilar ekki í deildinni á næsta tímabili eða það sem eftir lifir æfi sínar. Kendrick Norton var heppinn að sleppa lifandi úr bílslysi á Flórída fyrir rúmri viku. Hann gaf sitt fyrsta viðtal eftir slysið þegar hann hitti sjónvarpsmanninn Peter D’Oench á CBS4 í Miami.Coming up on the CBS4 News at 5pm, injured @MiamiDolphins player Kendrick Norton sat down for an exclusive interview with @peterdoenchcbs4. Read the latest at https://t.co/VxYvV4TKzXpic.twitter.com/8ovhvGvpeO — CBS4 Miami (@CBSMiami) July 11, 2019 Norton gerir sér fulla grein fyrir því að draumurinn um að spila sem atvinnumaður er dáinn. Hann missti vinstri höndina í slysinu en ætlar sér að ná sem mestu út úr sínu lífi og tekur örlögum sínum af yfirvegun. Norton er aðeins 22 ára gamall og lék með Miami Dolphins í NFL-deildinni á síðasta tímabili. „Ég ætla að vera sterkur vegna allrar hvatningarinnar sem ég hef fengið frá öllum aðdáendunum, öllum liðunum, fjölskyldu minni og öllum. Það er þessi stuðningur sem rekur mig áfram ásamt trúnni, stuðningi frá fjölskyldunnar og stuðning frá umboðsmannsins mínum,“ sagði Kendrick Norton í viðtalinu. „Það eru allir tilbúnir að gera allt fyrir mig án þess að biðja um neitt í staðinn. Það er frábært að fá þennan stuðning frá fólki,“ sagði Norton. Slysið varð eftir klukkan eitt aðfaranótt 4. júlí. Trukkurinn sem Norton keyrði fór utan í bíl á frárein og endaði á steypuklump og valt. Norton hafði svínað á fyrrnefndan bíl og fékk sekt fyrir það. Norton vildi þó ekki tala um sjálft slysið í viðtalinu. Norton býr í Jacksonville þrátt fyrir að hafa spilað á Miami. Hann ætlar að líta á björtu hliðarnar. „Ég er á lífi og ég er hérna núna. Það er svo mikilvægt að geta séð fjölskyldu mína. Ég átta mig á því að ég mun ekki spila fótbolta fyrir neinn aftur. Ég er að átta mig á því. Ég er hins vegar á lífi og er þakklátur fyrir það. Ef það er eitthvað í glasinu þínu þá ertu í lagi. Það er fullt af fólki sem er ekki með mikið í glasinu sínu eða glösin þeirra eru bara tóm. Þú ert því í góðum málum þegar glasið þitt er hálffullt,“ sagði Norton. Það má sjá fréttina á CBS4 hér fyrir neðan.
Bandaríkin NFL Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Fótbolti Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Enski boltinn Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Fótbolti Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Fótbolti Fleiri fréttir Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Frá Skagafirði á Akranes Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Treyja Shilton og medalía Pelé til sölu Suður-amerískur glæpahringur braust inn til Mahomes og Burrow Líkja yfirburðum Schefflers við Tiger upp á sitt besta Man Utd reynir við Sesko en horfir einnig til Chelsea Vallarmet féllu á frábærum Korpubikar Víkingur mætir líklega Bröndby ef liðið kemst áfram Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Rashford mættur til Barcelona Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Kassi í Mosfellsbæinn Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Dagskráin í dag: Snóker, píla og hafnabolti „Heppinn að fá að lifa drauminn“ West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Sjá meira