Vill að Icelandair felli niður skilmála um mætingarskyldu í flug Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 22. júlí 2019 21:00 Breki Karlsson er formaður Neytendasamtakanna. SKJÁSKOT ÚR FRÉTT Formaður Neytendasamtakanna vill að Icelandair felli niður skilmála um mætingarskyldu í flug. Hann telur skilmálana dæmi um ósanngjarna viðskiptahætti en framkvæmdastjóri sölu- og þjónustusviðs segir málið snúast um samkomulag milli alþjóðlegra flugfélaga. Undanfarið hafa neytendasamtökin gagnrýnt svokallaða mætingarskyldu í flug, eða no show reglu. Reglan þekkist víða um heim en hún er þannig að mæti farþegi ekki í fyrri legg flugferðar fellir flugfélagið niður aðra leggi ferðarinnar án þess að endurgreiða farmiðana. „Og þetta þykir okkur vera ósanngjarnir skilmálar. Reyndar hafa fallið dómar í Evrópu gegn Iberia, KLM og Air France þar sem þessir skilmálar eru dæmdir ósanngjarnir,“ sagði Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna. Þá telur hann skilmálana ganga gegn 36.gr. samningalaga um ósanngjarna viðskiptahætti. Framkvæmdastjóri sölu- og þjónustusviðs Icelandair segir málið snúast um samkomulag milli alþjóðlegra flugfélaga. „Og hins vegar hefur þetta haft með það að gera með hvaða flugfélögum hvert flugfélag starfar. Hvernig verið er að tengja saman ferðir mismunandi flugfélaga og svo framvegis þannig þetta hefur líka með reglur þeirra allra að gera þegar þau starfa saman,“ sagði Birna Ósk Einarsdóttir, framkvæmdastjóri sölu- og þjónustusviðs. Breki segir slíka reglu ekki tíðkast í neinum öðrum viðskiptum og vill hann að sjá breytingar á. „Ég vil að Icelandair felli niður þessa ósanngjörnu skilmála,“ sagði Breki. „Þetta er mál sem við höfum verið með í skoðun í svolítinn tíma. Það er að verða töluverð þróun gagnvart þessu máli alþjóðlega sem við fylgjumst grannt með og viljum auðvitað bara gera hið rétta í þessu,“ sagði Birna Ósk. „Og við hvetjum alla sem hafa lent í þessu að hafa samband við okkur því við viljum fá úr því skorið hvort þetta sé lögmætt eða ekki,“ sagði Breki. Fréttir af flugi Icelandair Neytendur Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Árborg girnist svæði Flóahrepps Innlent Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Innlent Fleiri fréttir Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Sjá meira
Formaður Neytendasamtakanna vill að Icelandair felli niður skilmála um mætingarskyldu í flug. Hann telur skilmálana dæmi um ósanngjarna viðskiptahætti en framkvæmdastjóri sölu- og þjónustusviðs segir málið snúast um samkomulag milli alþjóðlegra flugfélaga. Undanfarið hafa neytendasamtökin gagnrýnt svokallaða mætingarskyldu í flug, eða no show reglu. Reglan þekkist víða um heim en hún er þannig að mæti farþegi ekki í fyrri legg flugferðar fellir flugfélagið niður aðra leggi ferðarinnar án þess að endurgreiða farmiðana. „Og þetta þykir okkur vera ósanngjarnir skilmálar. Reyndar hafa fallið dómar í Evrópu gegn Iberia, KLM og Air France þar sem þessir skilmálar eru dæmdir ósanngjarnir,“ sagði Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna. Þá telur hann skilmálana ganga gegn 36.gr. samningalaga um ósanngjarna viðskiptahætti. Framkvæmdastjóri sölu- og þjónustusviðs Icelandair segir málið snúast um samkomulag milli alþjóðlegra flugfélaga. „Og hins vegar hefur þetta haft með það að gera með hvaða flugfélögum hvert flugfélag starfar. Hvernig verið er að tengja saman ferðir mismunandi flugfélaga og svo framvegis þannig þetta hefur líka með reglur þeirra allra að gera þegar þau starfa saman,“ sagði Birna Ósk Einarsdóttir, framkvæmdastjóri sölu- og þjónustusviðs. Breki segir slíka reglu ekki tíðkast í neinum öðrum viðskiptum og vill hann að sjá breytingar á. „Ég vil að Icelandair felli niður þessa ósanngjörnu skilmála,“ sagði Breki. „Þetta er mál sem við höfum verið með í skoðun í svolítinn tíma. Það er að verða töluverð þróun gagnvart þessu máli alþjóðlega sem við fylgjumst grannt með og viljum auðvitað bara gera hið rétta í þessu,“ sagði Birna Ósk. „Og við hvetjum alla sem hafa lent í þessu að hafa samband við okkur því við viljum fá úr því skorið hvort þetta sé lögmætt eða ekki,“ sagði Breki.
Fréttir af flugi Icelandair Neytendur Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Árborg girnist svæði Flóahrepps Innlent Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Innlent Fleiri fréttir Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Sjá meira