Theresa May hélt neyðaröryggisfund vegna aðgerða Íran Eiður Þór Árnason skrifar 22. júlí 2019 15:19 Fundur May hefur að öllum líkindum verið meðal hennar síðustu en tilkynnt verður um nýjan forsætisráðherra Breta á morgun. Vísir/AP Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, hélt neyðaröryggisfund í dag í því skyni að ræða hvernig Bretar muni bregðast við hertöku íranskra yfirvalda á olíuskipinu Stena Impero. Skipið sem er í eigu sænsks fyrirtækis en siglir undir breskum fána var hertekið af Írönum á föstudag á leið sinni í gegnum Hórmussund. Á fundinum í dag var það meðal annars rætt hvernig eigi að tryggja öryggi olíu- og flutningaskipa sem fara í gegnum Hórmussund, en sundið er mikilvægt fyrir flutning olíubirgða til og frá landshlutanum. Talsmaður May sagði að réttlæting Íran fyrir hertökunni væri röng og hertakan ólögmæt. Af þeim sökum bæri yfirvöldum að sleppa skipinu og áhöfn þess úr haldi undir eins. Jeremy Hunt, utanríkisráðherra Breta mun upplýsa neðri deild breska þingsins um stöðu mála á næstunni. Skipið er komið til hafnar í Íran og hafa stjórnvöld þar greint frá því að 23 manna áhöfn þess sé við góða heilsu. Engir breskir ríkisborgarar voru um borð en áhafnarmeðlimir eru sagðir vera frá Indlandi, Filippseyjum, Rússlandi og Lettlandi. Aðgerðin hefur ollið miklum deilum milli ríkjanna tveggja og hefur utanríkisráðherra Bretlands áður hvatt írönsk stjórnvöld til að láta af „ólöglegri hertöku“ sinni. Bretland Íran Tengdar fréttir Upptökur af því þegar Íranir hertóku olíuflutningaskip birtar Mynd- og hljóðupptökur hafa komið fram frá því að íranski byltingarvörðurinn hertók flutningaskip sem siglir undir bresku flaggi á föstudag. 21. júlí 2019 08:01 Breska skipið komið til hafnar í Íran Utanríkisráðherra Bretlands segir að afleiðingarnir verði alvarlegar skili írönsk stjórnvöld ekki olíuskipi sem þeir hertóku í gær. 20. júlí 2019 08:22 Íranir hertóku breskt olíuskip Íranir lögðu í dag hald á breskt olíuskip í Persaflóa. 19. júlí 2019 19:12 Utanríkisráðherra Bretlands hvetur Íran til að láta af "ólöglegri“ hertöku Hunt segir að aðgerðir Írana veki upp alvarlegar spurningar um öryggi breskra og alþjóðlegra flutningaskipa sem sigli í gegnum Hormússund. 20. júlí 2019 17:30 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Erlent Fleiri fréttir Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Sjá meira
Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, hélt neyðaröryggisfund í dag í því skyni að ræða hvernig Bretar muni bregðast við hertöku íranskra yfirvalda á olíuskipinu Stena Impero. Skipið sem er í eigu sænsks fyrirtækis en siglir undir breskum fána var hertekið af Írönum á föstudag á leið sinni í gegnum Hórmussund. Á fundinum í dag var það meðal annars rætt hvernig eigi að tryggja öryggi olíu- og flutningaskipa sem fara í gegnum Hórmussund, en sundið er mikilvægt fyrir flutning olíubirgða til og frá landshlutanum. Talsmaður May sagði að réttlæting Íran fyrir hertökunni væri röng og hertakan ólögmæt. Af þeim sökum bæri yfirvöldum að sleppa skipinu og áhöfn þess úr haldi undir eins. Jeremy Hunt, utanríkisráðherra Breta mun upplýsa neðri deild breska þingsins um stöðu mála á næstunni. Skipið er komið til hafnar í Íran og hafa stjórnvöld þar greint frá því að 23 manna áhöfn þess sé við góða heilsu. Engir breskir ríkisborgarar voru um borð en áhafnarmeðlimir eru sagðir vera frá Indlandi, Filippseyjum, Rússlandi og Lettlandi. Aðgerðin hefur ollið miklum deilum milli ríkjanna tveggja og hefur utanríkisráðherra Bretlands áður hvatt írönsk stjórnvöld til að láta af „ólöglegri hertöku“ sinni.
Bretland Íran Tengdar fréttir Upptökur af því þegar Íranir hertóku olíuflutningaskip birtar Mynd- og hljóðupptökur hafa komið fram frá því að íranski byltingarvörðurinn hertók flutningaskip sem siglir undir bresku flaggi á föstudag. 21. júlí 2019 08:01 Breska skipið komið til hafnar í Íran Utanríkisráðherra Bretlands segir að afleiðingarnir verði alvarlegar skili írönsk stjórnvöld ekki olíuskipi sem þeir hertóku í gær. 20. júlí 2019 08:22 Íranir hertóku breskt olíuskip Íranir lögðu í dag hald á breskt olíuskip í Persaflóa. 19. júlí 2019 19:12 Utanríkisráðherra Bretlands hvetur Íran til að láta af "ólöglegri“ hertöku Hunt segir að aðgerðir Írana veki upp alvarlegar spurningar um öryggi breskra og alþjóðlegra flutningaskipa sem sigli í gegnum Hormússund. 20. júlí 2019 17:30 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Erlent Fleiri fréttir Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Sjá meira
Upptökur af því þegar Íranir hertóku olíuflutningaskip birtar Mynd- og hljóðupptökur hafa komið fram frá því að íranski byltingarvörðurinn hertók flutningaskip sem siglir undir bresku flaggi á föstudag. 21. júlí 2019 08:01
Breska skipið komið til hafnar í Íran Utanríkisráðherra Bretlands segir að afleiðingarnir verði alvarlegar skili írönsk stjórnvöld ekki olíuskipi sem þeir hertóku í gær. 20. júlí 2019 08:22
Íranir hertóku breskt olíuskip Íranir lögðu í dag hald á breskt olíuskip í Persaflóa. 19. júlí 2019 19:12
Utanríkisráðherra Bretlands hvetur Íran til að láta af "ólöglegri“ hertöku Hunt segir að aðgerðir Írana veki upp alvarlegar spurningar um öryggi breskra og alþjóðlegra flutningaskipa sem sigli í gegnum Hormússund. 20. júlí 2019 17:30