Íslenski söfnuðurinn í Noregi kærir ekki fjárdrátt Jóhann K. Jóhannsson skrifar 22. júlí 2019 11:30 Nordberg-kirkja í Noregi. Samsett mynd/Guðni Ölversson Formaður Íslenska safnaðarins í Noregi hefur látið af störfum vegna trúnaðarbrests við stjórn trúfélagsins, en upp komst að hann hefði í nokkrum tilfellum misnotað greiðslukort í starfi sínu. Trúfélagið tók þá ákvörðun að kæra málið ekki til lögreglu. Formaðurinn hefur um nokkurt skeið sinnt störfum innan trúfélagsins sem almennur starfsmaður í hlutastarfi en frá áramótum var stöðugildið orðið 100%. Upp komst um fjárdráttinn þegar greiðsluseðlar greiðslukorta voru skoðaðir. Þetta staðfestir Anna Guðný Júlíusdóttir, lögmaður Íslenska safnaðarins í Noregi í samtali við fréttastofu. Anna segir að við skoðun hafi komið í ljós að 30.000 norskar krónur hafi verið teknar út án heimildar. Færslurnar hafi ekki verið margar en flestar þeirra háar í hvert skipti. Stjórn Íslenska safnaðarins tók ákvörðun um að kæra málið ekki til lögreglu og fór fram á að fráfarandi formaður mundi endurgreiða féð sem hann hefur gert. Samkvæmt heimildum fréttastofu eru fráfrandi formaður og stjórn ekki sammála um hvort formanninum hafi verið vikið úr starfi eða hann hafi sagt upp sjálfur. Stjórn lítur svo á að hann hafi hætt vegna málsins en í bréfi sem formaðurinn sendi samstarfsmönnum sínum, segir hann að stjórnin hafi rekið hann. Mikil ólga var innan safnaðarins á síðasta ári þegar Ragnheiði Karítas Pétursdóttur, presti, var sagt upp störfum. Á aðalfundi það ár urðu töluverð átök og stóð sá fundur í fimm klukkustundir, meðal annars vegna fjárhagsmála safnaðarins. Um 6000 manns eru skráðir í trúfélagið í Noregi og greiðir norska ríkið ákveðna upphæð á mánuði fyrir hvern skráðan einstakling til Íslensku kirkjunnar í Noregi. Uppfært klukkan 16:09Jónína Margrét Arnórsdóttir, nýr formaður Íslenska safnaðarins í Noregi hafði samband við fréttastofu og vildi leiðrétta það sem fram kemur um Ragnheiði Karítas Pétursdóttur, prest. Hún segir að Ragnheiði hafi ekki verið sagt upp störfum heldur að hún hafi farið í námsleyfi. Hún muni hins vegar ekki snúa aftur til starfa. Noregur Trúmál Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Fleiri fréttir Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Sjá meira
Formaður Íslenska safnaðarins í Noregi hefur látið af störfum vegna trúnaðarbrests við stjórn trúfélagsins, en upp komst að hann hefði í nokkrum tilfellum misnotað greiðslukort í starfi sínu. Trúfélagið tók þá ákvörðun að kæra málið ekki til lögreglu. Formaðurinn hefur um nokkurt skeið sinnt störfum innan trúfélagsins sem almennur starfsmaður í hlutastarfi en frá áramótum var stöðugildið orðið 100%. Upp komst um fjárdráttinn þegar greiðsluseðlar greiðslukorta voru skoðaðir. Þetta staðfestir Anna Guðný Júlíusdóttir, lögmaður Íslenska safnaðarins í Noregi í samtali við fréttastofu. Anna segir að við skoðun hafi komið í ljós að 30.000 norskar krónur hafi verið teknar út án heimildar. Færslurnar hafi ekki verið margar en flestar þeirra háar í hvert skipti. Stjórn Íslenska safnaðarins tók ákvörðun um að kæra málið ekki til lögreglu og fór fram á að fráfarandi formaður mundi endurgreiða féð sem hann hefur gert. Samkvæmt heimildum fréttastofu eru fráfrandi formaður og stjórn ekki sammála um hvort formanninum hafi verið vikið úr starfi eða hann hafi sagt upp sjálfur. Stjórn lítur svo á að hann hafi hætt vegna málsins en í bréfi sem formaðurinn sendi samstarfsmönnum sínum, segir hann að stjórnin hafi rekið hann. Mikil ólga var innan safnaðarins á síðasta ári þegar Ragnheiði Karítas Pétursdóttur, presti, var sagt upp störfum. Á aðalfundi það ár urðu töluverð átök og stóð sá fundur í fimm klukkustundir, meðal annars vegna fjárhagsmála safnaðarins. Um 6000 manns eru skráðir í trúfélagið í Noregi og greiðir norska ríkið ákveðna upphæð á mánuði fyrir hvern skráðan einstakling til Íslensku kirkjunnar í Noregi. Uppfært klukkan 16:09Jónína Margrét Arnórsdóttir, nýr formaður Íslenska safnaðarins í Noregi hafði samband við fréttastofu og vildi leiðrétta það sem fram kemur um Ragnheiði Karítas Pétursdóttur, prest. Hún segir að Ragnheiði hafi ekki verið sagt upp störfum heldur að hún hafi farið í námsleyfi. Hún muni hins vegar ekki snúa aftur til starfa.
Noregur Trúmál Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Fleiri fréttir Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Sjá meira