Brunavarnir hússins í ólagi Jóhann K. Jóhannsson og Margrét Helga Erlingsdóttir skrifa 31. júlí 2019 20:00 „Við áttuðum okkur strax á því að brunahólfin væru ekki í lagi.“ Þetta segir Birgir Finnsson varaslökkviliðsstjóri Slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu í samtali við fréttamann á vettvangi. Tugir slökkviliðsmanna hafa unnið sleitulaust að því í meira en hálfan sólarhring að slökkva mikinn eld sem kom upp í iðnaðarhúsi í Hafnarfirði í nótt. Nokkrar klukkustundir tók að ná yfirhöndinni á eldinum en gott veður átti þátt í því að það tókst. „Það kemur reykur út um gaflinn frá því svæði sem eldurinn er mestur þannig að við fórum í að reyna að rjúfa húsið um miðju til þess að reyna að einangra eldinn við þann helming hússins sem eldurinn var þegar kominn í,“ útskýrir Birgir. Aðspurður hvort það hafi komið honum á óvart hversu mikill eldurinn var í raun og veru þegar slökkviliðið kom á vettvang segir Birgir svo vera. „Að vissu leyti kemur það á óvart þegar eldur er orðinn svona mikill þegar slökkviliðið kemur en það er auðvitað þannig að þetta er um nótt og þarna er ekki starfsemi í húsinu. Það er vaktmaður sem kemur á staðinn sem verður eldsins vart þannig að hann hefur sjálfsagt verið búinn að krauma í einhvern tíma. Þarna er fiskvinnsla með öllu sem því fylgir; pakkningum, kerjum, plasti, olíu, feiti til þess að djúpsteikja og öllu mögulegu.“ Nú stendur yfir vinna slökkviliðsins að fjarlægja þakið sem hrundi til að unnt sé að komast að eldinum.Birgir Finnsson varaslökkviliðsstjóri ræðir við varðstjóra á vettvangi.Vísir„Þetta verður einhver vinna áfram en krabbinn er að krafla fyrir okkur dótið í burtu og við erum að slökkva í því sem er undir og þannig verður þetta sjálfsagt einhverja klukkutíma í viðbót.“ Of snemmt er að segja til um eldsupptök á þessari stundu því slökkviliðið hefur ekki afhent lögreglu vettvanginn til rannsóknar. Það gæti reyndar reynst þrautinni þyngri að rannsaka vettvang á borð við þennan en viðbragðsaðilar reyna eftir bestu getu að tryggja rannsóknarhagsmuni. Þetta er þriðji stórbruninn á svæðinu á rúmu ári. Í apríl í fyrra brann stórt iðnaðarhúsnæði í Miðhrauni í Garðabæ og í nóvember brann Hurða- og gluggasmiðjan til kaldra kola að Hvaleyrarbraut 39 í Hafnarfirði.Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins fékk tilkynningu skömmu eftir klukkan þrjú í nótt um að eldur logaði í húsi að Fornubúðum í Hafnarfirði. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði þótti tilkynningin óljós en hún kom í gegnum þriðja aðila. Þó voru slökkviliðsmenn ræstir út auk lögreglu. Nokkrum mínútum síðar kemur fyrsti lögreglubíll á vettvang og staðfestir að mikill eldur logi í húsinu. Þá eru slökkviliðsmenn frá öllum slökkvistöðvum á höfuðborgarsvæðinu á leið á vettvang og ákvað stjórnandi að kalla út, að auki, mannskap á frívakt. Ljóst var að mikið verk var fyrir höndum. „Þetta er erfitt við að eiga. Húsið er mjög stórt og við tókum til þess ráðs að fá krabba og opna þakið á mörgum stöðum og þá náðum við að stoppa þetta þannig að eldurinn fór ekki um allt húsið,“ sagði Guðmundur Halldórsson, varðstjóri hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins á vettvangi í gær. Um fimmtíu slökkviliðsmenn tóku þátt í slökkvistarfinu. Klukkan fimm í morgun var ákveðið að óska eftir aðstoð frá Brunavörnum Suðurnesja og Brunavörnum Árnessýslu og voru fimm menn frá hvoru liði sendir á vettvang.Þá var sérsveit Ríkislögreglustjóra einnig fengin á staðinn en þeir hafa yfir að ráða dróna með hitamyndavél og með því gátu menn áttað sig á því hvar hitinn var mestur í byggingunni, eins og sjá má á þessum myndum. Vernharð Guðnason, deildarstjóri á aðgerðasviði slökkviliðsins sagði í samtali við fréttastofu í morgun að í fyrstu hafi vaknað grunur um að fólk væri í húsinu. Tveir reykkafarar voru sendir inn í húsið til leitar en fljótlega var þó ljóst að svo reyndist ekki vera. Reykkafararnir þurftu svo frá að hverfa úr húsinu vegna mikils hita og reyks.Einhver hætta?„Það er alltaf hætta og þegar eldurinn er búinn að loga svona mikið að þá er hætta á að menn fái eitthvað ofan í sig þannig að við höfum ekki verið með neina menn inni þannig að við reynum að vinna þetta allt utan frá," sagði Guðmundur.Klikkuðu brunavarnir í húsinu?„Ég þekki það ekki hvernig það var í þessu húsi. það er ekki starfsemi nema kannski í svona helming hússins. Við höfum ekki farið inn í þennan part sem er heill. Hinn parturinn er ónýtur,“ sagði Guðmundur. Mikill reykur steig upp frá eldinum og voru íbúar í nágrenni beðnir um að loka gluggum og hækka hita til að varna því að reykur bærist inn í hús. Þá var starfsfólki fyrirtækja á svæðinu tilkynnt að engum yrði hleypt inn á svæðið að minnsta kosti fram að hádegi. Um klukkan tíu í morgun tilkynntu stjórnendur á vettvangi að tekist hefði að slökkva mestan eld og farið að draga úr mannskap en eftir hádegi og fram eftir degi enn verið að slökkva í glæðum. Hafnarfjörður Slökkvilið Tengdar fréttir Ekkert eftir nema rjúkandi rústir Helmingur húsnæðisins að Fornubúðum 3 í Hafnarfirði brann til grunna í eldsvoðanum í nótt. 31. júlí 2019 12:58 Töldu í fyrstu að mögulega væri manneskja inni í húsinu Mikill eldsmatur er í húsnæðinu og þá hefur gengið ágætlega að bjarga hluta hússins í morgun. 31. júlí 2019 08:31 Fiskmarkaðurinn virðist hafa sloppið vel en altjón hjá hinum fyrirtækjunum Starfsemi Fiskmarkaðs Suðurnesja er ekki í þeim hluta hússins að Fornubúð 3 í Hafnarfirði sem varð eldi að bráð í nótt. 31. júlí 2019 10:10 „Á tímabili vorum við hræddir um að missa allt húsið“ Mikill eldur logar enn í húsnæði Fiskmarkaðs Suðurnesja að Fornubúðum í Hafnarfirði. 31. júlí 2019 07:20 Stórbruni í Hafnarfirði Allt tiltækt slökkvilið hefur verið sent á vettvang. 31. júlí 2019 04:09 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Fleiri fréttir Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Sjá meira
„Við áttuðum okkur strax á því að brunahólfin væru ekki í lagi.“ Þetta segir Birgir Finnsson varaslökkviliðsstjóri Slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu í samtali við fréttamann á vettvangi. Tugir slökkviliðsmanna hafa unnið sleitulaust að því í meira en hálfan sólarhring að slökkva mikinn eld sem kom upp í iðnaðarhúsi í Hafnarfirði í nótt. Nokkrar klukkustundir tók að ná yfirhöndinni á eldinum en gott veður átti þátt í því að það tókst. „Það kemur reykur út um gaflinn frá því svæði sem eldurinn er mestur þannig að við fórum í að reyna að rjúfa húsið um miðju til þess að reyna að einangra eldinn við þann helming hússins sem eldurinn var þegar kominn í,“ útskýrir Birgir. Aðspurður hvort það hafi komið honum á óvart hversu mikill eldurinn var í raun og veru þegar slökkviliðið kom á vettvang segir Birgir svo vera. „Að vissu leyti kemur það á óvart þegar eldur er orðinn svona mikill þegar slökkviliðið kemur en það er auðvitað þannig að þetta er um nótt og þarna er ekki starfsemi í húsinu. Það er vaktmaður sem kemur á staðinn sem verður eldsins vart þannig að hann hefur sjálfsagt verið búinn að krauma í einhvern tíma. Þarna er fiskvinnsla með öllu sem því fylgir; pakkningum, kerjum, plasti, olíu, feiti til þess að djúpsteikja og öllu mögulegu.“ Nú stendur yfir vinna slökkviliðsins að fjarlægja þakið sem hrundi til að unnt sé að komast að eldinum.Birgir Finnsson varaslökkviliðsstjóri ræðir við varðstjóra á vettvangi.Vísir„Þetta verður einhver vinna áfram en krabbinn er að krafla fyrir okkur dótið í burtu og við erum að slökkva í því sem er undir og þannig verður þetta sjálfsagt einhverja klukkutíma í viðbót.“ Of snemmt er að segja til um eldsupptök á þessari stundu því slökkviliðið hefur ekki afhent lögreglu vettvanginn til rannsóknar. Það gæti reyndar reynst þrautinni þyngri að rannsaka vettvang á borð við þennan en viðbragðsaðilar reyna eftir bestu getu að tryggja rannsóknarhagsmuni. Þetta er þriðji stórbruninn á svæðinu á rúmu ári. Í apríl í fyrra brann stórt iðnaðarhúsnæði í Miðhrauni í Garðabæ og í nóvember brann Hurða- og gluggasmiðjan til kaldra kola að Hvaleyrarbraut 39 í Hafnarfirði.Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins fékk tilkynningu skömmu eftir klukkan þrjú í nótt um að eldur logaði í húsi að Fornubúðum í Hafnarfirði. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði þótti tilkynningin óljós en hún kom í gegnum þriðja aðila. Þó voru slökkviliðsmenn ræstir út auk lögreglu. Nokkrum mínútum síðar kemur fyrsti lögreglubíll á vettvang og staðfestir að mikill eldur logi í húsinu. Þá eru slökkviliðsmenn frá öllum slökkvistöðvum á höfuðborgarsvæðinu á leið á vettvang og ákvað stjórnandi að kalla út, að auki, mannskap á frívakt. Ljóst var að mikið verk var fyrir höndum. „Þetta er erfitt við að eiga. Húsið er mjög stórt og við tókum til þess ráðs að fá krabba og opna þakið á mörgum stöðum og þá náðum við að stoppa þetta þannig að eldurinn fór ekki um allt húsið,“ sagði Guðmundur Halldórsson, varðstjóri hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins á vettvangi í gær. Um fimmtíu slökkviliðsmenn tóku þátt í slökkvistarfinu. Klukkan fimm í morgun var ákveðið að óska eftir aðstoð frá Brunavörnum Suðurnesja og Brunavörnum Árnessýslu og voru fimm menn frá hvoru liði sendir á vettvang.Þá var sérsveit Ríkislögreglustjóra einnig fengin á staðinn en þeir hafa yfir að ráða dróna með hitamyndavél og með því gátu menn áttað sig á því hvar hitinn var mestur í byggingunni, eins og sjá má á þessum myndum. Vernharð Guðnason, deildarstjóri á aðgerðasviði slökkviliðsins sagði í samtali við fréttastofu í morgun að í fyrstu hafi vaknað grunur um að fólk væri í húsinu. Tveir reykkafarar voru sendir inn í húsið til leitar en fljótlega var þó ljóst að svo reyndist ekki vera. Reykkafararnir þurftu svo frá að hverfa úr húsinu vegna mikils hita og reyks.Einhver hætta?„Það er alltaf hætta og þegar eldurinn er búinn að loga svona mikið að þá er hætta á að menn fái eitthvað ofan í sig þannig að við höfum ekki verið með neina menn inni þannig að við reynum að vinna þetta allt utan frá," sagði Guðmundur.Klikkuðu brunavarnir í húsinu?„Ég þekki það ekki hvernig það var í þessu húsi. það er ekki starfsemi nema kannski í svona helming hússins. Við höfum ekki farið inn í þennan part sem er heill. Hinn parturinn er ónýtur,“ sagði Guðmundur. Mikill reykur steig upp frá eldinum og voru íbúar í nágrenni beðnir um að loka gluggum og hækka hita til að varna því að reykur bærist inn í hús. Þá var starfsfólki fyrirtækja á svæðinu tilkynnt að engum yrði hleypt inn á svæðið að minnsta kosti fram að hádegi. Um klukkan tíu í morgun tilkynntu stjórnendur á vettvangi að tekist hefði að slökkva mestan eld og farið að draga úr mannskap en eftir hádegi og fram eftir degi enn verið að slökkva í glæðum.
Hafnarfjörður Slökkvilið Tengdar fréttir Ekkert eftir nema rjúkandi rústir Helmingur húsnæðisins að Fornubúðum 3 í Hafnarfirði brann til grunna í eldsvoðanum í nótt. 31. júlí 2019 12:58 Töldu í fyrstu að mögulega væri manneskja inni í húsinu Mikill eldsmatur er í húsnæðinu og þá hefur gengið ágætlega að bjarga hluta hússins í morgun. 31. júlí 2019 08:31 Fiskmarkaðurinn virðist hafa sloppið vel en altjón hjá hinum fyrirtækjunum Starfsemi Fiskmarkaðs Suðurnesja er ekki í þeim hluta hússins að Fornubúð 3 í Hafnarfirði sem varð eldi að bráð í nótt. 31. júlí 2019 10:10 „Á tímabili vorum við hræddir um að missa allt húsið“ Mikill eldur logar enn í húsnæði Fiskmarkaðs Suðurnesja að Fornubúðum í Hafnarfirði. 31. júlí 2019 07:20 Stórbruni í Hafnarfirði Allt tiltækt slökkvilið hefur verið sent á vettvang. 31. júlí 2019 04:09 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Fleiri fréttir Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Sjá meira
Ekkert eftir nema rjúkandi rústir Helmingur húsnæðisins að Fornubúðum 3 í Hafnarfirði brann til grunna í eldsvoðanum í nótt. 31. júlí 2019 12:58
Töldu í fyrstu að mögulega væri manneskja inni í húsinu Mikill eldsmatur er í húsnæðinu og þá hefur gengið ágætlega að bjarga hluta hússins í morgun. 31. júlí 2019 08:31
Fiskmarkaðurinn virðist hafa sloppið vel en altjón hjá hinum fyrirtækjunum Starfsemi Fiskmarkaðs Suðurnesja er ekki í þeim hluta hússins að Fornubúð 3 í Hafnarfirði sem varð eldi að bráð í nótt. 31. júlí 2019 10:10
„Á tímabili vorum við hræddir um að missa allt húsið“ Mikill eldur logar enn í húsnæði Fiskmarkaðs Suðurnesja að Fornubúðum í Hafnarfirði. 31. júlí 2019 07:20