Eftirlitshlutverk LMFÍ og upplýsingaskylda lögmanna Lárus Sigurður Lárusson skrifar 31. júlí 2019 15:25 Nýlegur dómur Landsréttar frá 5. apríl 2019 í málinu nr. 511/2018, Jón Steinar Gunnlaugsson gegn Lögmannafélagi Íslands (LMFÍ), gefur tilefni til hugleiðinga um heimildir LMFÍ til eftirlits með lögmönnum og takmörk þar á. Samkvæmt niðurstöðu Landsréttar leiðir af 2. mgr. 74. gr. stjórnarskrárinnar og 3. mgr. 3. gr. lögmannalaga nr. 77/1998 að stjórn LMFÍ þurfi skýra lagaheimild til þess að koma fram viðurlögum gagnvart lögmönnum. Með vísan til framangreinds og þess að í 26. og 27. gr. lögmannalaga eru með tæmandi hætti talin þau tilvik sem verða borin undir úrskurðarnefnd lögmanna, komst Landsréttur að þeirri niðurstöðu að stjórn LMFÍ hefði ekki nægilega trausta lagaheimild til þess að koma fram viðurlögum gagn félagsmanni með því að leggja kvörtun fyrir úrskurðarnefndina. Ákvæði málsmeðferðarreglna nefndarinnar og siðareglna lögmanna gætu ekki bætt úr slíkum skorti á lagaheimild. Þessi niðurstaða er í samræmi við lögmætisreglu stjórnsýsluréttarins en samkvæmt henni þurfa ákvarðanir, teknar í skjóli stjórnsýsluvalds, að eiga sér heimild í lögum. Heimild stjórnar LMFÍ til þess að bera mál undir úrskurðarnefnd lögmanna hefur verið talin nauðsynleg í því skyni að félagið geti sinnt eftirlitshlutverki sínum með lögmönnum. Annað veigamikið tæki í því samhengi er heimild félagsins til þess að krefja lögmann um upplýsinga um störf sín og skylda lögmanna til þess að veita félaginu þær. Heimildir sínar að þessu leyti sækir stjórn LMFÍ einkum til 43. gr. siðareglna lögmanna. Í ákvæðinu segir að stjórn LMFÍ hafi eftirlit með því að siðareglunum sé fylgt og að lögmönnum sé skylt, án ástæðulauss dráttar, að gera viðhlítandi grein fyrir máli sínu, eftir boði stjórnar LMFÍ eða úrskurðarnefndar, út af meintu broti eða ágreiningi um skilning á siðareglunum. Lögmönnum er skylt að vera félagar í LMFÍ skv. 1. mgr. 3. gr. laga um lögmenn. Félagið setur sér samþykktir en er óheimilt að hafa aðra starfsemi með höndum en þá sem lög mæla sérstaklega fyrir um, skv. 2. mgr. sama ákvæðis. Hlutverk LMFÍ skv. lögmannalögum er einkum bundið við að veita umsagnir til stjórnvalda um málefni er varða lögmannastéttina. Kemur fram í 5. gr. laganna að LMFÍ komi fram fyrir hönd lögmanna gagnvart dómstólum og stjórnvöldum um málefni sem varða stéttina, setji siðareglur fyrir lögmenn og stuðli að því að sérhver sem þarfnast aðstoðar lögmanns fái notið hennar. Þá hefur LMFÍ eftirlitið með því að lögmaður uppfylli ávallt skilyrði 6., 9. og 12. gr. laganna fyrir lögmannsréttindum, eins og kveðið er á um í 1. mgr. 13. gr. laganna. Í þessu skyni er í 2. mgr. 13. gr. og 23. gr. laganna kveðið á um upplýsingaskyldu lögmanna til LMFÍ og heimild félagsins til þess að afla upplýsinga. Þessar heimildir lúta fyrst og fremst að fjörvörslum lögmanna og að þeir uppfylli skilyrði lögmannsréttinda. Eftirlit með lögmönnum að öðru leyti virðist vera í höndum úrskurðarnefndar lögmanna skv. 3. mgr. 3. gr. laganna. Af öllu ofangreindu kann að leiða að eftirlitshlutverk það sem stjórn LMFÍ er veitt í 1. mgr. 43. gr. siðareglna lögmanna eigi sér ekki fullnægjandi stoð í lögum enda er þess hvergi getið berum orðum í lögum, utan þess sem að ofan er rakið. Að sama skapi má draga þá ályktun af heimild stjórnar LMFÍ til þess að krefja lögmenn upplýsinga um störf sín, og skylda lögmanna til að svara, sé takmörkuð við 13. og 23. gr. laganna. Reynist þetta rétt er ljóst að hlutverki og heimildum stjórnar LMFÍ eru þröngar skorður settar. Þá eru ótaldar þær skorður sem ákvæði laga um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga kveða á um. Dómi Landsréttar hefur verið áfrýjað til Hæstaréttar Íslands og fróðlegt verður að sjá hvernig æðsti dómstóll landsins mun leysa úr málinu.Höfundur er lögmaður Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dómsmál Dómstólar Mest lesið Loftslagsverkfallið krefst aðgerða strax! Tinna Hallgrímsdóttir Skoðun Látum draumana rætast, á kostnað hverra? Takmarkanir menntastefnu Reykjavíkurborgar Ingólfur Dan Þórisson,Margrét Dan Þórisdóttir,Ana Victoria Cate,Helga Dögg Yngvadóttir Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson Skoðun Bankar gegn þjóð Bjarni Jónsson Skoðun Ekki sprengja börn! Ellen Calmon Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall Skoðun Skoðun Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Sjá meira
Nýlegur dómur Landsréttar frá 5. apríl 2019 í málinu nr. 511/2018, Jón Steinar Gunnlaugsson gegn Lögmannafélagi Íslands (LMFÍ), gefur tilefni til hugleiðinga um heimildir LMFÍ til eftirlits með lögmönnum og takmörk þar á. Samkvæmt niðurstöðu Landsréttar leiðir af 2. mgr. 74. gr. stjórnarskrárinnar og 3. mgr. 3. gr. lögmannalaga nr. 77/1998 að stjórn LMFÍ þurfi skýra lagaheimild til þess að koma fram viðurlögum gagnvart lögmönnum. Með vísan til framangreinds og þess að í 26. og 27. gr. lögmannalaga eru með tæmandi hætti talin þau tilvik sem verða borin undir úrskurðarnefnd lögmanna, komst Landsréttur að þeirri niðurstöðu að stjórn LMFÍ hefði ekki nægilega trausta lagaheimild til þess að koma fram viðurlögum gagn félagsmanni með því að leggja kvörtun fyrir úrskurðarnefndina. Ákvæði málsmeðferðarreglna nefndarinnar og siðareglna lögmanna gætu ekki bætt úr slíkum skorti á lagaheimild. Þessi niðurstaða er í samræmi við lögmætisreglu stjórnsýsluréttarins en samkvæmt henni þurfa ákvarðanir, teknar í skjóli stjórnsýsluvalds, að eiga sér heimild í lögum. Heimild stjórnar LMFÍ til þess að bera mál undir úrskurðarnefnd lögmanna hefur verið talin nauðsynleg í því skyni að félagið geti sinnt eftirlitshlutverki sínum með lögmönnum. Annað veigamikið tæki í því samhengi er heimild félagsins til þess að krefja lögmann um upplýsinga um störf sín og skylda lögmanna til þess að veita félaginu þær. Heimildir sínar að þessu leyti sækir stjórn LMFÍ einkum til 43. gr. siðareglna lögmanna. Í ákvæðinu segir að stjórn LMFÍ hafi eftirlit með því að siðareglunum sé fylgt og að lögmönnum sé skylt, án ástæðulauss dráttar, að gera viðhlítandi grein fyrir máli sínu, eftir boði stjórnar LMFÍ eða úrskurðarnefndar, út af meintu broti eða ágreiningi um skilning á siðareglunum. Lögmönnum er skylt að vera félagar í LMFÍ skv. 1. mgr. 3. gr. laga um lögmenn. Félagið setur sér samþykktir en er óheimilt að hafa aðra starfsemi með höndum en þá sem lög mæla sérstaklega fyrir um, skv. 2. mgr. sama ákvæðis. Hlutverk LMFÍ skv. lögmannalögum er einkum bundið við að veita umsagnir til stjórnvalda um málefni er varða lögmannastéttina. Kemur fram í 5. gr. laganna að LMFÍ komi fram fyrir hönd lögmanna gagnvart dómstólum og stjórnvöldum um málefni sem varða stéttina, setji siðareglur fyrir lögmenn og stuðli að því að sérhver sem þarfnast aðstoðar lögmanns fái notið hennar. Þá hefur LMFÍ eftirlitið með því að lögmaður uppfylli ávallt skilyrði 6., 9. og 12. gr. laganna fyrir lögmannsréttindum, eins og kveðið er á um í 1. mgr. 13. gr. laganna. Í þessu skyni er í 2. mgr. 13. gr. og 23. gr. laganna kveðið á um upplýsingaskyldu lögmanna til LMFÍ og heimild félagsins til þess að afla upplýsinga. Þessar heimildir lúta fyrst og fremst að fjörvörslum lögmanna og að þeir uppfylli skilyrði lögmannsréttinda. Eftirlit með lögmönnum að öðru leyti virðist vera í höndum úrskurðarnefndar lögmanna skv. 3. mgr. 3. gr. laganna. Af öllu ofangreindu kann að leiða að eftirlitshlutverk það sem stjórn LMFÍ er veitt í 1. mgr. 43. gr. siðareglna lögmanna eigi sér ekki fullnægjandi stoð í lögum enda er þess hvergi getið berum orðum í lögum, utan þess sem að ofan er rakið. Að sama skapi má draga þá ályktun af heimild stjórnar LMFÍ til þess að krefja lögmenn upplýsinga um störf sín, og skylda lögmanna til að svara, sé takmörkuð við 13. og 23. gr. laganna. Reynist þetta rétt er ljóst að hlutverki og heimildum stjórnar LMFÍ eru þröngar skorður settar. Þá eru ótaldar þær skorður sem ákvæði laga um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga kveða á um. Dómi Landsréttar hefur verið áfrýjað til Hæstaréttar Íslands og fróðlegt verður að sjá hvernig æðsti dómstóll landsins mun leysa úr málinu.Höfundur er lögmaður
Látum draumana rætast, á kostnað hverra? Takmarkanir menntastefnu Reykjavíkurborgar Ingólfur Dan Þórisson,Margrét Dan Þórisdóttir,Ana Victoria Cate,Helga Dögg Yngvadóttir Skoðun
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Látum draumana rætast, á kostnað hverra? Takmarkanir menntastefnu Reykjavíkurborgar Ingólfur Dan Þórisson,Margrét Dan Þórisdóttir,Ana Victoria Cate,Helga Dögg Yngvadóttir Skoðun
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun