Grunaður um að hafa rænt verðmætu úri vopnaður eftirlíkingu af skammbyssu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 31. júlí 2019 14:53 Maðurinn var handtekinn eftir umfangsmiklar aðgerðir lögreglu og sérsveitar. vísir/vilhelm Maðurinn sem handtekinn var í umfangsmiklum aðgerðum lögreglu og sérsveitar í austurborginni síðastliðinn fimmtudag er grunaður um að hafa rænt verðmætu Breitling-úri af manni sem hugðist selja úrið. Hinn grunaði var vopnaður svartri Glock-skammbyssu sem reyndist vera eftirlíking.Greint var frá því í síðustu viku að karlmaður á þrítugsaldri hafi í Héraðsdómi Reykjavíkur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 23. ágúst næstkomandi eftir að hafa ógnað manni með skotvopni og rænt hann verðmætum. Fjórir voru handteknir í tengslum við málið en þremur sleppt úr haldi fljótlega eftir handtöku. Gæsluvarðhaldsúrskurðurinn var kærður til Landsréttar sem í dag staðfesti gæsluvarðhald yfir manninum. Í úrskurði Landsréttar kemur fram að að maðurinn sem var rændur hafi umræddan dag mælt sér mót við annan mann sem ætlaði að kaupa af honum verðmætt úr. Sagðist kaupandinn að hann myndi mæta í félagi við annan mann.Segist hafa verið á vettvangi en neitar að hafa tekið úrið Í greinargerð lögreglu segir að maðurinn sem er í haldi lögreglu hafi sest inn í bifreið mannsins sem ætlaði að selja úrið og hótað honum, vopnaður skammbyssu. Krafðist hann þess að fá úrið afhent. Varð maðurinn sem ætlaði að selja úrið við þeirri kröfu. Fór hinn grunaði því næst af vettvangi.Landsréttur staðfesti úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur.Vísir/vilhelmEftir að brotaþolinn gat veitt upplýsingar um kaupandann voru fjórir handteknir síðar um kvöldið. Sá sem úrskurðaður var í gæsluvarðhald skýrði lögreglu frá því við yfirheyrslur að hann væri tilbúinn til þess að vísa á skotvopnið, sem reyndist vera eftirlíking af svartri Glock-skammbyssu.Hefur hann játað að hafa verið á vettvangi og haft byssu meðferðis en neitar hann að hafa tekið úrið og að hafa ógnað brotaþola með skammbyssunni, til að komast yfir úrið. Úrið er enn ófundið. Í úrskurðinum kemur fram að vitni sagt manninn hafi haft í hyggju að kaupa úr og hafi komið til baka með öskju utan af úri. Um er að ræða Breitling úr sem er að sögn brotaþola að verðmæti einnar milljónar.Í úrskurði Landsréttar segir að hinn grunaði sé undir sterkum grun að hafa gerst sekur um alvarlegt ránsbrot og var gæsluvarðhaldsúrskurður héraðsdóms því staðfestur. Mun maðurinn því sitja í gæsluvarðhaldi til 23. ágúst næstkomandi. Dómsmál Lögreglumál Tengdar fréttir Vopnað rán í Reykjavík: Einn í gæsluvarðhaldi eftir umfangsmiklar aðgerðir lögreglu og sérsveitar Karlmaður á þrítugsaldri var í dag í Héraðsdómi Reykjavíkur úrskurðaður í gæsluvarðhald til 23. ágúst. 26. júlí 2019 15:38 Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Maðurinn sem handtekinn var í umfangsmiklum aðgerðum lögreglu og sérsveitar í austurborginni síðastliðinn fimmtudag er grunaður um að hafa rænt verðmætu Breitling-úri af manni sem hugðist selja úrið. Hinn grunaði var vopnaður svartri Glock-skammbyssu sem reyndist vera eftirlíking.Greint var frá því í síðustu viku að karlmaður á þrítugsaldri hafi í Héraðsdómi Reykjavíkur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 23. ágúst næstkomandi eftir að hafa ógnað manni með skotvopni og rænt hann verðmætum. Fjórir voru handteknir í tengslum við málið en þremur sleppt úr haldi fljótlega eftir handtöku. Gæsluvarðhaldsúrskurðurinn var kærður til Landsréttar sem í dag staðfesti gæsluvarðhald yfir manninum. Í úrskurði Landsréttar kemur fram að að maðurinn sem var rændur hafi umræddan dag mælt sér mót við annan mann sem ætlaði að kaupa af honum verðmætt úr. Sagðist kaupandinn að hann myndi mæta í félagi við annan mann.Segist hafa verið á vettvangi en neitar að hafa tekið úrið Í greinargerð lögreglu segir að maðurinn sem er í haldi lögreglu hafi sest inn í bifreið mannsins sem ætlaði að selja úrið og hótað honum, vopnaður skammbyssu. Krafðist hann þess að fá úrið afhent. Varð maðurinn sem ætlaði að selja úrið við þeirri kröfu. Fór hinn grunaði því næst af vettvangi.Landsréttur staðfesti úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur.Vísir/vilhelmEftir að brotaþolinn gat veitt upplýsingar um kaupandann voru fjórir handteknir síðar um kvöldið. Sá sem úrskurðaður var í gæsluvarðhald skýrði lögreglu frá því við yfirheyrslur að hann væri tilbúinn til þess að vísa á skotvopnið, sem reyndist vera eftirlíking af svartri Glock-skammbyssu.Hefur hann játað að hafa verið á vettvangi og haft byssu meðferðis en neitar hann að hafa tekið úrið og að hafa ógnað brotaþola með skammbyssunni, til að komast yfir úrið. Úrið er enn ófundið. Í úrskurðinum kemur fram að vitni sagt manninn hafi haft í hyggju að kaupa úr og hafi komið til baka með öskju utan af úri. Um er að ræða Breitling úr sem er að sögn brotaþola að verðmæti einnar milljónar.Í úrskurði Landsréttar segir að hinn grunaði sé undir sterkum grun að hafa gerst sekur um alvarlegt ránsbrot og var gæsluvarðhaldsúrskurður héraðsdóms því staðfestur. Mun maðurinn því sitja í gæsluvarðhaldi til 23. ágúst næstkomandi.
Dómsmál Lögreglumál Tengdar fréttir Vopnað rán í Reykjavík: Einn í gæsluvarðhaldi eftir umfangsmiklar aðgerðir lögreglu og sérsveitar Karlmaður á þrítugsaldri var í dag í Héraðsdómi Reykjavíkur úrskurðaður í gæsluvarðhald til 23. ágúst. 26. júlí 2019 15:38 Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Vopnað rán í Reykjavík: Einn í gæsluvarðhaldi eftir umfangsmiklar aðgerðir lögreglu og sérsveitar Karlmaður á þrítugsaldri var í dag í Héraðsdómi Reykjavíkur úrskurðaður í gæsluvarðhald til 23. ágúst. 26. júlí 2019 15:38