Grunaður um að hafa rænt verðmætu úri vopnaður eftirlíkingu af skammbyssu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 31. júlí 2019 14:53 Maðurinn var handtekinn eftir umfangsmiklar aðgerðir lögreglu og sérsveitar. vísir/vilhelm Maðurinn sem handtekinn var í umfangsmiklum aðgerðum lögreglu og sérsveitar í austurborginni síðastliðinn fimmtudag er grunaður um að hafa rænt verðmætu Breitling-úri af manni sem hugðist selja úrið. Hinn grunaði var vopnaður svartri Glock-skammbyssu sem reyndist vera eftirlíking.Greint var frá því í síðustu viku að karlmaður á þrítugsaldri hafi í Héraðsdómi Reykjavíkur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 23. ágúst næstkomandi eftir að hafa ógnað manni með skotvopni og rænt hann verðmætum. Fjórir voru handteknir í tengslum við málið en þremur sleppt úr haldi fljótlega eftir handtöku. Gæsluvarðhaldsúrskurðurinn var kærður til Landsréttar sem í dag staðfesti gæsluvarðhald yfir manninum. Í úrskurði Landsréttar kemur fram að að maðurinn sem var rændur hafi umræddan dag mælt sér mót við annan mann sem ætlaði að kaupa af honum verðmætt úr. Sagðist kaupandinn að hann myndi mæta í félagi við annan mann.Segist hafa verið á vettvangi en neitar að hafa tekið úrið Í greinargerð lögreglu segir að maðurinn sem er í haldi lögreglu hafi sest inn í bifreið mannsins sem ætlaði að selja úrið og hótað honum, vopnaður skammbyssu. Krafðist hann þess að fá úrið afhent. Varð maðurinn sem ætlaði að selja úrið við þeirri kröfu. Fór hinn grunaði því næst af vettvangi.Landsréttur staðfesti úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur.Vísir/vilhelmEftir að brotaþolinn gat veitt upplýsingar um kaupandann voru fjórir handteknir síðar um kvöldið. Sá sem úrskurðaður var í gæsluvarðhald skýrði lögreglu frá því við yfirheyrslur að hann væri tilbúinn til þess að vísa á skotvopnið, sem reyndist vera eftirlíking af svartri Glock-skammbyssu.Hefur hann játað að hafa verið á vettvangi og haft byssu meðferðis en neitar hann að hafa tekið úrið og að hafa ógnað brotaþola með skammbyssunni, til að komast yfir úrið. Úrið er enn ófundið. Í úrskurðinum kemur fram að vitni sagt manninn hafi haft í hyggju að kaupa úr og hafi komið til baka með öskju utan af úri. Um er að ræða Breitling úr sem er að sögn brotaþola að verðmæti einnar milljónar.Í úrskurði Landsréttar segir að hinn grunaði sé undir sterkum grun að hafa gerst sekur um alvarlegt ránsbrot og var gæsluvarðhaldsúrskurður héraðsdóms því staðfestur. Mun maðurinn því sitja í gæsluvarðhaldi til 23. ágúst næstkomandi. Dómsmál Lögreglumál Tengdar fréttir Vopnað rán í Reykjavík: Einn í gæsluvarðhaldi eftir umfangsmiklar aðgerðir lögreglu og sérsveitar Karlmaður á þrítugsaldri var í dag í Héraðsdómi Reykjavíkur úrskurðaður í gæsluvarðhald til 23. ágúst. 26. júlí 2019 15:38 Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Fleiri fréttir Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Sjá meira
Maðurinn sem handtekinn var í umfangsmiklum aðgerðum lögreglu og sérsveitar í austurborginni síðastliðinn fimmtudag er grunaður um að hafa rænt verðmætu Breitling-úri af manni sem hugðist selja úrið. Hinn grunaði var vopnaður svartri Glock-skammbyssu sem reyndist vera eftirlíking.Greint var frá því í síðustu viku að karlmaður á þrítugsaldri hafi í Héraðsdómi Reykjavíkur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 23. ágúst næstkomandi eftir að hafa ógnað manni með skotvopni og rænt hann verðmætum. Fjórir voru handteknir í tengslum við málið en þremur sleppt úr haldi fljótlega eftir handtöku. Gæsluvarðhaldsúrskurðurinn var kærður til Landsréttar sem í dag staðfesti gæsluvarðhald yfir manninum. Í úrskurði Landsréttar kemur fram að að maðurinn sem var rændur hafi umræddan dag mælt sér mót við annan mann sem ætlaði að kaupa af honum verðmætt úr. Sagðist kaupandinn að hann myndi mæta í félagi við annan mann.Segist hafa verið á vettvangi en neitar að hafa tekið úrið Í greinargerð lögreglu segir að maðurinn sem er í haldi lögreglu hafi sest inn í bifreið mannsins sem ætlaði að selja úrið og hótað honum, vopnaður skammbyssu. Krafðist hann þess að fá úrið afhent. Varð maðurinn sem ætlaði að selja úrið við þeirri kröfu. Fór hinn grunaði því næst af vettvangi.Landsréttur staðfesti úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur.Vísir/vilhelmEftir að brotaþolinn gat veitt upplýsingar um kaupandann voru fjórir handteknir síðar um kvöldið. Sá sem úrskurðaður var í gæsluvarðhald skýrði lögreglu frá því við yfirheyrslur að hann væri tilbúinn til þess að vísa á skotvopnið, sem reyndist vera eftirlíking af svartri Glock-skammbyssu.Hefur hann játað að hafa verið á vettvangi og haft byssu meðferðis en neitar hann að hafa tekið úrið og að hafa ógnað brotaþola með skammbyssunni, til að komast yfir úrið. Úrið er enn ófundið. Í úrskurðinum kemur fram að vitni sagt manninn hafi haft í hyggju að kaupa úr og hafi komið til baka með öskju utan af úri. Um er að ræða Breitling úr sem er að sögn brotaþola að verðmæti einnar milljónar.Í úrskurði Landsréttar segir að hinn grunaði sé undir sterkum grun að hafa gerst sekur um alvarlegt ránsbrot og var gæsluvarðhaldsúrskurður héraðsdóms því staðfestur. Mun maðurinn því sitja í gæsluvarðhaldi til 23. ágúst næstkomandi.
Dómsmál Lögreglumál Tengdar fréttir Vopnað rán í Reykjavík: Einn í gæsluvarðhaldi eftir umfangsmiklar aðgerðir lögreglu og sérsveitar Karlmaður á þrítugsaldri var í dag í Héraðsdómi Reykjavíkur úrskurðaður í gæsluvarðhald til 23. ágúst. 26. júlí 2019 15:38 Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Fleiri fréttir Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Sjá meira
Vopnað rán í Reykjavík: Einn í gæsluvarðhaldi eftir umfangsmiklar aðgerðir lögreglu og sérsveitar Karlmaður á þrítugsaldri var í dag í Héraðsdómi Reykjavíkur úrskurðaður í gæsluvarðhald til 23. ágúst. 26. júlí 2019 15:38