Yfirgnæfandi stuðningur við frekari hömlur á jarðakaup Sighvatur Arnmundsson skrifar 30. júlí 2019 06:00 Vegna jarðakaupa sinna á breski auðkýfingurinn James Ratcliffe til dæmis veiðiréttindi í Hofsá í Vopnafirði. Mynd/Trausti Hafliðason Yfirgnæfandi meirihluti landsmanna vill að stjórnvöld setji frekari skorður við jarðakaupum erlendra aðila á Íslandi. Þetta sýna niðurstöður könnunar sem Zenter rannsóknir gerðu fyrir Fréttablaðið og fréttablaðið.is. Af þeim sem taka afstöðu til spurningarinnar segjast 83,6 prósent mjög eða frekar sammála því að settar verði frekari skorður við jarðakaupum erlendra aðila. Rúm ellefu prósent segjast hvorki sammála né ósammála og aðeins rúm fimm prósent eru því ósammála. Ríkisstjórnin setti á fót starfshóp síðasta sumar til að fjalla um málefnið og skilaði hann niðurstöðum í vor. „Í kjölfarið hefur vinnan verið markvissari og eins og ég hef sagt endar það vonandi með frumvarpi eða frumvörpum strax á haustþingi,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra.Mynd/FréttablaðiðRáðherrann segir að um nokkuð flókið mál sé að ræða sem geti varðað breytingar á fleiri en einum lögum. Hann segist ekki hafa áhyggjur af því að frekari skorður við kaupum erlendra aðila á jörðum brjóti gegn EES-samningnum. „Við höfum annars vegar fyrirmynd frá Noregi, sem er EES-land, og hins vegar frá Danmörku, sem er í Evrópusambandinu. Þar er gengið miklu, miklu lengra í reglum er varða kaup á landi en við gerum nokkurn tímann.“ Þannig séu Íslendingar svolítil börn þegar kemur að skipulagsmálum og nýtingu lands í samanburði við þá þróun sem átt hafi sér stað annars staðar og hvar Norðurlöndin séu stödd. Sigurður Ingi segir þó að gera verði greinarmun á því hvers konar kaup er um að ræða. „Mér finnst til dæmis augljóst að það sé stórkostlegur munur á því hvort um sé að ræða einstakar fasteignir eða stórar landspildur, hvað þá jarðir eða heilu dalina.“ Þá segir hann vandamál hversu erfitt geti verið að finna upplýsingar um eigendur jarða. „Eignarhald getur verið óljóst vegna þess að jörð getur verið í eigu einhvers félags sem er í eigu einhvers annars. Þess vegna getur verið erfitt að fá yfirsýn yfir það hvaða aðili og hvort einhver einn aðili sé eigandi margra jarða eða hafi mismunandi félög um hverja jörð.“Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitastjórnarráðherra.Ekki mældist marktækur munur á afstöðu kynjanna til málsins en íbúar á landsbyggðinni eru líklegri en íbúar höfuðborgarsvæðisins til að vera mjög sammála frekari skorðum við jarðakaupum erlendra aðila. Engu að síður er meirihluti íbúa höfuðborgarsvæðisins mjög sammála frekari skorðum. Eldra fólk er afdráttarlausara í stuðningi sínum við því að settar verði frekari skorður við jarðakaupum erlendra aðila. Þó er mikill meirihluti í öllum aldurshópum á því að setja eigi slíkar skorður. Könnunin var framkvæmd 24. -29. júlí síðastliðinn og var send á tvö þúsund einstaklinga í könnunarhóp Zenter rannsókna. Svarhlutfallið var 51 prósent en gögnin voru vigtuð eftir kyni, aldri og búsetu. Birtist í Fréttablaðinu Jarðakaup útlendinga Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Segir að stýra þurfi því hvernig landið er nýtt Forsætisráðherra segir það stórt hagsmunamál almennings að löggjöf verði hert um jarðarkaup auðmanna á Íslandi 21. júlí 2019 12:30 Segir ótækt að fólk sem vilji hefja búskap skuli vera í samkeppni við auðkýfinga um jarðakaup Jafna þarf samkeppnisstöðu ungra bænda til að geta keypt jarðir hér á landi að mati formanns ungra bænda. Ótækt sé að fólk sem hefja vilji búskap sé í samkeppni við auðkýfinga um kaupin. 18. júlí 2019 14:30 Jarðamál ekki enn þá rædd innan SÍS Aldís Hafsteinsdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, segir að vafalaust verði jarðamál skoðuð þegar fulltrúar snúa til baka úr sumarfríum. 23. júlí 2019 08:00 Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Sjá meira
Yfirgnæfandi meirihluti landsmanna vill að stjórnvöld setji frekari skorður við jarðakaupum erlendra aðila á Íslandi. Þetta sýna niðurstöður könnunar sem Zenter rannsóknir gerðu fyrir Fréttablaðið og fréttablaðið.is. Af þeim sem taka afstöðu til spurningarinnar segjast 83,6 prósent mjög eða frekar sammála því að settar verði frekari skorður við jarðakaupum erlendra aðila. Rúm ellefu prósent segjast hvorki sammála né ósammála og aðeins rúm fimm prósent eru því ósammála. Ríkisstjórnin setti á fót starfshóp síðasta sumar til að fjalla um málefnið og skilaði hann niðurstöðum í vor. „Í kjölfarið hefur vinnan verið markvissari og eins og ég hef sagt endar það vonandi með frumvarpi eða frumvörpum strax á haustþingi,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra.Mynd/FréttablaðiðRáðherrann segir að um nokkuð flókið mál sé að ræða sem geti varðað breytingar á fleiri en einum lögum. Hann segist ekki hafa áhyggjur af því að frekari skorður við kaupum erlendra aðila á jörðum brjóti gegn EES-samningnum. „Við höfum annars vegar fyrirmynd frá Noregi, sem er EES-land, og hins vegar frá Danmörku, sem er í Evrópusambandinu. Þar er gengið miklu, miklu lengra í reglum er varða kaup á landi en við gerum nokkurn tímann.“ Þannig séu Íslendingar svolítil börn þegar kemur að skipulagsmálum og nýtingu lands í samanburði við þá þróun sem átt hafi sér stað annars staðar og hvar Norðurlöndin séu stödd. Sigurður Ingi segir þó að gera verði greinarmun á því hvers konar kaup er um að ræða. „Mér finnst til dæmis augljóst að það sé stórkostlegur munur á því hvort um sé að ræða einstakar fasteignir eða stórar landspildur, hvað þá jarðir eða heilu dalina.“ Þá segir hann vandamál hversu erfitt geti verið að finna upplýsingar um eigendur jarða. „Eignarhald getur verið óljóst vegna þess að jörð getur verið í eigu einhvers félags sem er í eigu einhvers annars. Þess vegna getur verið erfitt að fá yfirsýn yfir það hvaða aðili og hvort einhver einn aðili sé eigandi margra jarða eða hafi mismunandi félög um hverja jörð.“Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitastjórnarráðherra.Ekki mældist marktækur munur á afstöðu kynjanna til málsins en íbúar á landsbyggðinni eru líklegri en íbúar höfuðborgarsvæðisins til að vera mjög sammála frekari skorðum við jarðakaupum erlendra aðila. Engu að síður er meirihluti íbúa höfuðborgarsvæðisins mjög sammála frekari skorðum. Eldra fólk er afdráttarlausara í stuðningi sínum við því að settar verði frekari skorður við jarðakaupum erlendra aðila. Þó er mikill meirihluti í öllum aldurshópum á því að setja eigi slíkar skorður. Könnunin var framkvæmd 24. -29. júlí síðastliðinn og var send á tvö þúsund einstaklinga í könnunarhóp Zenter rannsókna. Svarhlutfallið var 51 prósent en gögnin voru vigtuð eftir kyni, aldri og búsetu.
Birtist í Fréttablaðinu Jarðakaup útlendinga Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Segir að stýra þurfi því hvernig landið er nýtt Forsætisráðherra segir það stórt hagsmunamál almennings að löggjöf verði hert um jarðarkaup auðmanna á Íslandi 21. júlí 2019 12:30 Segir ótækt að fólk sem vilji hefja búskap skuli vera í samkeppni við auðkýfinga um jarðakaup Jafna þarf samkeppnisstöðu ungra bænda til að geta keypt jarðir hér á landi að mati formanns ungra bænda. Ótækt sé að fólk sem hefja vilji búskap sé í samkeppni við auðkýfinga um kaupin. 18. júlí 2019 14:30 Jarðamál ekki enn þá rædd innan SÍS Aldís Hafsteinsdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, segir að vafalaust verði jarðamál skoðuð þegar fulltrúar snúa til baka úr sumarfríum. 23. júlí 2019 08:00 Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Sjá meira
Segir að stýra þurfi því hvernig landið er nýtt Forsætisráðherra segir það stórt hagsmunamál almennings að löggjöf verði hert um jarðarkaup auðmanna á Íslandi 21. júlí 2019 12:30
Segir ótækt að fólk sem vilji hefja búskap skuli vera í samkeppni við auðkýfinga um jarðakaup Jafna þarf samkeppnisstöðu ungra bænda til að geta keypt jarðir hér á landi að mati formanns ungra bænda. Ótækt sé að fólk sem hefja vilji búskap sé í samkeppni við auðkýfinga um kaupin. 18. júlí 2019 14:30
Jarðamál ekki enn þá rædd innan SÍS Aldís Hafsteinsdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, segir að vafalaust verði jarðamál skoðuð þegar fulltrúar snúa til baka úr sumarfríum. 23. júlí 2019 08:00
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda