Öldungur í sjálfheldu vill efndir frá ráðherra Garðar Örn Úlfarsson skrifar 9. ágúst 2019 06:15 Hjörleifur Hallgríms vill byggja íbúðarhús á lóðinni á Aðalstræti 12b, staðan er enn óbreytt frá því 13. apríl í fyrra. fréttablaðið/Auðunn „Það er svo gjörsamlega út í hött að Minjastofnun geti stoppað mig af þannig að ég geti ekki einu sinni losað mig við lóðina,“ segir Hjörleifur Hallgríms, eigandi Aðalstrætis 12b á Akureyri. Eins og kom fram í Fréttablaðinu í apríl í fyrra hefur Hjörleifur viljað byggja íbúðarhús á lóð sinni á Aðalstræti sem hann keypti fyrir sjö árum. Sjálfur bjó hann í æsku í húsi sem þar stóð og hafði áður hýst Hótel Akureyri. Haustið 2017 var hann tilbúinn að hefja jarðvegsframkvæmdir og búið að mæla út fyrir húsi þegar hann fékk tölvupóst frá skipulagsstjóra bæjarins um að fyrst þyrfti að ganga úr skugga um hvort fornleifar leyndust þar. Var þetta að kröfu Minjastofnunar og átti Hjörleifur að kosta uppgröft á lóðinni. „En mér kemur þetta fjárann ekkert við og ég borga ekki fyrir neinn uppgröft. Ég get gefið þeim leyfi til að grafa en ég fer ekki að borga nærri milljón enda er ég ellilífeyrisþegi og hef ekkert efni á því,“ segir Hjörleifur. Að sögn Hjörleifs er hann nú í sjálfheldu. „Ég er orðinn það gamall að héðan af fer ég ekki að byggja sjálfur og það kaupir enginn lóðina af mér með þessari kvöð á henni,“ segir hann. Hjörleifur, sem nú er 82 ára, kveðst hafa leitað til mennta- og menningarmálaráðuneytisins, til að fá lausn á málinu. Hann fékk Jón Hjaltason sagnfræðing, sem skrifað hefur um sögu Akureyrar, til að senda ráðuneytinu greinargerð. Hún er frá því í lok apríl í vor. Jón rekur byggingarsöguna á lóðinni í bréfi sínu. „Má ég hundur heita ef þarna finnast fornleifar,“ segir Jón. Mjó strandlengjan neðan Naustahöfða hafi ekki freistað nokkurs manns í bændasamfélagi fyrri tíma. „Niðurstaðan er því sú að ég er 99,9 prósent (mig langar til að segja 100 prósent en finnst það heldur digurbarkalegt) viss um að á lóðinni við Aðalstræti 12b finnast engar fornleifar, sama hversu ítarlega væri þar leitað og grafið.“ Hjörleifur kveðst hafa hitt Lilju Alfreðsdóttur menningarmálaráðherra þegar hún kom í vor til Akureyrar til að opna sýningu þar. Það hafi verið eftir að hann sendi ráðherranum bréf ásamt greinargerð Jóns Hjaltasonar. „Þá lofaði hún mér því að taka þetta fyrir um leið og þingið væri búið. Ég hef ekki heyrt í henni enn þá þótt ég sé margoft búinn að reyna að ná í hana. Mér þykir verst að Lilja svarar mér ekkert núna.“ Akureyri Birtist í Fréttablaðinu Fornminjar Skipulag Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Fleiri fréttir Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Sjá meira
„Það er svo gjörsamlega út í hött að Minjastofnun geti stoppað mig af þannig að ég geti ekki einu sinni losað mig við lóðina,“ segir Hjörleifur Hallgríms, eigandi Aðalstrætis 12b á Akureyri. Eins og kom fram í Fréttablaðinu í apríl í fyrra hefur Hjörleifur viljað byggja íbúðarhús á lóð sinni á Aðalstræti sem hann keypti fyrir sjö árum. Sjálfur bjó hann í æsku í húsi sem þar stóð og hafði áður hýst Hótel Akureyri. Haustið 2017 var hann tilbúinn að hefja jarðvegsframkvæmdir og búið að mæla út fyrir húsi þegar hann fékk tölvupóst frá skipulagsstjóra bæjarins um að fyrst þyrfti að ganga úr skugga um hvort fornleifar leyndust þar. Var þetta að kröfu Minjastofnunar og átti Hjörleifur að kosta uppgröft á lóðinni. „En mér kemur þetta fjárann ekkert við og ég borga ekki fyrir neinn uppgröft. Ég get gefið þeim leyfi til að grafa en ég fer ekki að borga nærri milljón enda er ég ellilífeyrisþegi og hef ekkert efni á því,“ segir Hjörleifur. Að sögn Hjörleifs er hann nú í sjálfheldu. „Ég er orðinn það gamall að héðan af fer ég ekki að byggja sjálfur og það kaupir enginn lóðina af mér með þessari kvöð á henni,“ segir hann. Hjörleifur, sem nú er 82 ára, kveðst hafa leitað til mennta- og menningarmálaráðuneytisins, til að fá lausn á málinu. Hann fékk Jón Hjaltason sagnfræðing, sem skrifað hefur um sögu Akureyrar, til að senda ráðuneytinu greinargerð. Hún er frá því í lok apríl í vor. Jón rekur byggingarsöguna á lóðinni í bréfi sínu. „Má ég hundur heita ef þarna finnast fornleifar,“ segir Jón. Mjó strandlengjan neðan Naustahöfða hafi ekki freistað nokkurs manns í bændasamfélagi fyrri tíma. „Niðurstaðan er því sú að ég er 99,9 prósent (mig langar til að segja 100 prósent en finnst það heldur digurbarkalegt) viss um að á lóðinni við Aðalstræti 12b finnast engar fornleifar, sama hversu ítarlega væri þar leitað og grafið.“ Hjörleifur kveðst hafa hitt Lilju Alfreðsdóttur menningarmálaráðherra þegar hún kom í vor til Akureyrar til að opna sýningu þar. Það hafi verið eftir að hann sendi ráðherranum bréf ásamt greinargerð Jóns Hjaltasonar. „Þá lofaði hún mér því að taka þetta fyrir um leið og þingið væri búið. Ég hef ekki heyrt í henni enn þá þótt ég sé margoft búinn að reyna að ná í hana. Mér þykir verst að Lilja svarar mér ekkert núna.“
Akureyri Birtist í Fréttablaðinu Fornminjar Skipulag Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Fleiri fréttir Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Sjá meira