Ríkisstjórnin hristir sig saman við Mývatn Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 8. ágúst 2019 20:30 Ríkisstjórnin hélt ríkisstjórnarfund í Mývatnssveit í dag og fundaði með sveitarstjórnum og hagsmunaðilum á svæðinu. Þá notaði hún tækifærið til að hrista sig saman fyrir komandi þingvetur. Það var kuldalegt við Mývatn í dag þegar ríkisstjórnin kom í hlað en móttökurnar voru hlýjar, enda mývetnsk gestrisni rómuð um víða veröld. Framundan fundur með sveitarstjórnum á svæðinu. „Við töldum að sveitarstjórnarmenn ættu auðveldast að koma hingað. Svo spilar inn í að þetta er alveg einstaklega fallegur staður og gott að vera hér, þá það hefði mátt vera nokkrum gráðum hlýrra akkúrat í dag,“ sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra eftir fundinn.Hvernig hafa móttökurnar hjá heimamönnum verið?„Frábærar, og þetta var virkilega góður fundur sem við áttum hér með sveitarstjórnarfólki hvaðanæva af svæðinu.Hilda Jana Gísladóttir, bæjarfulltrúi á Akureyri ræðir hér við Guðlaug Þór Þórðarsson, utanríkisráðherra.Vísir/Tryggvi PállDagskráin hófst hins vegar á ríkisstjórnarfundi, þar sem meðal annars var fjallað um verkefnið störf án staðsetningar, sem sveitarstjórnir á Norðurlandi hafa kallað mjög eftir. „Þar má gera miklu betur. það er að segja að hið opinbera standi sig miklu betur í að auglýsa störf án staðsetningar sem þar af leiðandi geta verið hvar sem er á landinu,“ sagði Katrín.Ekki hugmyndafræðileg gjá á milli sveitarstjórna á svæðinu og ríkisstjórnarinnar Hilda Jana Gísladóttir, stjórnarformaður Eyþings telur hins vegar að gott hafi verið að fá tækifæri til að viðra helstu hagsmunamál íbúa á svæðinu. „Þetta er auðvitað engin töfralausn til að leysa öll heimsins mál en það er samt gott að finna að það er ekki hugmyndafræðileg gjá á milli ríkisstjórnarinnar annars vegar og sveitarstjórnamanna á svæðinu. Við virðumst vera þokkalega á leið í sömu átt,“ sagði Hilda Jana. Ef eitthvað er að marka síðasta þing má búast við átökum á komandi þingvetri. Ríkisstjórnin notaði því tækifærið til að hrista sig saman. Í kvöld er ferð í Fuglasafnið á dagskrá auk gönguferðar í nágrenni við Mývatn. „Svo ætlum við að fara á núna vinnufund þar sem við ætlum að undirbúa þingið framundan. Þá fyrst byrjar fjörið,“ sagði Katrín að lokum. Alþingi Framsóknarflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Skútustaðahreppur Vinstri græn Tengdar fréttir Ætlar að þrýsta á ráðherra í sameiningarmálum og snjómokstri Árlegur sumarfundur ríkisstjórnarinnar stendur nú yfir í Mývatnssveit. Eftir hádegi verður fundað með sveitarstjórnum á svæðinu þar sem þeim gefst tækifæri á vekja athygli á lykilmálum. 8. ágúst 2019 13:43 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Mikill viðbúnaður vegna skotvopns og fyrsti formannsframbjóðandinn Sjá meira
Ríkisstjórnin hélt ríkisstjórnarfund í Mývatnssveit í dag og fundaði með sveitarstjórnum og hagsmunaðilum á svæðinu. Þá notaði hún tækifærið til að hrista sig saman fyrir komandi þingvetur. Það var kuldalegt við Mývatn í dag þegar ríkisstjórnin kom í hlað en móttökurnar voru hlýjar, enda mývetnsk gestrisni rómuð um víða veröld. Framundan fundur með sveitarstjórnum á svæðinu. „Við töldum að sveitarstjórnarmenn ættu auðveldast að koma hingað. Svo spilar inn í að þetta er alveg einstaklega fallegur staður og gott að vera hér, þá það hefði mátt vera nokkrum gráðum hlýrra akkúrat í dag,“ sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra eftir fundinn.Hvernig hafa móttökurnar hjá heimamönnum verið?„Frábærar, og þetta var virkilega góður fundur sem við áttum hér með sveitarstjórnarfólki hvaðanæva af svæðinu.Hilda Jana Gísladóttir, bæjarfulltrúi á Akureyri ræðir hér við Guðlaug Þór Þórðarsson, utanríkisráðherra.Vísir/Tryggvi PállDagskráin hófst hins vegar á ríkisstjórnarfundi, þar sem meðal annars var fjallað um verkefnið störf án staðsetningar, sem sveitarstjórnir á Norðurlandi hafa kallað mjög eftir. „Þar má gera miklu betur. það er að segja að hið opinbera standi sig miklu betur í að auglýsa störf án staðsetningar sem þar af leiðandi geta verið hvar sem er á landinu,“ sagði Katrín.Ekki hugmyndafræðileg gjá á milli sveitarstjórna á svæðinu og ríkisstjórnarinnar Hilda Jana Gísladóttir, stjórnarformaður Eyþings telur hins vegar að gott hafi verið að fá tækifæri til að viðra helstu hagsmunamál íbúa á svæðinu. „Þetta er auðvitað engin töfralausn til að leysa öll heimsins mál en það er samt gott að finna að það er ekki hugmyndafræðileg gjá á milli ríkisstjórnarinnar annars vegar og sveitarstjórnamanna á svæðinu. Við virðumst vera þokkalega á leið í sömu átt,“ sagði Hilda Jana. Ef eitthvað er að marka síðasta þing má búast við átökum á komandi þingvetri. Ríkisstjórnin notaði því tækifærið til að hrista sig saman. Í kvöld er ferð í Fuglasafnið á dagskrá auk gönguferðar í nágrenni við Mývatn. „Svo ætlum við að fara á núna vinnufund þar sem við ætlum að undirbúa þingið framundan. Þá fyrst byrjar fjörið,“ sagði Katrín að lokum.
Alþingi Framsóknarflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Skútustaðahreppur Vinstri græn Tengdar fréttir Ætlar að þrýsta á ráðherra í sameiningarmálum og snjómokstri Árlegur sumarfundur ríkisstjórnarinnar stendur nú yfir í Mývatnssveit. Eftir hádegi verður fundað með sveitarstjórnum á svæðinu þar sem þeim gefst tækifæri á vekja athygli á lykilmálum. 8. ágúst 2019 13:43 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Mikill viðbúnaður vegna skotvopns og fyrsti formannsframbjóðandinn Sjá meira
Ætlar að þrýsta á ráðherra í sameiningarmálum og snjómokstri Árlegur sumarfundur ríkisstjórnarinnar stendur nú yfir í Mývatnssveit. Eftir hádegi verður fundað með sveitarstjórnum á svæðinu þar sem þeim gefst tækifæri á vekja athygli á lykilmálum. 8. ágúst 2019 13:43
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent