Þrjú kynferðisbrot til rannsóknar eftir Þjóðhátíð Kristín Ólafsdóttir skrifar 7. ágúst 2019 10:31 Frá þjóðhátíð í Vestmannaeyjum fyrir nokkrum árum. Vísir/Óskar P. Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar nú þrjú kynferðisbrot sem komu upp um helgina á Þjóðhátíð. Ekki eru veittar frekari upplýsingar um málin í tilkynningu lögreglu. Þá komu níu líkamsárásir inn á borð lögreglu um helgina, þar af þrjár meiriháttar með tilliti til áverka þar sem um beinbrot var að ræða. Aðrar líkamsárásir voru minniháttar og þar af eitt heimilisofbeldismál. 25 fíkniefnamál komu upp á Þjóðhátíð en grunur er um sölu og dreifingu efnanna í tveimur málanna. Fíkniefnamál á Þjóðhátíð voru 35 í fyrra, 47 árið 2017, 30 árið 2016 og 72 árið 2015. Lýsir lögregla yfir ánægju með fækkun málanna og segir í tilkynningu að öflugt fíkniefnaeftirlit skili greinilega árangri. „Að mati lögreglu var minna um fíkniefnaneyslu á hátíðinni nú en áður. Fíkniefnaleitarhundar eru ávallt notaðir við leit á þjóðhátíð og auka þeir árangur og gæði eftirlitsins. Notkun leitarhundanna hefur ótvírætt forvarnargildi.“ Önnur brot á Þjóðhátíð um helgina voru tvö eignaspjöll, einn þjófnaður, ein hótun, einn nytjastuldur, brot á reynslulausn, sex áfengislagabrot, tvö tilfelli ölvunaraksturs og einn var stöðvaður fyrir fíkniefnaakstur.Fíkniefnahundar og sérsveitarmenn Þá telur lögregla að um 15.000 manns hafi sótt Þjóðhátíð nú um helgina, sem er svipaður fjöldi og í fyrra. Lögregla hélt úti miklum viðbúnaði á hátíðinni en samtals sinntu 27 lögreglumenn löggæslu á þremur lögreglubifreiðum, auk 130 gæslumanna sem lúta stjórn lögreglu. Tveir sérsveitarmenn Ríkislögreglustjóra voru til aðstoðar lögreglu á sérútbúnum bíl. Sex óeinkennisklæddir lögreglumenn sinntu fíkniefnaeftirliti og höfðu sér til aðstoðar 3-4 fíkniefnaleitarhunda. Starfandi læknir var í Herjólfsdal, auk heilbrigðisstarfsfólks, áfallateymis, Barnaverndar og sjúkraflutningamanna og gengu allir sólarhringsvaktir. Í tilkynningu segir að vel hafi gengið að sinna þeim 222 verkefnum sem komu á borð lögreglu á Þjóðhátíð. Umferð í Herjólfsdal hafi gengið vel en hún hafi verið verulega þung á álagstímum. Þá hafi viðbragðsaðilar í sjúkraskýli, hjá áfallateymi og barnavernd unnið gott starf og sinnt fjölmörgum. Barnavernd Kynferðisofbeldi Lögreglumál Vestmannaeyjar Þjóðhátíð í Eyjum Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Fleiri fréttir „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Sjá meira
Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar nú þrjú kynferðisbrot sem komu upp um helgina á Þjóðhátíð. Ekki eru veittar frekari upplýsingar um málin í tilkynningu lögreglu. Þá komu níu líkamsárásir inn á borð lögreglu um helgina, þar af þrjár meiriháttar með tilliti til áverka þar sem um beinbrot var að ræða. Aðrar líkamsárásir voru minniháttar og þar af eitt heimilisofbeldismál. 25 fíkniefnamál komu upp á Þjóðhátíð en grunur er um sölu og dreifingu efnanna í tveimur málanna. Fíkniefnamál á Þjóðhátíð voru 35 í fyrra, 47 árið 2017, 30 árið 2016 og 72 árið 2015. Lýsir lögregla yfir ánægju með fækkun málanna og segir í tilkynningu að öflugt fíkniefnaeftirlit skili greinilega árangri. „Að mati lögreglu var minna um fíkniefnaneyslu á hátíðinni nú en áður. Fíkniefnaleitarhundar eru ávallt notaðir við leit á þjóðhátíð og auka þeir árangur og gæði eftirlitsins. Notkun leitarhundanna hefur ótvírætt forvarnargildi.“ Önnur brot á Þjóðhátíð um helgina voru tvö eignaspjöll, einn þjófnaður, ein hótun, einn nytjastuldur, brot á reynslulausn, sex áfengislagabrot, tvö tilfelli ölvunaraksturs og einn var stöðvaður fyrir fíkniefnaakstur.Fíkniefnahundar og sérsveitarmenn Þá telur lögregla að um 15.000 manns hafi sótt Þjóðhátíð nú um helgina, sem er svipaður fjöldi og í fyrra. Lögregla hélt úti miklum viðbúnaði á hátíðinni en samtals sinntu 27 lögreglumenn löggæslu á þremur lögreglubifreiðum, auk 130 gæslumanna sem lúta stjórn lögreglu. Tveir sérsveitarmenn Ríkislögreglustjóra voru til aðstoðar lögreglu á sérútbúnum bíl. Sex óeinkennisklæddir lögreglumenn sinntu fíkniefnaeftirliti og höfðu sér til aðstoðar 3-4 fíkniefnaleitarhunda. Starfandi læknir var í Herjólfsdal, auk heilbrigðisstarfsfólks, áfallateymis, Barnaverndar og sjúkraflutningamanna og gengu allir sólarhringsvaktir. Í tilkynningu segir að vel hafi gengið að sinna þeim 222 verkefnum sem komu á borð lögreglu á Þjóðhátíð. Umferð í Herjólfsdal hafi gengið vel en hún hafi verið verulega þung á álagstímum. Þá hafi viðbragðsaðilar í sjúkraskýli, hjá áfallateymi og barnavernd unnið gott starf og sinnt fjölmörgum.
Barnavernd Kynferðisofbeldi Lögreglumál Vestmannaeyjar Þjóðhátíð í Eyjum Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Fleiri fréttir „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Sjá meira