Besti leikmaður HM 2010 leggur skóna á hilluna Arnar Geir Halldórsson skrifar 7. ágúst 2019 08:30 Forlán varð Englandsmeistari með Man Utd 2003 vísir/getty Úrugvæski markahrókurinn Diego Forlán hefur gefið út að hann sé hættur knattspyrnuiðkun og bindur þar með enda á 22 ára atvinnumannaferil sinn en Forlan varð fertugur í maí á þessu ári. Raunar hefur Forlán verið án félags síðan í maí á síðasta ári en þá hjálpaði hann Kitchee að verða meistari í Hong Kong. Hann tilkynnti hins vegar formlega um ákvörðun sína í gær. „Það er ekki auðvelt að taka þessa ákvörðun. Ég vildi ekki að til þess myndi koma en ég vissi að það kæmi að því,“ sagði Forlán. Forlán hóf atvinnumannaferil sinn með Independiente í Argentínu þar sem hann raðaði inn mörkum í kringum aldamótin sem varð þess valdandi að hann var keyptur til Manchester United. tanto dentro como fuera de la cancha, un sueño haber jugado con uno de mis ÍDOLOS. Serás siempre una LEYENDA en Uruguay. MUCHO ÉXITO EN TUS NUEVOS DESAFÍOS, AMIGO @DiegoForlan7#orgullouruguayo#leyendauruguaya#amigogoleadorpic.twitter.com/1bkGGoKG62 — Luis Suarez (@LuisSuarez9) August 7, 2019Forlán gekk illa að fóta sig í enska boltanum og skoraði aðeins 17 mörk í 98 leikjum fyrir Man Utd. Hann var í kjölfarið seldur til Villarreal á Spáni þar sem hann var iðinn við kolann í markaskorun en hann færði sig um set til Atletico Madrid eftir þrjú góð ár hjá Villarreal. Alls skoraði Forlán 155 mörk í 324 leikjum á spænskri grundu og hjálpaði Atletico að vinna Evrópudeildina 2010. Forlán fór á flakk eftir sjö ár í La Liga og lék með Inter Milan, Internacional, Cerezo Osaka, Penarol, Mumbay City og Kitchee áður en skórnir fóru á hilluna. Hann átti góðan feril með landsliðinu og er þriðji markahæsti leikmaður Úrugvæ frá upphafi með 36 mörk í 112 landsleikjum. Forlán var valinn besti leikmaður HM í Suður-Afríku árið 2010 en þá var hann í lykilhlutverki hjá Úrugvæ sem hafnaði i 4.sæti keppninnar.Uruguayan legend Diego Forlan has retired from footballHe beat Wesley Sneijder and Thomas Muller to win the Golden Ball at the 2010 World Cup pic.twitter.com/hMBMv2DiKU— B/R Football (@brfootball) August 7, 2019 Fótbolti Úrúgvæ Mest lesið Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Fótbolti Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Fótbolti Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Körfubolti Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Körfubolti Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Uppgjör: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Körfubolti Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Handbolti Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Enski boltinn Fleiri fréttir Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu „Mótlætið styrkir mann“ Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 „Auðvitað söknum við hennar“ Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Skelltu lærisveinum Alonso og ótrúlegt bikarævintýri heldur áfram Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu „Búin að taka mig inn í fjölskylduna“ Úthúðar þjálfaranum: Fékk betri æfingar í flóttamannabúðunum Sjá meira
Úrugvæski markahrókurinn Diego Forlán hefur gefið út að hann sé hættur knattspyrnuiðkun og bindur þar með enda á 22 ára atvinnumannaferil sinn en Forlan varð fertugur í maí á þessu ári. Raunar hefur Forlán verið án félags síðan í maí á síðasta ári en þá hjálpaði hann Kitchee að verða meistari í Hong Kong. Hann tilkynnti hins vegar formlega um ákvörðun sína í gær. „Það er ekki auðvelt að taka þessa ákvörðun. Ég vildi ekki að til þess myndi koma en ég vissi að það kæmi að því,“ sagði Forlán. Forlán hóf atvinnumannaferil sinn með Independiente í Argentínu þar sem hann raðaði inn mörkum í kringum aldamótin sem varð þess valdandi að hann var keyptur til Manchester United. tanto dentro como fuera de la cancha, un sueño haber jugado con uno de mis ÍDOLOS. Serás siempre una LEYENDA en Uruguay. MUCHO ÉXITO EN TUS NUEVOS DESAFÍOS, AMIGO @DiegoForlan7#orgullouruguayo#leyendauruguaya#amigogoleadorpic.twitter.com/1bkGGoKG62 — Luis Suarez (@LuisSuarez9) August 7, 2019Forlán gekk illa að fóta sig í enska boltanum og skoraði aðeins 17 mörk í 98 leikjum fyrir Man Utd. Hann var í kjölfarið seldur til Villarreal á Spáni þar sem hann var iðinn við kolann í markaskorun en hann færði sig um set til Atletico Madrid eftir þrjú góð ár hjá Villarreal. Alls skoraði Forlán 155 mörk í 324 leikjum á spænskri grundu og hjálpaði Atletico að vinna Evrópudeildina 2010. Forlán fór á flakk eftir sjö ár í La Liga og lék með Inter Milan, Internacional, Cerezo Osaka, Penarol, Mumbay City og Kitchee áður en skórnir fóru á hilluna. Hann átti góðan feril með landsliðinu og er þriðji markahæsti leikmaður Úrugvæ frá upphafi með 36 mörk í 112 landsleikjum. Forlán var valinn besti leikmaður HM í Suður-Afríku árið 2010 en þá var hann í lykilhlutverki hjá Úrugvæ sem hafnaði i 4.sæti keppninnar.Uruguayan legend Diego Forlan has retired from footballHe beat Wesley Sneijder and Thomas Muller to win the Golden Ball at the 2010 World Cup pic.twitter.com/hMBMv2DiKU— B/R Football (@brfootball) August 7, 2019
Fótbolti Úrúgvæ Mest lesið Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Fótbolti Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Fótbolti Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Körfubolti Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Körfubolti Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Uppgjör: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Körfubolti Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Handbolti Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Enski boltinn Fleiri fréttir Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu „Mótlætið styrkir mann“ Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 „Auðvitað söknum við hennar“ Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Skelltu lærisveinum Alonso og ótrúlegt bikarævintýri heldur áfram Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu „Búin að taka mig inn í fjölskylduna“ Úthúðar þjálfaranum: Fékk betri æfingar í flóttamannabúðunum Sjá meira