Segir FEB beita vafasömum vinnubrögðum Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 6. ágúst 2019 12:49 Níu mánaða seinkun hefur orðið á afhendingu íbúðanna. Vísir/Friðrik Hæstaréttarlögmaður segir Félag eldri borgara í Reykjavík og nágrenni, FEB, beita vafasömum vinnubrögðum með því að krefja kaupendur íbúða fyrir aldraða í Árskógum um hærra kaupverð. Kaupendum hafi verið settir afarkostir sem standist vart skoðun. Minnst þrettán hafa samþykkt að greiða hærra kaupverð.Greint var frá því í fjölmiðlum í síðustu viku að FEB hafi brugðið á það ráð að krefja kaupendur að nýjum íbúðum fyrir aldraða í nýrri blokk í Árskógum í Breiðholti um að meðaltali sex milljóna króna hærra verð fyrir íbúðirnar en kveðið er á um í kaupsamningi. Það sé gert til að bregðast við ófyrirséðum kostnaði umfram áætlun við framkvæmdir. Vilhjálmur Þ. Á. Vilhjálmsson, hæstaréttalögmaður hjá Lögfræðistofu Reykjavíkur, er lögmaður eins kaupendanna. Hann segir umbjóðanda sinn og aðra kaupendur hafa verið boðaða á fund þar sem þeim hafi verið kynntar þrjár leiðir sem færar væru í stöðunni. „Í fyrsta lagi að kaupendur samþykki skilmálabreytinguna, það er að segja samþykki að kaupa hærra verð. Númer tvö að þeir leiti réttar síns fyrir dómstólum,“ segir Vilhjálmur, en bætir við að slíkt ferli geti bæði verið tímafrekt og kostnaðarsamt. Í þriðja lagi sé sá valkostur sem kaupendum hafi verið kynntur sem feli í sér riftun á kaupsamningi.Vilhjálmur Þ. Á. Vilhjálmsson hæstaréttarlögmaður.Segir FEB veita rangar upplýsingar „Það er eiginlega kannski það alvarlegasta í stöðunni, að á þessum fundum er félag eldri borgara að hóta því að þeir ætli að rifta kaupunum. Þarna erum við auðvitað með fólk sem að er örugglega í flestum tilfellum búið að selja sínar eigin fasteignir og vill eðli málsins samkvæmt þá ekki missa af þessari fasteign sem það er búið að kaupa og lenda á einhverskonar lausagöngu eða vergangi í einhvern tíma og vera þar af leiðandi sett í svo óþægilega aðstöðu,“ segir Vilhjálmur. „En staðan er sú að félag eldri borgara hefur engan rétt til þess að rifta kaupunum.“ Riftun sé veigamesta vanefndarúrræðið í viðskiptum og eini möguleiki félags eldri borgara til að rifta samningi væri í þeim tilfellum sem kaupandi myndi ekki greiða umsamið kaupverð samkvæmt kaupsamningi. „Það að þeir séu að hóta riftun hræðir fólk og með þá hræðslu að vopni er fólk að samþykkja hærra kaupverð. Þessar upplýsingar sem koma á þessum fundum eru þar af leiðandi verulega villandi og bara beinlínis rangar,“ segir Vilhjálmur. „Í öllu falli þá eru þetta vafasöm vinnubrögð hjá félaginu.“ Í samtali við fréttastofu segir Sigríður Snæbjörnsdóttir, varaformaður FEB, að stjórn muni funda um málið í dag og enn standi yfir fundir með kaupendum. Fyrir hádegi í dag höfðu þrettán kaupendur þegar samþykkt að greiða hærra kaupverð. Húsnæðismál Reykjavík Tengdar fréttir Vilja milljóna aukagreiðslu frá eldri borgurum vegna nýrra íbúða í Breiðholti Framkvæmdir við nýjar íbúðir í Árskógum fóru hátt í 400 milljónir fram úr áætlun. 2. ágúst 2019 13:40 Eldri borgarar sæta afarkostum Í síðustu viku voru foreldrar mínir full tilhlökkunar að flytja inn í nýju íbúðina sína. Í dag eru þau brotin og húsnæðislaus. Forsaga málsins er sú að þau festu sér kaup á íbúð í Árskógum sem Félag eldri borgara (FEB) lét byggja fyrir félagsmenn sína. 4. ágúst 2019 20:01 Mest lesið Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Innlent Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Innlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent Fleiri fréttir Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Sjá meira
Hæstaréttarlögmaður segir Félag eldri borgara í Reykjavík og nágrenni, FEB, beita vafasömum vinnubrögðum með því að krefja kaupendur íbúða fyrir aldraða í Árskógum um hærra kaupverð. Kaupendum hafi verið settir afarkostir sem standist vart skoðun. Minnst þrettán hafa samþykkt að greiða hærra kaupverð.Greint var frá því í fjölmiðlum í síðustu viku að FEB hafi brugðið á það ráð að krefja kaupendur að nýjum íbúðum fyrir aldraða í nýrri blokk í Árskógum í Breiðholti um að meðaltali sex milljóna króna hærra verð fyrir íbúðirnar en kveðið er á um í kaupsamningi. Það sé gert til að bregðast við ófyrirséðum kostnaði umfram áætlun við framkvæmdir. Vilhjálmur Þ. Á. Vilhjálmsson, hæstaréttalögmaður hjá Lögfræðistofu Reykjavíkur, er lögmaður eins kaupendanna. Hann segir umbjóðanda sinn og aðra kaupendur hafa verið boðaða á fund þar sem þeim hafi verið kynntar þrjár leiðir sem færar væru í stöðunni. „Í fyrsta lagi að kaupendur samþykki skilmálabreytinguna, það er að segja samþykki að kaupa hærra verð. Númer tvö að þeir leiti réttar síns fyrir dómstólum,“ segir Vilhjálmur, en bætir við að slíkt ferli geti bæði verið tímafrekt og kostnaðarsamt. Í þriðja lagi sé sá valkostur sem kaupendum hafi verið kynntur sem feli í sér riftun á kaupsamningi.Vilhjálmur Þ. Á. Vilhjálmsson hæstaréttarlögmaður.Segir FEB veita rangar upplýsingar „Það er eiginlega kannski það alvarlegasta í stöðunni, að á þessum fundum er félag eldri borgara að hóta því að þeir ætli að rifta kaupunum. Þarna erum við auðvitað með fólk sem að er örugglega í flestum tilfellum búið að selja sínar eigin fasteignir og vill eðli málsins samkvæmt þá ekki missa af þessari fasteign sem það er búið að kaupa og lenda á einhverskonar lausagöngu eða vergangi í einhvern tíma og vera þar af leiðandi sett í svo óþægilega aðstöðu,“ segir Vilhjálmur. „En staðan er sú að félag eldri borgara hefur engan rétt til þess að rifta kaupunum.“ Riftun sé veigamesta vanefndarúrræðið í viðskiptum og eini möguleiki félags eldri borgara til að rifta samningi væri í þeim tilfellum sem kaupandi myndi ekki greiða umsamið kaupverð samkvæmt kaupsamningi. „Það að þeir séu að hóta riftun hræðir fólk og með þá hræðslu að vopni er fólk að samþykkja hærra kaupverð. Þessar upplýsingar sem koma á þessum fundum eru þar af leiðandi verulega villandi og bara beinlínis rangar,“ segir Vilhjálmur. „Í öllu falli þá eru þetta vafasöm vinnubrögð hjá félaginu.“ Í samtali við fréttastofu segir Sigríður Snæbjörnsdóttir, varaformaður FEB, að stjórn muni funda um málið í dag og enn standi yfir fundir með kaupendum. Fyrir hádegi í dag höfðu þrettán kaupendur þegar samþykkt að greiða hærra kaupverð.
Húsnæðismál Reykjavík Tengdar fréttir Vilja milljóna aukagreiðslu frá eldri borgurum vegna nýrra íbúða í Breiðholti Framkvæmdir við nýjar íbúðir í Árskógum fóru hátt í 400 milljónir fram úr áætlun. 2. ágúst 2019 13:40 Eldri borgarar sæta afarkostum Í síðustu viku voru foreldrar mínir full tilhlökkunar að flytja inn í nýju íbúðina sína. Í dag eru þau brotin og húsnæðislaus. Forsaga málsins er sú að þau festu sér kaup á íbúð í Árskógum sem Félag eldri borgara (FEB) lét byggja fyrir félagsmenn sína. 4. ágúst 2019 20:01 Mest lesið Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Innlent Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Innlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent Fleiri fréttir Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Sjá meira
Vilja milljóna aukagreiðslu frá eldri borgurum vegna nýrra íbúða í Breiðholti Framkvæmdir við nýjar íbúðir í Árskógum fóru hátt í 400 milljónir fram úr áætlun. 2. ágúst 2019 13:40
Eldri borgarar sæta afarkostum Í síðustu viku voru foreldrar mínir full tilhlökkunar að flytja inn í nýju íbúðina sína. Í dag eru þau brotin og húsnæðislaus. Forsaga málsins er sú að þau festu sér kaup á íbúð í Árskógum sem Félag eldri borgara (FEB) lét byggja fyrir félagsmenn sína. 4. ágúst 2019 20:01
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“