Já, fullveldið skiptir máli Helga Vala Helgadóttir skrifar 6. ágúst 2019 07:30 Í aðdraganda innleiðingar þriðja orkupakkans, sem hér eftir verður nefndur O3, hafa margir lagt orð í belg ýmist umbeðnir eða af sjálfsdáðum. Innlendir og erlendir lögspekingar hafa margir verið beðnir um að skila inn lögfræðiálitum til Alþingis og mæta á fundi fastanefnda til að gera grein fyrir afstöðu sinni, byggðri á sérþekkingu þeirra. Á þeim upplýsingum byggja þingmenn svo sína afstöðu til þessa sjóðheita pólitíska máls sem skekið hefur þingheim og hluta samfélags síðustu mánuði. Þess vegna skiptir öllu máli að þingmenn mæti á fundi, lesi erindi lærðra og leikinna, spyrjist fyrir og hlusti ætli þau sér að sinna starfi sínu af heilum hug.Sérfræðingurinn Einn þeirra sem lagt hafa sitt lóð á vogarskálar upplýsingamiðlunar vegna O3 er Arnar Þór Jónsson héraðsdómari. Arnar Þór hóf leiðangur sinn til upplýsingagjafar af hófsemi og fagmennsku en einhverra hluta vegna hefur, eftir því sem greinum hans fjölgar, örlað nokkuð á því að dómarinn sé orðinn beinn þátttakandi í pólitík því eins og dómarinn hefur ritað sjálfur er umræðan um O3 farin að umbreytast í djúpstæða pólitíska krísu. Orð hans um valdagíruga menn, jafnvel í teinóttum jakkafötum, alríki og einræðisríki fá mann til að gruna að þar fari maður á leið í beina stjórnmálaþátttöku en ekki maður sem vill, á grunni sérfræðiþekkingar sinnar og stöðu sem héraðsdómari, láta taka mark á sér. Telur hann mikilvægt að taka þátt í þeim „pólitíska landskjálfta“ eins og hann orðar sjálfur, þrátt fyrir að siðareglur dómara mæli eindregið gegn því að dómarar hætti sér á þá braut. Fullveldið Í lögfræði er fullveldið skilgreint út frá innra og ytra fullveldi. Hið innra snýr að því að ríkið fari á yfirráðasvæði sínu með allar valdheimildir sem tilgreindar eru í stjórnarskrá, hvaða reglur gilda og viðurlög en hið ytra fullveldi skilgreint sem vald ríkis til að gera samninga við önnur ríki, koma fram sem sjálfstæð eining, gerast aðili að alþjóðasamningum og alþjóðastofnunum byggt á eigin hagsmunamati. Ákvörðun ríkis um slíkt felur þannig í sér að það beitir sínum fullveldisrétti og hefur þannig fullt vald til slíks samstarfs. Ábyrg og virk þátttaka Ísland er aðili að margvíslegum samningum, þar á meðal Evrópska efnahagssvæðinu, Sameinuðu þjóðunum og Mannréttindasáttmála Evrópu. Ofangreindur dómari hefur í greinarskrifum sínum bent á að Íslendingar hafi fremur verið móttakendur en þátttakendur þegar kemur að EES-samstarfinu og kann það vel að vera en það er nú svo að það er ekki á ábyrgð samstarfsaðila okkar heldur okkar sjálfra hafi svo verið. Eitthvað hefur nú verið gert til að auka við frumkvæði okkar og virkni á því sviði á undanförnum misserum og fagna ég því mjög þó betur megi gera. Þegar við gengum til samstarfs við aðrar fullvalda Evrópuþjóðir um frjálsa för fólks, vöru og þjónustu þá gerðum við engar breytingar á stjórnarskrá Íslands, líkt og Norðmenn gerðu. Það var einnig ákvörðun íslenskra stjórnvalda, hins fullvalda ríkis, en ekki viðsemjenda okkar. Þannig er þetta heimatilbúið ástand sem hægt er að laga sé vilji fyrir hendi. Eftir sem áður setjum við lögin hér á landi, svokallað tvíeðli EES-samningsins er fyrir hendi þannig að þegar reglugerðir og tilskipanir hafa verið samdar í Evrópu og farið fyrir hina sameiginlegu EES-nefnd með aðkomu okkar fulltrúa við borðið, þá koma þær til Alþingis til vinnslu og verða þannig að lögum hér á landi. Stjórnskipulegum fyrirvörum er aflétt af Alþingi eftir að það hefur farið yfir álitaefnin með aðstoð ýmissa sérfræðinga. Dómarinn hefur í greinum sínum einnig fett fingur út í það að við skulum horfa til dóma Mannréttindadómstóls Evrópu, sem hefur ágreiningslaust leitt til ýmiss konar réttarbóta á Íslandi. Talar hann um að við séum með því samstarfi einhvers konar lén MDE án þess að við fáum þar rönd við reist! Ég verð að viðurkenna undrun mína á afstöðu dómarans til þessa virta og mikilvæga dómstóls. Rétt skal vera rétt Það er ábyrgðarhluti að veita upplýsingar. Þannig hefur dómarinn því miður gerst sekur um að blanda saman vöru og framkvæmdum í orðum sínum. Hefur hann haldið því fram að lagning sæstrengs sé skilyrðislaus afleiðing innleiðingar O3 þegar honum er vel kunnugt um að hingað verður enginn strengur lagður án heimildar, ekki frekar en einhver „valdagírugur maður í teinóttum jakkafötum“ getur lagt hér veg þvert yfir landið þrátt fyrir skýr fyrirmæli um frjálsa för fólks. Við höfum áfram sem hingað til yfirráð yfir landi okkar og miðum og þannig verður það hvort sem af innleiðingu O3 verður eða ekki. Að lokum vil ég bjóða dómarann velkominn í pólitíkina. Hún getur verið ansi skemmtileg á köflum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Helga Vala Helgadóttir Þriðji orkupakkinn Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Sjá meira
Í aðdraganda innleiðingar þriðja orkupakkans, sem hér eftir verður nefndur O3, hafa margir lagt orð í belg ýmist umbeðnir eða af sjálfsdáðum. Innlendir og erlendir lögspekingar hafa margir verið beðnir um að skila inn lögfræðiálitum til Alþingis og mæta á fundi fastanefnda til að gera grein fyrir afstöðu sinni, byggðri á sérþekkingu þeirra. Á þeim upplýsingum byggja þingmenn svo sína afstöðu til þessa sjóðheita pólitíska máls sem skekið hefur þingheim og hluta samfélags síðustu mánuði. Þess vegna skiptir öllu máli að þingmenn mæti á fundi, lesi erindi lærðra og leikinna, spyrjist fyrir og hlusti ætli þau sér að sinna starfi sínu af heilum hug.Sérfræðingurinn Einn þeirra sem lagt hafa sitt lóð á vogarskálar upplýsingamiðlunar vegna O3 er Arnar Þór Jónsson héraðsdómari. Arnar Þór hóf leiðangur sinn til upplýsingagjafar af hófsemi og fagmennsku en einhverra hluta vegna hefur, eftir því sem greinum hans fjölgar, örlað nokkuð á því að dómarinn sé orðinn beinn þátttakandi í pólitík því eins og dómarinn hefur ritað sjálfur er umræðan um O3 farin að umbreytast í djúpstæða pólitíska krísu. Orð hans um valdagíruga menn, jafnvel í teinóttum jakkafötum, alríki og einræðisríki fá mann til að gruna að þar fari maður á leið í beina stjórnmálaþátttöku en ekki maður sem vill, á grunni sérfræðiþekkingar sinnar og stöðu sem héraðsdómari, láta taka mark á sér. Telur hann mikilvægt að taka þátt í þeim „pólitíska landskjálfta“ eins og hann orðar sjálfur, þrátt fyrir að siðareglur dómara mæli eindregið gegn því að dómarar hætti sér á þá braut. Fullveldið Í lögfræði er fullveldið skilgreint út frá innra og ytra fullveldi. Hið innra snýr að því að ríkið fari á yfirráðasvæði sínu með allar valdheimildir sem tilgreindar eru í stjórnarskrá, hvaða reglur gilda og viðurlög en hið ytra fullveldi skilgreint sem vald ríkis til að gera samninga við önnur ríki, koma fram sem sjálfstæð eining, gerast aðili að alþjóðasamningum og alþjóðastofnunum byggt á eigin hagsmunamati. Ákvörðun ríkis um slíkt felur þannig í sér að það beitir sínum fullveldisrétti og hefur þannig fullt vald til slíks samstarfs. Ábyrg og virk þátttaka Ísland er aðili að margvíslegum samningum, þar á meðal Evrópska efnahagssvæðinu, Sameinuðu þjóðunum og Mannréttindasáttmála Evrópu. Ofangreindur dómari hefur í greinarskrifum sínum bent á að Íslendingar hafi fremur verið móttakendur en þátttakendur þegar kemur að EES-samstarfinu og kann það vel að vera en það er nú svo að það er ekki á ábyrgð samstarfsaðila okkar heldur okkar sjálfra hafi svo verið. Eitthvað hefur nú verið gert til að auka við frumkvæði okkar og virkni á því sviði á undanförnum misserum og fagna ég því mjög þó betur megi gera. Þegar við gengum til samstarfs við aðrar fullvalda Evrópuþjóðir um frjálsa för fólks, vöru og þjónustu þá gerðum við engar breytingar á stjórnarskrá Íslands, líkt og Norðmenn gerðu. Það var einnig ákvörðun íslenskra stjórnvalda, hins fullvalda ríkis, en ekki viðsemjenda okkar. Þannig er þetta heimatilbúið ástand sem hægt er að laga sé vilji fyrir hendi. Eftir sem áður setjum við lögin hér á landi, svokallað tvíeðli EES-samningsins er fyrir hendi þannig að þegar reglugerðir og tilskipanir hafa verið samdar í Evrópu og farið fyrir hina sameiginlegu EES-nefnd með aðkomu okkar fulltrúa við borðið, þá koma þær til Alþingis til vinnslu og verða þannig að lögum hér á landi. Stjórnskipulegum fyrirvörum er aflétt af Alþingi eftir að það hefur farið yfir álitaefnin með aðstoð ýmissa sérfræðinga. Dómarinn hefur í greinum sínum einnig fett fingur út í það að við skulum horfa til dóma Mannréttindadómstóls Evrópu, sem hefur ágreiningslaust leitt til ýmiss konar réttarbóta á Íslandi. Talar hann um að við séum með því samstarfi einhvers konar lén MDE án þess að við fáum þar rönd við reist! Ég verð að viðurkenna undrun mína á afstöðu dómarans til þessa virta og mikilvæga dómstóls. Rétt skal vera rétt Það er ábyrgðarhluti að veita upplýsingar. Þannig hefur dómarinn því miður gerst sekur um að blanda saman vöru og framkvæmdum í orðum sínum. Hefur hann haldið því fram að lagning sæstrengs sé skilyrðislaus afleiðing innleiðingar O3 þegar honum er vel kunnugt um að hingað verður enginn strengur lagður án heimildar, ekki frekar en einhver „valdagírugur maður í teinóttum jakkafötum“ getur lagt hér veg þvert yfir landið þrátt fyrir skýr fyrirmæli um frjálsa för fólks. Við höfum áfram sem hingað til yfirráð yfir landi okkar og miðum og þannig verður það hvort sem af innleiðingu O3 verður eða ekki. Að lokum vil ég bjóða dómarann velkominn í pólitíkina. Hún getur verið ansi skemmtileg á köflum.
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun