Um tuttugu hvalir dauðir í fjörunni Birgir Olgeirsson skrifar 3. ágúst 2019 10:29 Frá aðgerðum í gærkvöldi. Vísir/Sunna Um tuttugu hvalir eru dauðir í fjörunni við Útskálakirkju í Garði en björgunarsveitarmönnum tókst að bjarga um þrjátíu þeirra sem strönduðu þar í gærkvöldi. Sjávarlíffræðingur segir ekki eina haldbæra ástæðu fyrir því hvers vegna grindhvalirnir ákváðu að synda upp í fjöruna. Líklega hafi þeir verið í fæðuleit þegar stórstreymt var en svo fjarað hratt undan þeim. Edda Elísabet Magnúsdóttir sjávarlíffræðingur segir mikið um grindhvali úti fyrir vestanvert landið sem hætti sér oft á tíðum ansi nálægt landi. Breytingin hafi orðið á útbreiðslu þeirra og þeir virðist vera að sækja í ný og varhugaverð fæðusvæði sem þeir þekkja ekki vel. Hún segir hvalina í mikilli lífshættu þegar þeir stranda. Dýrin eru um tonn að þyngd og ekki gerðir fyrir þurrt land. Líkami þeirra hafi aðlagast því að vera í sjó þar sem þeir eru léttari en þegar komið er á þurrt land eykst þyngd þeirra til muna og álagið á líffærin um leið. Það geti valdið því að þeir verða fyrir losti vegna álags og fara í hjartastopp. Þeir eiga einnig hættu á að ofþorna í þessum aðstæðum og geta þá ekki stýrt hitastigi líkamans eins vel og í sjónum. Sumir engjast mikið um fjörunni og valda sér miklum skaða þannig. Edda segir að svo virðist vera að kálfarnir þoli þetta álag ekki eins vel og fullorðnu dýrin, þrátt fyrir að vera léttari á sér. Hún segir björgunarsveitarmenn hafa unnið mikið og öflugt starf við að halda hvölunum á lífi í nótt og koma þeim á flot í morgun þegar flæddi að. Björgunarsveitir Dýr Suðurnesjabær Tengdar fréttir Tókst að bjarga um helmingi þeirra hvala sem hægt var að bjarga Staðan nokkuð endanleg fyrir þá sem eftir eru þegar fjarar aftur út í dag. 3. ágúst 2019 08:09 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Fleiri fréttir Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Sjá meira
Um tuttugu hvalir eru dauðir í fjörunni við Útskálakirkju í Garði en björgunarsveitarmönnum tókst að bjarga um þrjátíu þeirra sem strönduðu þar í gærkvöldi. Sjávarlíffræðingur segir ekki eina haldbæra ástæðu fyrir því hvers vegna grindhvalirnir ákváðu að synda upp í fjöruna. Líklega hafi þeir verið í fæðuleit þegar stórstreymt var en svo fjarað hratt undan þeim. Edda Elísabet Magnúsdóttir sjávarlíffræðingur segir mikið um grindhvali úti fyrir vestanvert landið sem hætti sér oft á tíðum ansi nálægt landi. Breytingin hafi orðið á útbreiðslu þeirra og þeir virðist vera að sækja í ný og varhugaverð fæðusvæði sem þeir þekkja ekki vel. Hún segir hvalina í mikilli lífshættu þegar þeir stranda. Dýrin eru um tonn að þyngd og ekki gerðir fyrir þurrt land. Líkami þeirra hafi aðlagast því að vera í sjó þar sem þeir eru léttari en þegar komið er á þurrt land eykst þyngd þeirra til muna og álagið á líffærin um leið. Það geti valdið því að þeir verða fyrir losti vegna álags og fara í hjartastopp. Þeir eiga einnig hættu á að ofþorna í þessum aðstæðum og geta þá ekki stýrt hitastigi líkamans eins vel og í sjónum. Sumir engjast mikið um fjörunni og valda sér miklum skaða þannig. Edda segir að svo virðist vera að kálfarnir þoli þetta álag ekki eins vel og fullorðnu dýrin, þrátt fyrir að vera léttari á sér. Hún segir björgunarsveitarmenn hafa unnið mikið og öflugt starf við að halda hvölunum á lífi í nótt og koma þeim á flot í morgun þegar flæddi að.
Björgunarsveitir Dýr Suðurnesjabær Tengdar fréttir Tókst að bjarga um helmingi þeirra hvala sem hægt var að bjarga Staðan nokkuð endanleg fyrir þá sem eftir eru þegar fjarar aftur út í dag. 3. ágúst 2019 08:09 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Fleiri fréttir Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Sjá meira
Tókst að bjarga um helmingi þeirra hvala sem hægt var að bjarga Staðan nokkuð endanleg fyrir þá sem eftir eru þegar fjarar aftur út í dag. 3. ágúst 2019 08:09