Vilja milljóna aukagreiðslu frá eldri borgurum vegna nýrra íbúða í Breiðholti Birgir Olgeirsson skrifar 2. ágúst 2019 13:40 Félag eldri borgara reisti 68 nýjar íbúðir í Árskógum í Breiðholti fyrir félagsmenn sína. Vísir/Friðrik Félag eldri borgara hefur brugðið á það ráð að krefja kaupendur að nýjum íbúðum fyrir aldraða í Árskógum um milljónir annars fái þeir ekki íbúðirnar afhentar. Gerir félagið það vegna þess að framkvæmdin við þessar nýju íbúðir fór hátt í fjögur hundruð milljónir fram úr kostnaðaráætlun. Kaupendur eru margir hverjir ekki sáttir við þessi skilyrði, að greiða allt að tíu prósent aukalega af upprunalega verði annars verði fallið frá kaupunum, en varaformaður Félags eldri borgara segir að alltaf hafi staðið til að selja íbúðirnar á kostnaðarverði og enginn annar geti tekið við hallanum nema kaupendurnir sjálfir. Um er að ræða 68 íbúðir sem voru reistar í Árskógum í Reykjavík og voru fjögur hundruð sem sóttu um að kaupa þær. Kaupendur eru í einhverjum tilvikum með þinglýsta kaupsamninga og telja lögfræðingar þetta skilyrði Félags eldri borgara fyrir afhendingu íbúðanna ekki standast skoðun. Afhendingu var fyrst lofað munnlega í júní, svo um miðjan júlí en í kaupsamningi var kveðið á um að afhending íbúða myndi eiga sér stað í síðasta lagi 31. júlí. Í gær var svo haft samband við ellefu kaupendur þar sem fundað var með hverjum og einum og þeim sett þessi skilyrði, að greiða milljónir aukalega til að fá íbúðirnar afhentar.Afhending lóða seinkaði Sigríður Snæbjörnsdóttir, varaformaður Félags eldri borgara, segir í samtali við Vísi að framkvæmdir við íbúðirnar í Árskógum hafi dregist um eina níu mánuði, um leið hefur byggingarvísitalan hækkað og fjármagnskostnaður aukist. Ein af ástæðunum fyrir seinkuninni er sú, að sögn Sigríðar, að afhending lóðanna frá Reykjavíkurborg tafðist en gera þurfti einnig breytingar á húsnæðinu og ráðast í viðgerðir ásamt öðru. „Þannig að því miður var ekki hægt að afhenda byggingarnar á réttum tíma. Það hefur alltaf staðið til að selja á kostnaðarverði því það er enginn annar sem getur tekið við hallanum. Þetta er niðurstaðan hjá okkur í augnablikinu,“ segir Sigríður.Níu mánaða seinkun hefur orðið á afhendingu íbúðanna.Vísir/FriðrikHún segir einungis viku síðan Félag eldri borgara fékk vitneskju um að svo mikill halli væri á þessum framkvæmdum og síðan þá hafi félagið verið í óða önn að ná til kaupenda og útskýra fyrir þeim stöðuna. „Við ætlum að reyna að gera þetta eins vel fyrir kaupendur og hugsast getur en það er erfitt og getur komið illa niður á ýmsum.“Kemur eilítið aftan að fólki Upprunalega kostnaðaráætlun framkvæmdanna hljóðaði upp á 3,8 milljarða króna en þessi aukakostnaður mun deilast niður á hverja íbúð að sögn Sigríðar. Íbúðirnar eru 68 talsins og er því meðalkostnaður á hverja íbúð því um sex milljónir króna ef miðað er við að framkvæmdirnar hafi farið hátt í fjögur hundruð milljónir fram úr áætlun. Hún segir enga kaupendur hafa tekið þessu vel og þessi ákvörðun Félags eldri borgara komi eilítið aftan að fólki. Rætt var við ellefu kaupendur í gær en Sigríður segir að um það bil 90 prósent þeirra hafi gengist við þessu skilyrði á meðan aðrir hafa tekið sér umhugsunarfrest. „Auðvitað gefum við fólki umhugsunarfrest og viljum ekki negla það upp við vegg,“ segir Sigríður. Rætt verður við tíu kaupendur í dag, þar sem fundað verður með hverjum og einum einslega, og þannig verður gengið á línuna næstu daga. Húsnæðismál Reykjavík Mest lesið Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Erlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent Fleiri fréttir Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Sjá meira
Félag eldri borgara hefur brugðið á það ráð að krefja kaupendur að nýjum íbúðum fyrir aldraða í Árskógum um milljónir annars fái þeir ekki íbúðirnar afhentar. Gerir félagið það vegna þess að framkvæmdin við þessar nýju íbúðir fór hátt í fjögur hundruð milljónir fram úr kostnaðaráætlun. Kaupendur eru margir hverjir ekki sáttir við þessi skilyrði, að greiða allt að tíu prósent aukalega af upprunalega verði annars verði fallið frá kaupunum, en varaformaður Félags eldri borgara segir að alltaf hafi staðið til að selja íbúðirnar á kostnaðarverði og enginn annar geti tekið við hallanum nema kaupendurnir sjálfir. Um er að ræða 68 íbúðir sem voru reistar í Árskógum í Reykjavík og voru fjögur hundruð sem sóttu um að kaupa þær. Kaupendur eru í einhverjum tilvikum með þinglýsta kaupsamninga og telja lögfræðingar þetta skilyrði Félags eldri borgara fyrir afhendingu íbúðanna ekki standast skoðun. Afhendingu var fyrst lofað munnlega í júní, svo um miðjan júlí en í kaupsamningi var kveðið á um að afhending íbúða myndi eiga sér stað í síðasta lagi 31. júlí. Í gær var svo haft samband við ellefu kaupendur þar sem fundað var með hverjum og einum og þeim sett þessi skilyrði, að greiða milljónir aukalega til að fá íbúðirnar afhentar.Afhending lóða seinkaði Sigríður Snæbjörnsdóttir, varaformaður Félags eldri borgara, segir í samtali við Vísi að framkvæmdir við íbúðirnar í Árskógum hafi dregist um eina níu mánuði, um leið hefur byggingarvísitalan hækkað og fjármagnskostnaður aukist. Ein af ástæðunum fyrir seinkuninni er sú, að sögn Sigríðar, að afhending lóðanna frá Reykjavíkurborg tafðist en gera þurfti einnig breytingar á húsnæðinu og ráðast í viðgerðir ásamt öðru. „Þannig að því miður var ekki hægt að afhenda byggingarnar á réttum tíma. Það hefur alltaf staðið til að selja á kostnaðarverði því það er enginn annar sem getur tekið við hallanum. Þetta er niðurstaðan hjá okkur í augnablikinu,“ segir Sigríður.Níu mánaða seinkun hefur orðið á afhendingu íbúðanna.Vísir/FriðrikHún segir einungis viku síðan Félag eldri borgara fékk vitneskju um að svo mikill halli væri á þessum framkvæmdum og síðan þá hafi félagið verið í óða önn að ná til kaupenda og útskýra fyrir þeim stöðuna. „Við ætlum að reyna að gera þetta eins vel fyrir kaupendur og hugsast getur en það er erfitt og getur komið illa niður á ýmsum.“Kemur eilítið aftan að fólki Upprunalega kostnaðaráætlun framkvæmdanna hljóðaði upp á 3,8 milljarða króna en þessi aukakostnaður mun deilast niður á hverja íbúð að sögn Sigríðar. Íbúðirnar eru 68 talsins og er því meðalkostnaður á hverja íbúð því um sex milljónir króna ef miðað er við að framkvæmdirnar hafi farið hátt í fjögur hundruð milljónir fram úr áætlun. Hún segir enga kaupendur hafa tekið þessu vel og þessi ákvörðun Félags eldri borgara komi eilítið aftan að fólki. Rætt var við ellefu kaupendur í gær en Sigríður segir að um það bil 90 prósent þeirra hafi gengist við þessu skilyrði á meðan aðrir hafa tekið sér umhugsunarfrest. „Auðvitað gefum við fólki umhugsunarfrest og viljum ekki negla það upp við vegg,“ segir Sigríður. Rætt verður við tíu kaupendur í dag, þar sem fundað verður með hverjum og einum einslega, og þannig verður gengið á línuna næstu daga.
Húsnæðismál Reykjavík Mest lesið Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Erlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent Fleiri fréttir Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Sjá meira